Lára Rúnars frumsýnir nýtt myndband: „Mig langaði til þess að fanga þelið eins og það birtist milli tveggja einstaklinga“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2015 11:00 Myndir frá kvöldinu eru eftir M. Alexander Weber. vísir Það varð sannkölluð veisla fyrir öll skilningarvit í Petersen svítunni í Gamla bíó í gærkvöldi. Þá frumsýndi tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir nýtt tónlistarmyndband við titillag nýútkominnar plötu, Þel og hélt tónleika ásamt hljómsveit sinni. Fyrir tónleikana var að sjálfsögðu horft á leikinn og um leið var kynning á hinum sérbruggaða Petersen lager og Torres hvítvíni við mikla ánægju viðstaddra. ,,Mig langaði til þess að fanga þelið eins og það birtist milli tveggja einstaklinga, þennan kjarna sem dæmir engan og hefur ekki þörf til að skilgreina sig heldur finnur sér farveg þar sem hann á heima,“ segir Lára um lagið Þel. Með aðalhlutverkin í tónlistarmyndbandinu fara þær Guðrún Bjarnadóttir og Laufey Elíasdóttir en Dögg Mósesdóttir leikstýrði og vann myndbandið í samstarfi með Hrafni Garðarssyni. Myndbandið er framleitt af Marimo Films. ,,Myndbandið fjallar um stund þegar að tvær manneskjur ná svo sterkri tengingu að þær verða nánast sama manneskjan, hluti af hvor annarri. Persónurnar eru byggðar á tveimur nánum vinum mínum sem hafa veitt mér mikinn innblástur, annar er látinn en ég hitti hann stundum í draumi. Myndbandið er fullt af tilvísunum í klassískar kvikmyndir sem hafa veitt mér innblástur svo að þetta myndband er svolítið tileinkað andagiftinni,“ segir Dögg um myndbandið sem sjá má hér að neðan. Tónlist Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Það varð sannkölluð veisla fyrir öll skilningarvit í Petersen svítunni í Gamla bíó í gærkvöldi. Þá frumsýndi tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir nýtt tónlistarmyndband við titillag nýútkominnar plötu, Þel og hélt tónleika ásamt hljómsveit sinni. Fyrir tónleikana var að sjálfsögðu horft á leikinn og um leið var kynning á hinum sérbruggaða Petersen lager og Torres hvítvíni við mikla ánægju viðstaddra. ,,Mig langaði til þess að fanga þelið eins og það birtist milli tveggja einstaklinga, þennan kjarna sem dæmir engan og hefur ekki þörf til að skilgreina sig heldur finnur sér farveg þar sem hann á heima,“ segir Lára um lagið Þel. Með aðalhlutverkin í tónlistarmyndbandinu fara þær Guðrún Bjarnadóttir og Laufey Elíasdóttir en Dögg Mósesdóttir leikstýrði og vann myndbandið í samstarfi með Hrafni Garðarssyni. Myndbandið er framleitt af Marimo Films. ,,Myndbandið fjallar um stund þegar að tvær manneskjur ná svo sterkri tengingu að þær verða nánast sama manneskjan, hluti af hvor annarri. Persónurnar eru byggðar á tveimur nánum vinum mínum sem hafa veitt mér mikinn innblástur, annar er látinn en ég hitti hann stundum í draumi. Myndbandið er fullt af tilvísunum í klassískar kvikmyndir sem hafa veitt mér innblástur svo að þetta myndband er svolítið tileinkað andagiftinni,“ segir Dögg um myndbandið sem sjá má hér að neðan.
Tónlist Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“