Táfýlublæti og tvíhyggja Viktoría Hermannsdóttir skrifar 5. september 2015 12:00 Móa Hjartardóttir Fréttablaðið/ Listamaðurinn og ljósmyndarinn Móa Hjartardóttir opnar í dag ljósmyndasýningu í Lágafellslaug. Á sýningunni sýnir hún myndir sem hún hefur tekið síðustu misseri en Móa lærði ljósmyndun í Danmörku. „Ég er listakona í grunninn, af því að ég er letibikkja samkvæmt sumum og finnst kvikmyndir sem gerist ekkert í skemmtilegar. Ég kann að segja skemmtilegar sannar sögur, sennilega af því ég tek oft eftir venjulegum hlutum sem mörgum finnast svo sjálfsagðir að fólk hættir að taka eftir því,“ segir Móa. Í myndum hennar er oft að finna skemmtilegar sögur sem hver og einn getur túlkað á sinn hátt. „Þessi sýning er frekar sæt og væn fyrir augað. Næsta sýning er í vinnslu og verður stærri og með meiri áherslur á kynmyndir, kvenvæðingu og frelsi,“ segir hún. Á sýningunni er meðal annars að finna gráskala myndaseríu af vinkonu Móu sem teknar voru fyrir tveimur árum. „Þetta er svona gráskala sería, ég hugsa ég hafi tekið gráskala seríu því ég er alltaf að vinna með liti, ég á erfitt með að taka svarthvítar myndir. Ég er að ögra sjálfri mér með því að hætta að vinna í þessum blessaða regnboga alltaf og prófa að gera gráskala.“ Móa leikur sér líka aðeins með kynjahlutverkin sem eru henni hugleikin. „Ég er með verk sem eru tvær myndir af barni þar sem það er sett í tvo kynbúninga, sama barnið, og þetta eru tvær myndir hlið við hlið. Mynd af barni í kvenlægari búning og svo í karllægari búning. Smá núansar sem gera það að verkum að barnið fellur í að vera annaðhvort strákur eða stelpa. Ég er búin að sýna mörgum þetta og það veit enginn hvert upprunalega kynið á barninu er.“ Síðan er líka að finna mynd af sokk í muffinsformi sem er ákveðin tilvísun í blæti sem Móa hefur. „Ég er með táfýlublæti fyrir karlkynssokkum,“ segir Móa örlítið vandræðaleg. „Það eru samt ekki hvaða sokkar sem er. Ég er búin að pæla mikið í þessu og ég roðna bara að tala um þetta. En mig langar að koma þessu út því þá getur enginn stungið mig í bakið með þetta.“ Móa segist hafa kannað vel þetta blæti og komist að því hún sé alls ekki sú eina með blætið. „Það eru mjög margir með þetta. Þetta er svo djúpt hjá manni. Það eru sumir karlmenn með ákveðna táfýlu sem ég heillast af,“ segir hún. Þetta á þó ekki við alla táfýlu heldur ákveðna tegund. „Nei, táfýla er mjög mismunandi. Sum er eins og harðfiskur, sum eins og ostur, sum eins og edik, sum eins og gamall sviti. Það er svo mikið af hormónum sem koma út um ilina, eins og handarkrikanum og í kringum eitla.“ Sýningin opnar klukkan 14 í Lágafellslaug en það er einmitt við hliðina á heimili Móu. „Þetta er skemmtilegur staður til að sýna því hér kemur almenningur sem fer kannski ekki á listasöfn. Hérna er það sem tvíhyggja kynmyndarinnar kórónast, hér eru tveir klefar, fyrir karla og konur, sem endurspeglar líka vissar pælingar í sumum myndunum hjá mér.“ Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Listamaðurinn og ljósmyndarinn Móa Hjartardóttir opnar í dag ljósmyndasýningu í Lágafellslaug. Á sýningunni sýnir hún myndir sem hún hefur tekið síðustu misseri en Móa lærði ljósmyndun í Danmörku. „Ég er listakona í grunninn, af því að ég er letibikkja samkvæmt sumum og finnst kvikmyndir sem gerist ekkert í skemmtilegar. Ég kann að segja skemmtilegar sannar sögur, sennilega af því ég tek oft eftir venjulegum hlutum sem mörgum finnast svo sjálfsagðir að fólk hættir að taka eftir því,“ segir Móa. Í myndum hennar er oft að finna skemmtilegar sögur sem hver og einn getur túlkað á sinn hátt. „Þessi sýning er frekar sæt og væn fyrir augað. Næsta sýning er í vinnslu og verður stærri og með meiri áherslur á kynmyndir, kvenvæðingu og frelsi,“ segir hún. Á sýningunni er meðal annars að finna gráskala myndaseríu af vinkonu Móu sem teknar voru fyrir tveimur árum. „Þetta er svona gráskala sería, ég hugsa ég hafi tekið gráskala seríu því ég er alltaf að vinna með liti, ég á erfitt með að taka svarthvítar myndir. Ég er að ögra sjálfri mér með því að hætta að vinna í þessum blessaða regnboga alltaf og prófa að gera gráskala.“ Móa leikur sér líka aðeins með kynjahlutverkin sem eru henni hugleikin. „Ég er með verk sem eru tvær myndir af barni þar sem það er sett í tvo kynbúninga, sama barnið, og þetta eru tvær myndir hlið við hlið. Mynd af barni í kvenlægari búning og svo í karllægari búning. Smá núansar sem gera það að verkum að barnið fellur í að vera annaðhvort strákur eða stelpa. Ég er búin að sýna mörgum þetta og það veit enginn hvert upprunalega kynið á barninu er.“ Síðan er líka að finna mynd af sokk í muffinsformi sem er ákveðin tilvísun í blæti sem Móa hefur. „Ég er með táfýlublæti fyrir karlkynssokkum,“ segir Móa örlítið vandræðaleg. „Það eru samt ekki hvaða sokkar sem er. Ég er búin að pæla mikið í þessu og ég roðna bara að tala um þetta. En mig langar að koma þessu út því þá getur enginn stungið mig í bakið með þetta.“ Móa segist hafa kannað vel þetta blæti og komist að því hún sé alls ekki sú eina með blætið. „Það eru mjög margir með þetta. Þetta er svo djúpt hjá manni. Það eru sumir karlmenn með ákveðna táfýlu sem ég heillast af,“ segir hún. Þetta á þó ekki við alla táfýlu heldur ákveðna tegund. „Nei, táfýla er mjög mismunandi. Sum er eins og harðfiskur, sum eins og ostur, sum eins og edik, sum eins og gamall sviti. Það er svo mikið af hormónum sem koma út um ilina, eins og handarkrikanum og í kringum eitla.“ Sýningin opnar klukkan 14 í Lágafellslaug en það er einmitt við hliðina á heimili Móu. „Þetta er skemmtilegur staður til að sýna því hér kemur almenningur sem fer kannski ekki á listasöfn. Hérna er það sem tvíhyggja kynmyndarinnar kórónast, hér eru tveir klefar, fyrir karla og konur, sem endurspeglar líka vissar pælingar í sumum myndunum hjá mér.“
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira