Haustveiðin oft drjúg í Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 3. september 2015 13:00 Veitt í Fljótinu í Elliðaánum. Mikið af laxi liggur þar um þessar mundir Mynd: www.svfr.is Veiðin í Elliðaánum hefur verið góð í sumar og að venju komast færri að en vilja til veiða í henni. Þetta á kannski helst við um sumardagana en ásóknin í þá hefur verið slík að aðeins brot af þeim sem sækja um daga fá úthlutað. Félagsmenn SVFR sækja um daga í ánni í forúthlutun og hefur það oft verið mikið púsluspil að koma mönnum að en því miður vegna mikillar ásóknar fá ekki allir leyfi. Það er því nokkuð sérstakt að skoða vefsöluna hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og sjá lausa daga í september því haustveiðin í ánni er oft ansi drjúg og þá sérstaklega á efri svæðunum frá Hundasteinum og upp að Árbæjarstíflu. Mikið af laxi liggur til dæmis í Fljótinu, Kistunum, Hrauni og Grófarkvörn en á þessu svæði má eingöngu veiða á flugu og er þetta sérstaklega gott svæði fyrir byrjendur því hyljirnir eru til þess að gera nettir og köstun þurfa því ekki að vera löng. Laus leyfi í Elliðaárnar má finna hér. Mest lesið Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrsti lax sumarsins kominn á land í Ytri Rangá Veiði Miklir möguleikar í vetrarveiði á Íslandi Veiði Fjórir í framboði fyrir þrjú sæti í stjórn SVFR Veiði 1-2 metra þykkur ís á mörgum vötnum norðan- og vestanlands Veiði Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði Fjórir laxar veiddust í kuldanum í kvöld Veiði SVFR leitar að bestu veiðimynd 2015 Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði
Veiðin í Elliðaánum hefur verið góð í sumar og að venju komast færri að en vilja til veiða í henni. Þetta á kannski helst við um sumardagana en ásóknin í þá hefur verið slík að aðeins brot af þeim sem sækja um daga fá úthlutað. Félagsmenn SVFR sækja um daga í ánni í forúthlutun og hefur það oft verið mikið púsluspil að koma mönnum að en því miður vegna mikillar ásóknar fá ekki allir leyfi. Það er því nokkuð sérstakt að skoða vefsöluna hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og sjá lausa daga í september því haustveiðin í ánni er oft ansi drjúg og þá sérstaklega á efri svæðunum frá Hundasteinum og upp að Árbæjarstíflu. Mikið af laxi liggur til dæmis í Fljótinu, Kistunum, Hrauni og Grófarkvörn en á þessu svæði má eingöngu veiða á flugu og er þetta sérstaklega gott svæði fyrir byrjendur því hyljirnir eru til þess að gera nettir og köstun þurfa því ekki að vera löng. Laus leyfi í Elliðaárnar má finna hér.
Mest lesið Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrsti lax sumarsins kominn á land í Ytri Rangá Veiði Miklir möguleikar í vetrarveiði á Íslandi Veiði Fjórir í framboði fyrir þrjú sæti í stjórn SVFR Veiði 1-2 metra þykkur ís á mörgum vötnum norðan- og vestanlands Veiði Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði Fjórir laxar veiddust í kuldanum í kvöld Veiði SVFR leitar að bestu veiðimynd 2015 Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði