Einstakur afmælisdagur fyrir Loga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2015 06:00 Logi á flugi með íslenska landsliðinu á sínum tíma. Vísir/Stefán Íslenska körfuboltalandsliðið endurskrifa sögu sína í dag þegar liðið mætir Þjóðverjum í opnunarleik Eurobasket 2015. Þjóðverjar eru á heimavelli og möguleika að spila sína síðustu leiki með hin 37 ára gamla Dirk Nowitzki innanborðs. Margir leikmenn íslenska liðsins hafa verið lengi í baráttunni og eru nú að fara upplifa eitthvað sem suma dreymdi bara í viltustu draumum. Einn af þeim er Logi Gunnarsson, leika- og stigahæsti leikmaður íslenska hópsins. "Ég er búinn að bíða eftir þessu lengi og nú er bara að koma að þessu. Aðalmálið er að fara inn í leikinn óhræddir og njóta þess að vera á þessu sviði. Þetta er eitthvað sem maður fær að prófa einu sinni á ævinni og sumir fá það aldrei," segir Logi.Okkar aðalsmerki að spila hraðan bolta Logi vill sjá hraðan leik hjá íslenska liðinu. "Við spilum oftast okkar leik þegar við erum afslappaðir. Það er okkar aðalmerki að spila hraðann boltan og skjóta vel," segir Logi. Þýska liðið er öflugt og tveir þekktustu leikmenn liðsins eru að spila stórhlutverk í NBA-deildinni. "Við vitum um þessar stóru stjörnur þeirra eins og Dirk Nowitzki hjá Dallas og Dennis Schröder hjá Atlanta Hawks. Þeir eru þeir leikmenn sem þeir nota mest og eru aðalsóknarvopnin þeirra. Leikstjórnandinn Schröder er mjög fljótur og er framar flestum á Eurobasket þegar kemur að hraða og krafti. Við verðum að vera vakandi yfir honum og vitum líka að hann er mjög góður að stela boltum til dæmis," segir Logi. Höfum trú á að við getum komið þeim á óvart Íslenska liðið er ekki aðeins að fara mæta sterku þýsku liði heldur einnig fullri höll. "Það er uppselt á leikinn og það er mikil stemning í Berlín og í Þýskalandi að þeir fái riðilinn hérna heim til sín. Þetta er líka opnunarleikurinn. Þetta verður bara rosalega gaman en það er auðvitað erfitt að mæta stóru og sterku liði á heimavelli. Ég förum inn í þennan leik með trúna á það að geta gert eitthvað og komið þeim á óvart," segir Logi. Hann þekkir tvo leikmenn þýska liðsins mjög vel síðan að Logi var að spila með þýska liðinu Giessen 64ers. "Tveir af lykilmönnunum þeirra eru fyrrverandi liðsfélagar mínir úr þýsku úrvalsdeildinni síðan fyrir tíu árum síðan. Ég hef haldið góðu sambandi við þá og þeir eru mjög góðir vinir mínir. Það verður mjög sérstakt fyrir mig að mæta þeim á vellinum á morgun," segir Logi. Þetta eru Heiko Schaffartzik sem er einn af aðalleikstjórnendum liðsins og Anton Gavel sem er orðinn þýskur landsliðsmaður eftir að hafa spilað áður með slóvakíska landsliðinu. "Þeir eru aðalbakverðir liðsins ásamt Schröder. Þetta eru mjög góðir leikmenn," segir Logi.Eftirminnilegasti afmælisdagurinn Það verður einnig eftirminnilegt fyrir þennan einbeitta og kappsama Njarðvíkning að fá að spila þenann sögulega leik á sínum degi. "Maður er að verða 34 ára á morgun og þetta stór dagur. Ég sá strax dagsetninguna þegar leikjaplanið var gefið út og við vorum að fara að spila við Þjóðverja í opnunarleiknum á afmælisdaginn. Það gerir þetta ennþá skemmtilegra og ég á bara eftir að njóta því ennþá meira að fá að spila svona leik á afmælisdeginum," segir Logi en hvað með að fá gjöf? "Ég held að þetta hljóti að vera eftirminnilegasti afmælisdagurinn, sérstaklega ef að við völdum einhverjum usla og stelum sigri. Eigum við ekki að segja það að ég fái sigur í afmælisgjöf," sagði