Ekki með neina stæla Gunar Leó Pálsson skrifar 4. september 2015 08:00 Strákarnir í Diktu eru spenntir fyrir því að nýjasta platan þeirra komi út. „Við erum sjúklega stoltir af nýju plötunni, það liggur við að vera vandræðalegt hvað við erum stoltir af þessu,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari, píanóleikari og annar gítarleikari hljómsveitarinnar Diktu sem sendir í dag frá sér nýja plötu sem ber nafnið Easy Street. Platan er fimmta breiðskífa sveitarinnar, sem hefur unnið að henni síðastliðin tvö ár. „Þetta tók tvö ár í vinnslu og við vorum meðvitaðir strax í byrjun um að við ætluðum að gera þetta svona. Við fórum tvær ferðir til Þýskalands til að vinna með upptökustjóranum Sky van Hoff og þegar við fórum í seinni Þýskalandsferðina héldum að við værum langt komnir en þá var mikið eftir. Upptökustjórinn kom til Íslands og var hér í rúman mánuð með okkur þótt hann hafi bara ætlað að vera í tvær vikur með okkur,“ útskýrir Haukur Heiðar spurður út í vinnuna á bak við plötuna. Hún er jafnframt fyrsta plata Diktu sem kemur út á vínyl. Platan er að miklu leyti rökrétt framhald af fyrri plötum sveitarinnar en þeir settu sér þó það markmið í byrjun að búa fyrst og fremst til góða popp/rokkplötu. „Við ætluðum að búa til góða popp/rokkplötu og ekki vera með neina stæla,“ segir Haukur Heiðar en hann spilar þó sérlega lítið á gítar á þessari plötu. „Ég spila rosa mikið á píanó, það er alveg hægt að telja nóturnar sem ég spila á gítarinn á þessari plötu,“ bætir Haukur Heiðar við og hlær. Eins og titillinn gefur til kynna eru textar plötunnar á ensku. „Ég lagði mikla vinnu í textana, eyddi miklu púðri og þeir eru sumir ansi persónulegir. Það er að finna ást og söknuð í textunum og það má segja að þeir fjalli um lífið í heild sinni og um að við eigum að njóta lífsins.“ Liðsmenn Diktu ætla að fagna nýju plötunni með tónleikum í Hörpu þann 9. september næstkomandi og á Græna hattinum á Akureyri þann 19. september. „Það er líka gaman að segja frá því að þetta er í fyrsta sinn sem við höldum sjálfir tónleika í Hörpu,“ bætir Haukur Heiðar við. Á tónleikunum verður nýja platan leikin í heild og þá verða einnig vinsælustu lög sveitarinnar leikin. Tónlist Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Við erum sjúklega stoltir af nýju plötunni, það liggur við að vera vandræðalegt hvað við erum stoltir af þessu,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari, píanóleikari og annar gítarleikari hljómsveitarinnar Diktu sem sendir í dag frá sér nýja plötu sem ber nafnið Easy Street. Platan er fimmta breiðskífa sveitarinnar, sem hefur unnið að henni síðastliðin tvö ár. „Þetta tók tvö ár í vinnslu og við vorum meðvitaðir strax í byrjun um að við ætluðum að gera þetta svona. Við fórum tvær ferðir til Þýskalands til að vinna með upptökustjóranum Sky van Hoff og þegar við fórum í seinni Þýskalandsferðina héldum að við værum langt komnir en þá var mikið eftir. Upptökustjórinn kom til Íslands og var hér í rúman mánuð með okkur þótt hann hafi bara ætlað að vera í tvær vikur með okkur,“ útskýrir Haukur Heiðar spurður út í vinnuna á bak við plötuna. Hún er jafnframt fyrsta plata Diktu sem kemur út á vínyl. Platan er að miklu leyti rökrétt framhald af fyrri plötum sveitarinnar en þeir settu sér þó það markmið í byrjun að búa fyrst og fremst til góða popp/rokkplötu. „Við ætluðum að búa til góða popp/rokkplötu og ekki vera með neina stæla,“ segir Haukur Heiðar en hann spilar þó sérlega lítið á gítar á þessari plötu. „Ég spila rosa mikið á píanó, það er alveg hægt að telja nóturnar sem ég spila á gítarinn á þessari plötu,“ bætir Haukur Heiðar við og hlær. Eins og titillinn gefur til kynna eru textar plötunnar á ensku. „Ég lagði mikla vinnu í textana, eyddi miklu púðri og þeir eru sumir ansi persónulegir. Það er að finna ást og söknuð í textunum og það má segja að þeir fjalli um lífið í heild sinni og um að við eigum að njóta lífsins.“ Liðsmenn Diktu ætla að fagna nýju plötunni með tónleikum í Hörpu þann 9. september næstkomandi og á Græna hattinum á Akureyri þann 19. september. „Það er líka gaman að segja frá því að þetta er í fyrsta sinn sem við höldum sjálfir tónleika í Hörpu,“ bætir Haukur Heiðar við. Á tónleikunum verður nýja platan leikin í heild og þá verða einnig vinsælustu lög sveitarinnar leikin.
Tónlist Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira