Viðburðinum "Kæra Eygló“ lokið: „Miðjarðarhafið er ekki kastalasíki fyrir aðra til að drukkna í“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. september 2015 22:34 Bryndís Björgvinsdóttir er stofnandi síðunnar. Vísir Bryndís Björgvinsdóttir batt enda á viðburðinn Kæra Eygló klukkan átta í kvöld. Hún segir árangurinn sýnilegan og telur að tilganginum hafi verið náð. Næstu skref eru að vinna úr upplýsingunum sem fram komu á viðburðinum. „Upphaflega hugmyndin var að gefa fólki tækifæri á að leggja til hugmyndir um hvernig við getum hjálpað flóttamönnum frá Sýrlandi og sýnt fram á að fólk hér á landi hafi vilja og getu til að gera betur, aðstoða meira og bregðast hraðar við en gert hefur verið,“ skrifaði Bryndís. Sautján þúsund manns voru skráðir á viðburðinn og tilboðin létu ekki á sér standa. Íslendingar lýstu því hver af öðrum yfir að þeir væru tilbúnir til að taka á móti manneskju eða styðja við hana með einhverjum hætti.Myndin sýnir flóttamenn brjóta sér leið til Tyrklands.vísir/afpMiðjarðarhafið ekki kastalasíki fyrir aðra að drukkna í „Ykkar framlög hafa haft ótrúleg áhrif og er árangurinn þegar orðinn raunverulegur og sýnilegur: Margir hafa skráð sig sem sjálfboðaliðar hjá Rauða Krossinum, umræðan um mikilvægi þess að aðstoða flóttamenn frá Sýrlandi hefur aukist í fjölmiðlum og ríkisstjórnin hefur fundið fyrir þrýstingnum,“ skrifaði Bryndís. „Við munum á næstunni vinna myndband upp úr ferlinu og upplýsingunum, fréttunum og viðbrögðunum. Eygló fær aðgang að bréfunum, sem sýna eindreginn vilja margra til að gera betur og geyma einnig gagnlegar hugmyndir um móttöku flóttafólks. Klukkan 20:00 í kvöld lýkur viðburðinum og eftir það minnkar virkni þessarar síðu. Hins vegar mun baráttunni alls ekki ljúka og þrýstingnum ekki linna fyrr en við fáum skýrari svör frá yfirvöldum um hversu margir koma og hvenær.“ Hún segir baráttuna halda áfram og segir það miður en jafnframt frábært því að hún skilar árangri. „Að lokum: Miðjarðarhafið er ekki kastalasíki fyrir aðra til að drukkna í. Við hefðum getað bjargað fólki frá því að fara á ofhlöðnum tuðrum yfir hafið, en við erum kannski of hrædd og sjálfhverf. Hrædd við hvað? Fréttamyndirnar tala sínu máli: Börn. Og annað fólk. Fólk með börn. Kærar þakkir, allir sem hafa tekið þátt og þessir fjölmörgu sjálfboðaliðar sem hafa haldið utan um síðuna, barist við rasista, komið með hugmyndir, þýtt og farið í viðtöl. Í raunvísindum segir að 1 + 1 + 1 séu þrír en þegar litið er til samfélagsmiðla og samtakamáttarins þá verða stundum 1 + 1 + 1 = 16.000. Lifi samtakamátturinn, friður og samkennd.“Hér má sjá færslu Bryndísar. Flóttamenn Tengdar fréttir Ætla að ganga til Austurríkis Hundruð flóttamanna komust hjá lokun lögreglu í Ungverjalandi og ætla sér nú að ganga til Austurríkis. 4. september 2015 14:32 Níu af hverjum tíu landsmönnum vilja taka á móti flóttamönnum Stuðningsmenn Bjartrar framtíðar vilja taka á móti flestum flóttamönnum en stuðningsmenn Framsóknar fæstum. 4. september 2015 12:45 Vilja bindandi kvóta fyrir flóttamenn Forseti leiðtogaráðs ESB hvetur Evrópuríki til að taka við 100.000 flóttamönnum. Viktor Orban, forseti Ungverjalands, segir flóttamannavandann vera vanda Þýskalands. Erdogan, forseti Tyrklands, segir að flóttamannavandinn sé á ábyrgð ves 4. september 2015 07:00 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Bryndís Björgvinsdóttir batt enda á viðburðinn Kæra Eygló klukkan átta í kvöld. Hún segir árangurinn sýnilegan og telur að tilganginum hafi verið náð. Næstu skref eru að vinna úr upplýsingunum sem fram komu á viðburðinum. „Upphaflega hugmyndin var að gefa fólki tækifæri á að leggja til hugmyndir um hvernig við getum hjálpað flóttamönnum frá Sýrlandi og sýnt fram á að fólk hér á landi hafi vilja og getu til að gera betur, aðstoða meira og bregðast hraðar við en gert hefur verið,“ skrifaði Bryndís. Sautján þúsund manns voru skráðir á viðburðinn og tilboðin létu ekki á sér standa. Íslendingar lýstu því hver af öðrum yfir að þeir væru tilbúnir til að taka á móti manneskju eða styðja við hana með einhverjum hætti.Myndin sýnir flóttamenn brjóta sér leið til Tyrklands.vísir/afpMiðjarðarhafið ekki kastalasíki fyrir aðra að drukkna í „Ykkar framlög hafa haft ótrúleg áhrif og er árangurinn þegar orðinn raunverulegur og sýnilegur: Margir hafa skráð sig sem sjálfboðaliðar hjá Rauða Krossinum, umræðan um mikilvægi þess að aðstoða flóttamenn frá Sýrlandi hefur aukist í fjölmiðlum og ríkisstjórnin hefur fundið fyrir þrýstingnum,“ skrifaði Bryndís. „Við munum á næstunni vinna myndband upp úr ferlinu og upplýsingunum, fréttunum og viðbrögðunum. Eygló fær aðgang að bréfunum, sem sýna eindreginn vilja margra til að gera betur og geyma einnig gagnlegar hugmyndir um móttöku flóttafólks. Klukkan 20:00 í kvöld lýkur viðburðinum og eftir það minnkar virkni þessarar síðu. Hins vegar mun baráttunni alls ekki ljúka og þrýstingnum ekki linna fyrr en við fáum skýrari svör frá yfirvöldum um hversu margir koma og hvenær.“ Hún segir baráttuna halda áfram og segir það miður en jafnframt frábært því að hún skilar árangri. „Að lokum: Miðjarðarhafið er ekki kastalasíki fyrir aðra til að drukkna í. Við hefðum getað bjargað fólki frá því að fara á ofhlöðnum tuðrum yfir hafið, en við erum kannski of hrædd og sjálfhverf. Hrædd við hvað? Fréttamyndirnar tala sínu máli: Börn. Og annað fólk. Fólk með börn. Kærar þakkir, allir sem hafa tekið þátt og þessir fjölmörgu sjálfboðaliðar sem hafa haldið utan um síðuna, barist við rasista, komið með hugmyndir, þýtt og farið í viðtöl. Í raunvísindum segir að 1 + 1 + 1 séu þrír en þegar litið er til samfélagsmiðla og samtakamáttarins þá verða stundum 1 + 1 + 1 = 16.000. Lifi samtakamátturinn, friður og samkennd.“Hér má sjá færslu Bryndísar.
Flóttamenn Tengdar fréttir Ætla að ganga til Austurríkis Hundruð flóttamanna komust hjá lokun lögreglu í Ungverjalandi og ætla sér nú að ganga til Austurríkis. 4. september 2015 14:32 Níu af hverjum tíu landsmönnum vilja taka á móti flóttamönnum Stuðningsmenn Bjartrar framtíðar vilja taka á móti flestum flóttamönnum en stuðningsmenn Framsóknar fæstum. 4. september 2015 12:45 Vilja bindandi kvóta fyrir flóttamenn Forseti leiðtogaráðs ESB hvetur Evrópuríki til að taka við 100.000 flóttamönnum. Viktor Orban, forseti Ungverjalands, segir flóttamannavandann vera vanda Þýskalands. Erdogan, forseti Tyrklands, segir að flóttamannavandinn sé á ábyrgð ves 4. september 2015 07:00 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Ætla að ganga til Austurríkis Hundruð flóttamanna komust hjá lokun lögreglu í Ungverjalandi og ætla sér nú að ganga til Austurríkis. 4. september 2015 14:32
Níu af hverjum tíu landsmönnum vilja taka á móti flóttamönnum Stuðningsmenn Bjartrar framtíðar vilja taka á móti flestum flóttamönnum en stuðningsmenn Framsóknar fæstum. 4. september 2015 12:45
Vilja bindandi kvóta fyrir flóttamenn Forseti leiðtogaráðs ESB hvetur Evrópuríki til að taka við 100.000 flóttamönnum. Viktor Orban, forseti Ungverjalands, segir flóttamannavandann vera vanda Þýskalands. Erdogan, forseti Tyrklands, segir að flóttamannavandinn sé á ábyrgð ves 4. september 2015 07:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent