Fædd í rappið: „Slæmt að festast í þægindaramma og nauðsynlegt að reyna stanslaust á þolmörk sín“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2015 09:56 Kristín Þorláksdóttir með sitt fyrsta rapplag. Vísir „Lagið er súrrealísk frásögn á ástandi, það huglægt frekar en hlutlægt,“ segir Kristín Þorláksdóttir, sem frumsýnir í dag glænýtt myndband við lagið Andvaka. „Andvaka er óræður hugarheimur ástands – galdrastef, en stendur opið fyrir túlkun hlustandans. Mér finnst mikilvægt að hver og einn geti túlkað texta eða listaverk eftir eigin tilfinningu.“ Kristín segir að þetta sé í fyrsta sinn sem hún geri lag. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég rappa en ég hef reyndar skrifað texta og ljóð í þó nokkurn tíma. Lagið og tónlistarmyndbandið var í raun lítill snjóbolti sem fór að rúlla og allt í einu varð til verk. Ég hafði samband við vin minn Emil Andra ($H∆MAN$H∆WARMA úr SOR). Hún deilir vinnustofu saman við Algera Studio þar sem Shades of Reykjavik hafa byggt upp hljóðver.Í fyrsta sinn í hljóðveri „Svo við prufuðum að taka upp við takt frá honum. Þetta var í fyrsta sinn á ævinni sem ég stóð í hljóðveri, það var ógnandi en þó spennandi á sama tíma. Við Emil erum góðir vinir svo mér fannst mjög þægilegt og átakalaust að vinna með honum.“ Kristín býr í Toronto þar sem hún er að læra myndlist við listaháskólann OCAD University. „Það magnaða við þetta allt saman er hvað ég er umkringd hæfileikaríku fólki sem er alltaf opið fyrir nýjum hugmyndum og hefur óstöðvandi sköpunarkraft. Það kemur einhvern veginn alltaf á óvart þegar hugmyndir og skissur verða að veruleika. Fyrir mitt leyti upplifði ég sterkt mátt sköpunar og endalausra möguleika í stúdíóinu, þar sem að listamenn úr svo mörgum ólíkum áttum eru undir sama þaki: lagið, myndbandið og jafnvel textinn urðu til á sama stað, á vinnustofunni í Fosshálsinum.“Prufa nýja hluti Kristínu finnst mikilvægt að prufa nýja hluti. „Mig langaði til þess að gera þetta því ég hafði ekki gert það áður og þetta var mér gjörsamlega ókunnugt. Það er slæmt að festast í þægindaramma og nauðsynlegt að reyna stanslaust á þolmörk sín, ef ég verð of góð í að teikna með hægri hönd þá þarf ég að byrja að teikna með vinstri.“ Lagið Andvaka er unnið og framleitt af Algera Studio. Þetta er fyrsta tónlistarmyndbandið sem stúdeoið framleiðir að öllu leiti, þ.a.s. tónlistina og myndbandið frá A til Ö. Myndbandið sem og lagið í heild sinni var unnið á einni viku, og því var leikstýrt af Algera Girls. Anni Ólafsdóttir og Sunneva Ása Weisshappel klipptu og unnu myndbandið. Emil Andri Emilsson og Hermann Bridde sáu um mix og masteringu en $H∆MAN$H∆WARMA gerði taktinn. Þeir eru meðlimir Shades of Reykjavík en hljómsveitin starfar einnig í Algera Studio. Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Lagið er súrrealísk frásögn á ástandi, það huglægt frekar en hlutlægt,“ segir Kristín Þorláksdóttir, sem frumsýnir í dag glænýtt myndband við lagið Andvaka. „Andvaka er óræður hugarheimur ástands – galdrastef, en stendur opið fyrir túlkun hlustandans. Mér finnst mikilvægt að hver og einn geti túlkað texta eða listaverk eftir eigin tilfinningu.“ Kristín segir að þetta sé í fyrsta sinn sem hún geri lag. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég rappa en ég hef reyndar skrifað texta og ljóð í þó nokkurn tíma. Lagið og tónlistarmyndbandið var í raun lítill snjóbolti sem fór að rúlla og allt í einu varð til verk. Ég hafði samband við vin minn Emil Andra ($H∆MAN$H∆WARMA úr SOR). Hún deilir vinnustofu saman við Algera Studio þar sem Shades of Reykjavik hafa byggt upp hljóðver.Í fyrsta sinn í hljóðveri „Svo við prufuðum að taka upp við takt frá honum. Þetta var í fyrsta sinn á ævinni sem ég stóð í hljóðveri, það var ógnandi en þó spennandi á sama tíma. Við Emil erum góðir vinir svo mér fannst mjög þægilegt og átakalaust að vinna með honum.“ Kristín býr í Toronto þar sem hún er að læra myndlist við listaháskólann OCAD University. „Það magnaða við þetta allt saman er hvað ég er umkringd hæfileikaríku fólki sem er alltaf opið fyrir nýjum hugmyndum og hefur óstöðvandi sköpunarkraft. Það kemur einhvern veginn alltaf á óvart þegar hugmyndir og skissur verða að veruleika. Fyrir mitt leyti upplifði ég sterkt mátt sköpunar og endalausra möguleika í stúdíóinu, þar sem að listamenn úr svo mörgum ólíkum áttum eru undir sama þaki: lagið, myndbandið og jafnvel textinn urðu til á sama stað, á vinnustofunni í Fosshálsinum.“Prufa nýja hluti Kristínu finnst mikilvægt að prufa nýja hluti. „Mig langaði til þess að gera þetta því ég hafði ekki gert það áður og þetta var mér gjörsamlega ókunnugt. Það er slæmt að festast í þægindaramma og nauðsynlegt að reyna stanslaust á þolmörk sín, ef ég verð of góð í að teikna með hægri hönd þá þarf ég að byrja að teikna með vinstri.“ Lagið Andvaka er unnið og framleitt af Algera Studio. Þetta er fyrsta tónlistarmyndbandið sem stúdeoið framleiðir að öllu leiti, þ.a.s. tónlistina og myndbandið frá A til Ö. Myndbandið sem og lagið í heild sinni var unnið á einni viku, og því var leikstýrt af Algera Girls. Anni Ólafsdóttir og Sunneva Ása Weisshappel klipptu og unnu myndbandið. Emil Andri Emilsson og Hermann Bridde sáu um mix og masteringu en $H∆MAN$H∆WARMA gerði taktinn. Þeir eru meðlimir Shades of Reykjavík en hljómsveitin starfar einnig í Algera Studio.
Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira