Ágóði af uppistandi á Húrra rennur til neyðarsöfnunar Unicef Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. september 2015 17:49 Tveir sýrlenskir drengir í flóttamannabúðum nærri borginni Aleppo í Sýrlandi. vísir/getty Uppistandskvöld verður á skemmtistaðnum Húrra í kvöld en allur aðgangseyririnn sem kemur í kassann mun renna til neyðarsöfnunar Unicef vegna aðgerða samtakanna í Sýrlandi og nágrannalöndum. Eins og kunnugt er hafa milljónir Sýrlendinga þurft að flýja heimili sín vegna borgarastyrjaldarinnar sem þar hefur geisað í fjögur og hálft ár. „Það eru alls 5,5 milljónir barna á flótta,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Unicef, í samtali við Vísi. Þar af eru tvær milljónir á flótta í nágrannaríkjum Sýrlands en 3,5 milljónir barna eru á vergangi innan Sýrlands.Neyðarsöfnun Unicef hefur verið í gangi með hléum frá árinu 2012. Síðastliðinn föstudag fór fólk að hafa samband við samtökin og spyrjast fyrir um hvað væri hægt að gera til að hjálpa sýrlensku flóttafólki strax, en eins og kunnugt er hefur átt sér stað mikil vitundarvakning á meðal Íslendinga síðustu daga um aðstæður flóttafólks. „Bara síðan á föstudaginn hafa komið inn rúmar fjórar milljónir,“ segir Sigríður. Hún segir margar leiðir færar svo aðstoða megi flóttafólk og að styrkja aðgerðir Unicef sé ein þeirra. Samtökin séu þakklát öllum þeim sem leggi þeim lið en grínistarnir sem koma fram á Húrra í kvöld höfðu frumkvæði að því að láta aðgangseyri kvöldsins renna til Unicef. „Það er gaman að sjá hvað fólk er að bregðast mikið við því það er hægt að gera svo margt, bæði með því að bjóða flóttafólk velkomið hingað til og styrkja þær aðgerðir sem eru í gangi úti. Það er auðvitað mikilvægt að gera bæði.“ Uppistandið á Húrra hefst klukkan 21 í kvöld, það kostar 1000 krónur inn og þeir sem fram koma eru Andri Ívars, Bylgja Babýlóns, Hugleikur Dagsson, Ragnar Hansson, Snjólaug Lúðvíks og Þórdís Nadia. Flóttamenn Tengdar fréttir Hætti lífinu til að komast til Evrópu: „Ég hafði engu að tapa“ Navid Nouri flúði frá Íran þar sem hann fæddist landlaus með stöðu flóttamanns. Hann sagði sögu sína í Ísland í dag í kvöld. 31. ágúst 2015 21:38 Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00 Veltir því upp að sleppa Menningarnótt á næsta ári og setja féð í að hjálpa flóttamönnum Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi, segir að um táknrænt framlag borgarinnar gæti verið að ræða. 1. september 2015 12:03 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Íslenskur sjálfboðaliði í Grikklandi: „Fólk er bara á vergangi hérna“ Þórunn Ólafsdóttir segir ástandið á grísku eyjunni Lesbos hafa versnað á síðustu dögum. 2. september 2015 13:40 Ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda sett á fót Forsætisráðherra vonar að hægt verði að boða til fyrsta fundar nefndarinnar í þessari viku. 1. september 2015 12:23 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Uppistandskvöld verður á skemmtistaðnum Húrra í kvöld en allur aðgangseyririnn sem kemur í kassann mun renna til neyðarsöfnunar Unicef vegna aðgerða samtakanna í Sýrlandi og nágrannalöndum. Eins og kunnugt er hafa milljónir Sýrlendinga þurft að flýja heimili sín vegna borgarastyrjaldarinnar sem þar hefur geisað í fjögur og hálft ár. „Það eru alls 5,5 milljónir barna á flótta,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Unicef, í samtali við Vísi. Þar af eru tvær milljónir á flótta í nágrannaríkjum Sýrlands en 3,5 milljónir barna eru á vergangi innan Sýrlands.Neyðarsöfnun Unicef hefur verið í gangi með hléum frá árinu 2012. Síðastliðinn föstudag fór fólk að hafa samband við samtökin og spyrjast fyrir um hvað væri hægt að gera til að hjálpa sýrlensku flóttafólki strax, en eins og kunnugt er hefur átt sér stað mikil vitundarvakning á meðal Íslendinga síðustu daga um aðstæður flóttafólks. „Bara síðan á föstudaginn hafa komið inn rúmar fjórar milljónir,“ segir Sigríður. Hún segir margar leiðir færar svo aðstoða megi flóttafólk og að styrkja aðgerðir Unicef sé ein þeirra. Samtökin séu þakklát öllum þeim sem leggi þeim lið en grínistarnir sem koma fram á Húrra í kvöld höfðu frumkvæði að því að láta aðgangseyri kvöldsins renna til Unicef. „Það er gaman að sjá hvað fólk er að bregðast mikið við því það er hægt að gera svo margt, bæði með því að bjóða flóttafólk velkomið hingað til og styrkja þær aðgerðir sem eru í gangi úti. Það er auðvitað mikilvægt að gera bæði.“ Uppistandið á Húrra hefst klukkan 21 í kvöld, það kostar 1000 krónur inn og þeir sem fram koma eru Andri Ívars, Bylgja Babýlóns, Hugleikur Dagsson, Ragnar Hansson, Snjólaug Lúðvíks og Þórdís Nadia.
Flóttamenn Tengdar fréttir Hætti lífinu til að komast til Evrópu: „Ég hafði engu að tapa“ Navid Nouri flúði frá Íran þar sem hann fæddist landlaus með stöðu flóttamanns. Hann sagði sögu sína í Ísland í dag í kvöld. 31. ágúst 2015 21:38 Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00 Veltir því upp að sleppa Menningarnótt á næsta ári og setja féð í að hjálpa flóttamönnum Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi, segir að um táknrænt framlag borgarinnar gæti verið að ræða. 1. september 2015 12:03 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Íslenskur sjálfboðaliði í Grikklandi: „Fólk er bara á vergangi hérna“ Þórunn Ólafsdóttir segir ástandið á grísku eyjunni Lesbos hafa versnað á síðustu dögum. 2. september 2015 13:40 Ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda sett á fót Forsætisráðherra vonar að hægt verði að boða til fyrsta fundar nefndarinnar í þessari viku. 1. september 2015 12:23 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Hætti lífinu til að komast til Evrópu: „Ég hafði engu að tapa“ Navid Nouri flúði frá Íran þar sem hann fæddist landlaus með stöðu flóttamanns. Hann sagði sögu sína í Ísland í dag í kvöld. 31. ágúst 2015 21:38
Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00
Veltir því upp að sleppa Menningarnótt á næsta ári og setja féð í að hjálpa flóttamönnum Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi, segir að um táknrænt framlag borgarinnar gæti verið að ræða. 1. september 2015 12:03
„Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30
Íslenskur sjálfboðaliði í Grikklandi: „Fólk er bara á vergangi hérna“ Þórunn Ólafsdóttir segir ástandið á grísku eyjunni Lesbos hafa versnað á síðustu dögum. 2. september 2015 13:40
Ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda sett á fót Forsætisráðherra vonar að hægt verði að boða til fyrsta fundar nefndarinnar í þessari viku. 1. september 2015 12:23