Logi brosandi að lokum. EM 2015 í Berlín Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið endurskrifa sögu sína í dag þegar liðið mætir Þjóðverjum í opnunarleik Eurobasket 2015. Þjóðverjar eru á heimavelli og möguleika að spila sína síðustu leiki með hin 37 ára gamla Dirk Nowitzki innanborðs. Margir leikmenn íslenska liðsins hafa verið lengi í baráttunni og eru nú að fara upplifa eitthvað sem suma dreymdi bara í viltustu draumum. Einn af þeim er Logi Gunnarsson, leika- og stigahæsti leikmaður íslenska hópsins. "Ég er búinn að bíða eftir þessu lengi og nú er bara að koma að þessu. Aðalmálið er að fara inn í leikinn óhræddir og njóta þess að vera á þessu sviði. Þetta er eitthvað sem maður fær að prófa einu sinni á ævinni og sumir fá það aldrei," segir Logi.Okkar aðalsmerki að spila hraðan bolta Logi vill sjá hraðan leik hjá íslenska liðinu. "Við spilum oftast okkar leik þegar við erum afslappaðir. Það er okkar aðalmerki að spila hraðann boltan og skjóta vel," segir Logi. Þýska liðið er öflugt og tveir þekktustu leikmenn liðsins eru að spila stórhlutverk í NBA-deildinni. "Við vitum um þessar stóru stjörnur þeirra eins og Dirk Nowitzki hjá Dallas og Dennis Schröder hjá Atlanta Hawks. Þeir eru þeir leikmenn sem þeir nota mest og eru aðalsóknarvopnin þeirra. Leikstjórnandinn Schröder er mjög fljótur og er framar flestum á Eurobasket þegar kemur að hraða og krafti. Við verðum að vera vakandi yfir honum og vitum líka að hann er mjög góður að stela boltum til dæmis," segir Logi. Höfum trú á að við getum komið þeim á óvart Íslenska liðið er ekki aðeins að fara mæta sterku þýsku liði heldur einnig fullri höll. "Það er uppselt á leikinn og það er mikil stemning í Berlín og í Þýskalandi að þeir fái riðilinn hérna heim til sín. Þetta er líka opnunarleikurinn. Þetta verður bara rosalega gaman en það er auðvitað erfitt að mæta stóru og sterku liði á heimavelli. Ég förum inn í þennan leik með trúna á það að geta gert eitthvað og komið þeim á óvart," segir Logi. Hann þekkir tvo leikmenn þýska liðsins mjög vel síðan að Logi var að spila með þýska liðinu Giessen 64ers. "Tveir af lykilmönnunum þeirra eru fyrrverandi liðsfélagar mínir úr þýsku úrvalsdeildinni síðan fyrir tíu árum síðan. Ég hef haldið góðu sambandi við þá og þeir eru mjög góðir vinir mínir. Það verður mjög sérstakt fyrir mig að mæta þeim á vellinum á morgun," segir Logi. Þetta eru Heiko Schaffartzik sem er einn af aðalleikstjórnendum liðsins og Anton Gavel sem er orðinn þýskur landsliðsmaður eftir að hafa spilað áður með slóvakíska landsliðinu. "Þeir eru aðalbakverðir liðsins ásamt Schröder. Þetta eru mjög góðir leikmenn," segir Logi.Eftirminnilegasti afmælisdagurinn Það verður einnig eftirminnilegt fyrir þennan einbeitta og kappsama Njarðvíkning að fá að spila þenann sögulega leik á sínum degi. "Maður er að verða 34 ára á morgun og þetta stór dagur. Ég sá strax dagsetninguna þegar leikjaplanið var gefið út og við vorum að fara að spila við Þjóðverja í opnunarleiknum á afmælisdaginn. Það gerir þetta ennþá skemmtilegra og ég á bara eftir að njóta því ennþá meira að fá að spila svona leik á afmælisdeginum," segir Logi en hvað með að fá gjöf? "Ég held að þetta hljóti að vera eftirminnilegasti afmælisdagurinn, sérstaklega ef að við völdum einhverjum usla og stelum sigri. Eigum við ekki að segja það að ég fái sigur í afmælisgjöf," sagði Logi brosandi að lokum.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira