Keith Richards hraunar yfir þungarokk og rapp Birgir Olgeirsson skrifar 4. september 2015 09:54 Keith Richards. Vísir/Getty Keith Richards, gítarleikari The Rolling Stones, er hvorki hrifinn af þungarokki eða rappi. Þetta segir hann í viðtali við The New York Daily News þar sem minnst er á í upphafi þess að sumir haldi því fram að rokkið sé dautt. Richards er hins vegar á því að það hafi alltaf verið dautt. „Það er eins og daufur dynkur fyrir mér. Flest bönd eru alveg hætt öllum áherslutilfærslum. Þetta er bara endalaust hnoð, engin upplyfting, engar áherslubreytingar.“ Hann er minna hrifinn af þungarokki. „Milljónir elska Metallica og Black Sabbath. Mér fannst þetta bara vera góður brandari.“ Og rapptónlistin fær einnig á baukinn frá gítarleikaranum. „Það er svolítið tilkomumikið hvað rappið gerði því það sýndi fram á að það er mikið af tóndaufu fólki til. Eina sem það þarf er trommutaktur og einhver að öskra yfir taktinn og allir eru ánægðir. Það er risamarkaður fyrir fólk sem getur ekki greint nótur.“ Richards er nú að kynna nýjustu sólóplötu sína, Crosseyed Heart, sem er væntanleg í verslanir 18. september. Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Keith Richards, gítarleikari The Rolling Stones, er hvorki hrifinn af þungarokki eða rappi. Þetta segir hann í viðtali við The New York Daily News þar sem minnst er á í upphafi þess að sumir haldi því fram að rokkið sé dautt. Richards er hins vegar á því að það hafi alltaf verið dautt. „Það er eins og daufur dynkur fyrir mér. Flest bönd eru alveg hætt öllum áherslutilfærslum. Þetta er bara endalaust hnoð, engin upplyfting, engar áherslubreytingar.“ Hann er minna hrifinn af þungarokki. „Milljónir elska Metallica og Black Sabbath. Mér fannst þetta bara vera góður brandari.“ Og rapptónlistin fær einnig á baukinn frá gítarleikaranum. „Það er svolítið tilkomumikið hvað rappið gerði því það sýndi fram á að það er mikið af tóndaufu fólki til. Eina sem það þarf er trommutaktur og einhver að öskra yfir taktinn og allir eru ánægðir. Það er risamarkaður fyrir fólk sem getur ekki greint nótur.“ Richards er nú að kynna nýjustu sólóplötu sína, Crosseyed Heart, sem er væntanleg í verslanir 18. september.
Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira