Töfrar náttúrunnar birtast í texta, tónum og myndum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. september 2015 10:30 "Landslagið síast inn hjá mér á ferðalögunum og ég vinn út frá þeirri reynslu,“ segir Arngunnur Ýr. Visir/Stefán Myndlistarkonan Arngunnur Ýr Gylfadóttir hefur opnað sýningu í Hörpu og á morgun lítur bókin Vitni/Witness dagsins ljós, hún er með myndum Arngunnar Ýrar og textum eftir skáldið Elísabetu Jökulsdóttur. „Ég hef oft hrifist af því hvernig Elísabet lýsir náttúrunni sem ægilegri og hrífandi í senn svo ég hringdi í hana og spurði hvort hún væri ekki til í einhvers konar samvinnu, því mig langaði að gefa út bók,“ lýsir listakonan. Hún segir Elísabetu hafa verið í Hveragerði en tekið vel í erindið og að allir textarnir í bókinni séu nýir. Þær fari hvor sína leið í sköpuninni og svo sé það lesandans að finna út hvernig tengingin er. „Báðar höfum við Elísabet áhuga á ákveðnum töfrum og því sem virðist óskiljanlegt við fyrstu sýn, enda er texti í bókinni sem heitir Krípí náttúra.“ Arngunnur Ýr starfar við leiðsögn og hefur gert í tuttugu og fimm ár. „Landslagið síast inn hjá mér í ferðalögunum og ég vinn út frá þeirri reynslu,“ segir hún. Arngunnur tekur líka fram að sýningin standi til 16. september og að útgáfuteiti verði í Hörpu klukkan 17 á morgun, 3. september. Þar spili félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og allir séu velkomnir. Myndlist Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Myndlistarkonan Arngunnur Ýr Gylfadóttir hefur opnað sýningu í Hörpu og á morgun lítur bókin Vitni/Witness dagsins ljós, hún er með myndum Arngunnar Ýrar og textum eftir skáldið Elísabetu Jökulsdóttur. „Ég hef oft hrifist af því hvernig Elísabet lýsir náttúrunni sem ægilegri og hrífandi í senn svo ég hringdi í hana og spurði hvort hún væri ekki til í einhvers konar samvinnu, því mig langaði að gefa út bók,“ lýsir listakonan. Hún segir Elísabetu hafa verið í Hveragerði en tekið vel í erindið og að allir textarnir í bókinni séu nýir. Þær fari hvor sína leið í sköpuninni og svo sé það lesandans að finna út hvernig tengingin er. „Báðar höfum við Elísabet áhuga á ákveðnum töfrum og því sem virðist óskiljanlegt við fyrstu sýn, enda er texti í bókinni sem heitir Krípí náttúra.“ Arngunnur Ýr starfar við leiðsögn og hefur gert í tuttugu og fimm ár. „Landslagið síast inn hjá mér í ferðalögunum og ég vinn út frá þeirri reynslu,“ segir hún. Arngunnur tekur líka fram að sýningin standi til 16. september og að útgáfuteiti verði í Hörpu klukkan 17 á morgun, 3. september. Þar spili félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og allir séu velkomnir.
Myndlist Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira