Dirk er mikill eðalnáungi og góður gaur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2015 07:00 Jón Arnór teygir hér fyrir leik liðsins gegn Dirk og félögum á morgun Vísir/getty Fyrsti mótherji Íslands á Eurobasket er Þýskaland en þar mun íslenskt landsliðið mæta í fyrsta sinn leikmanni sem hefur verið kosinn bestur í NBA-deildinni. Dirk Nowitzki er reyndar orðinn 37 ára og það er næstum því áratugur síðan að hann var besti leikmaður NBA-deildarinnar. Dirk er hinsvegar enn á fullu með Dallas Mavericks þar sem hann spilaði með Jóni Arnóri Stefánssyni á sínum tíma. Þeir voru liðsfélagar tímabilið 2003 til 2004. „Við vorum saman í heilt ár hjá Dallas og ég eyddi á sínum tíma mestum tímanum við honum og Steve (Nash). Við þekkjumst ágætlega. Ég hitti hann síðasta sumar þegar ég fór út til Dallas. Við náðum aðeins að rifja upp kynnin þar," segir Jón Arnór sem hitti Dirk og aðra fyrrum samherja á hótelinu þar sem öll liðin gista saman. „Hér í Berlín hef ég rekist á hann í matsalnum og eftir æfingar. Þetta er mikill eðalnáungi og góður gaur. það er því alltaf gaman að hitta hann," segir Jón Arnór. Það að Dirk Nowitzki ákvað að spila með þýska landsliðinu styrkir liðið gríðarlega enda illviðráðanlegur með mikla hæð og frábæra skottækni. „Það er frábært fyrir Ísland að fá að mæta svona leikmanni. Það er skemmtileg reynsla fyrir alla að taka þátt í þessu en ekki bara útaf honum því það eru fleiri stórstjörnur í þessu móti," segir Jón Arnór en hann talar vel um Þjóðverjann hávaxna. „Dirk Nowitzki er einn af þessum stóru og það hefur verið unun að horfa á hann í gegnum tíðina. Ég held að það sé flestir hérna aðdáendur hans og hafa alltaf haldið með honum því hann er góður gaur. Það sést mjög vel á vellinum og það verður því aðeins fallegra að spila móti honum en hinum," sagði Jón Arnór. EM 2015 í Berlín Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Fyrsti mótherji Íslands á Eurobasket er Þýskaland en þar mun íslenskt landsliðið mæta í fyrsta sinn leikmanni sem hefur verið kosinn bestur í NBA-deildinni. Dirk Nowitzki er reyndar orðinn 37 ára og það er næstum því áratugur síðan að hann var besti leikmaður NBA-deildarinnar. Dirk er hinsvegar enn á fullu með Dallas Mavericks þar sem hann spilaði með Jóni Arnóri Stefánssyni á sínum tíma. Þeir voru liðsfélagar tímabilið 2003 til 2004. „Við vorum saman í heilt ár hjá Dallas og ég eyddi á sínum tíma mestum tímanum við honum og Steve (Nash). Við þekkjumst ágætlega. Ég hitti hann síðasta sumar þegar ég fór út til Dallas. Við náðum aðeins að rifja upp kynnin þar," segir Jón Arnór sem hitti Dirk og aðra fyrrum samherja á hótelinu þar sem öll liðin gista saman. „Hér í Berlín hef ég rekist á hann í matsalnum og eftir æfingar. Þetta er mikill eðalnáungi og góður gaur. það er því alltaf gaman að hitta hann," segir Jón Arnór. Það að Dirk Nowitzki ákvað að spila með þýska landsliðinu styrkir liðið gríðarlega enda illviðráðanlegur með mikla hæð og frábæra skottækni. „Það er frábært fyrir Ísland að fá að mæta svona leikmanni. Það er skemmtileg reynsla fyrir alla að taka þátt í þessu en ekki bara útaf honum því það eru fleiri stórstjörnur í þessu móti," segir Jón Arnór en hann talar vel um Þjóðverjann hávaxna. „Dirk Nowitzki er einn af þessum stóru og það hefur verið unun að horfa á hann í gegnum tíðina. Ég held að það sé flestir hérna aðdáendur hans og hafa alltaf haldið með honum því hann er góður gaur. Það sést mjög vel á vellinum og það verður því aðeins fallegra að spila móti honum en hinum," sagði Jón Arnór.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum