Fædd í rappið: „Slæmt að festast í þægindaramma og nauðsynlegt að reyna stanslaust á þolmörk sín“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2015 09:56 Kristín Þorláksdóttir með sitt fyrsta rapplag. Vísir „Lagið er súrrealísk frásögn á ástandi, það huglægt frekar en hlutlægt,“ segir Kristín Þorláksdóttir, sem frumsýnir í dag glænýtt myndband við lagið Andvaka. „Andvaka er óræður hugarheimur ástands – galdrastef, en stendur opið fyrir túlkun hlustandans. Mér finnst mikilvægt að hver og einn geti túlkað texta eða listaverk eftir eigin tilfinningu.“ Kristín segir að þetta sé í fyrsta sinn sem hún geri lag. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég rappa en ég hef reyndar skrifað texta og ljóð í þó nokkurn tíma. Lagið og tónlistarmyndbandið var í raun lítill snjóbolti sem fór að rúlla og allt í einu varð til verk. Ég hafði samband við vin minn Emil Andra ($H∆MAN$H∆WARMA úr SOR). Hún deilir vinnustofu saman við Algera Studio þar sem Shades of Reykjavik hafa byggt upp hljóðver.Í fyrsta sinn í hljóðveri „Svo við prufuðum að taka upp við takt frá honum. Þetta var í fyrsta sinn á ævinni sem ég stóð í hljóðveri, það var ógnandi en þó spennandi á sama tíma. Við Emil erum góðir vinir svo mér fannst mjög þægilegt og átakalaust að vinna með honum.“ Kristín býr í Toronto þar sem hún er að læra myndlist við listaháskólann OCAD University. „Það magnaða við þetta allt saman er hvað ég er umkringd hæfileikaríku fólki sem er alltaf opið fyrir nýjum hugmyndum og hefur óstöðvandi sköpunarkraft. Það kemur einhvern veginn alltaf á óvart þegar hugmyndir og skissur verða að veruleika. Fyrir mitt leyti upplifði ég sterkt mátt sköpunar og endalausra möguleika í stúdíóinu, þar sem að listamenn úr svo mörgum ólíkum áttum eru undir sama þaki: lagið, myndbandið og jafnvel textinn urðu til á sama stað, á vinnustofunni í Fosshálsinum.“Prufa nýja hluti Kristínu finnst mikilvægt að prufa nýja hluti. „Mig langaði til þess að gera þetta því ég hafði ekki gert það áður og þetta var mér gjörsamlega ókunnugt. Það er slæmt að festast í þægindaramma og nauðsynlegt að reyna stanslaust á þolmörk sín, ef ég verð of góð í að teikna með hægri hönd þá þarf ég að byrja að teikna með vinstri.“ Lagið Andvaka er unnið og framleitt af Algera Studio. Þetta er fyrsta tónlistarmyndbandið sem stúdeoið framleiðir að öllu leiti, þ.a.s. tónlistina og myndbandið frá A til Ö. Myndbandið sem og lagið í heild sinni var unnið á einni viku, og því var leikstýrt af Algera Girls. Anni Ólafsdóttir og Sunneva Ása Weisshappel klipptu og unnu myndbandið. Emil Andri Emilsson og Hermann Bridde sáu um mix og masteringu en $H∆MAN$H∆WARMA gerði taktinn. Þeir eru meðlimir Shades of Reykjavík en hljómsveitin starfar einnig í Algera Studio. Tónlist Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Lagið er súrrealísk frásögn á ástandi, það huglægt frekar en hlutlægt,“ segir Kristín Þorláksdóttir, sem frumsýnir í dag glænýtt myndband við lagið Andvaka. „Andvaka er óræður hugarheimur ástands – galdrastef, en stendur opið fyrir túlkun hlustandans. Mér finnst mikilvægt að hver og einn geti túlkað texta eða listaverk eftir eigin tilfinningu.“ Kristín segir að þetta sé í fyrsta sinn sem hún geri lag. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég rappa en ég hef reyndar skrifað texta og ljóð í þó nokkurn tíma. Lagið og tónlistarmyndbandið var í raun lítill snjóbolti sem fór að rúlla og allt í einu varð til verk. Ég hafði samband við vin minn Emil Andra ($H∆MAN$H∆WARMA úr SOR). Hún deilir vinnustofu saman við Algera Studio þar sem Shades of Reykjavik hafa byggt upp hljóðver.Í fyrsta sinn í hljóðveri „Svo við prufuðum að taka upp við takt frá honum. Þetta var í fyrsta sinn á ævinni sem ég stóð í hljóðveri, það var ógnandi en þó spennandi á sama tíma. Við Emil erum góðir vinir svo mér fannst mjög þægilegt og átakalaust að vinna með honum.“ Kristín býr í Toronto þar sem hún er að læra myndlist við listaháskólann OCAD University. „Það magnaða við þetta allt saman er hvað ég er umkringd hæfileikaríku fólki sem er alltaf opið fyrir nýjum hugmyndum og hefur óstöðvandi sköpunarkraft. Það kemur einhvern veginn alltaf á óvart þegar hugmyndir og skissur verða að veruleika. Fyrir mitt leyti upplifði ég sterkt mátt sköpunar og endalausra möguleika í stúdíóinu, þar sem að listamenn úr svo mörgum ólíkum áttum eru undir sama þaki: lagið, myndbandið og jafnvel textinn urðu til á sama stað, á vinnustofunni í Fosshálsinum.“Prufa nýja hluti Kristínu finnst mikilvægt að prufa nýja hluti. „Mig langaði til þess að gera þetta því ég hafði ekki gert það áður og þetta var mér gjörsamlega ókunnugt. Það er slæmt að festast í þægindaramma og nauðsynlegt að reyna stanslaust á þolmörk sín, ef ég verð of góð í að teikna með hægri hönd þá þarf ég að byrja að teikna með vinstri.“ Lagið Andvaka er unnið og framleitt af Algera Studio. Þetta er fyrsta tónlistarmyndbandið sem stúdeoið framleiðir að öllu leiti, þ.a.s. tónlistina og myndbandið frá A til Ö. Myndbandið sem og lagið í heild sinni var unnið á einni viku, og því var leikstýrt af Algera Girls. Anni Ólafsdóttir og Sunneva Ása Weisshappel klipptu og unnu myndbandið. Emil Andri Emilsson og Hermann Bridde sáu um mix og masteringu en $H∆MAN$H∆WARMA gerði taktinn. Þeir eru meðlimir Shades of Reykjavík en hljómsveitin starfar einnig í Algera Studio.
Tónlist Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp