Á góðri leið með að komast í úrslit á HM í Counter-Strike Jakob Bjarnar skrifar 1. september 2015 16:21 Counter-Strike heldur velli, þessi rafræna íþrótt hefur sjaldan verið vinsælli og er keppt til hárra verðlauna, fyrir framan tugi áhorfenda á netinu. Íslenska landsliðið í Counter-Strike er að gera sig líklegt til að komast í 16 liða úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í þessum gríðarlega vinsæla tölvuleik. Þar er keppt um mikla fjármuni og milljónir manna fylgjast með keppninni sem fram fer á netinu. Counter-Strike, skotleikur á netinu, hefur notið mikilla vinsælda á Íslandi allt frá því hann kom fyrst út fyrir um 15 árum. Vinsældir hans hafa sjaldan eða aldrei verið meiri en nú og eru um 50 lið, eða klön, sem keppa reglulega sín á milli. Íslenska landsliðið, skipað fimmtán mönnum, er að gera sig líklegt til að komast á sjálft heimsmeistaramótið sem fram fer í Serbíu dagana 8-11 október. Undankeppnin á netinu heitir The World Championship og eru 79 þjóðir sem tóku þátt í keppninni. Þórir Viðarsson, sem er í hinu fornfræga Drake-klani, er í íslenska landsliðinu. Aðallega eru þetta ungir karlmenn sem leggja stund á þessa rafrænu íþrótt, Þórir er þrítugur og telst með eldri spilurum, en þó eru til stelpur sem spila. „Okkar fyrsti leikur var á móti Albaníu og unnum við þá frekar auðveldlega. Svo á sunnudaginn áttum við leik við gríðarlega sterkt lið frá Tékklandi og unnum við hann í æsispennandi leik þar sem yfir 10.000 manns voru að horfa á, á stream þar sem erlendur þulur var að lýsa. Nú bíður okkur gríðarlega stórt verkefni þar sem við erum að berjast uppá að komast á 16 liða úrslitin. Ef við komust þanngað þá fá leikmenn flug, gistingu og allt frítt. Svo að sjálfsögðu fá að keppa fyrir framan mörg þúsund manns,” segir Þórir sem er slyngur með netbyssuna, uppáhalds vopn hans er M4A1-S: Colt-riffill.En, hvaða þjóðir standa fremstar í Counterstrike, að þínu mati? „Ætli það sé ekki Svíþjóð? Þeir eru gríðarlega sterkir. Og Frakkland ... Bestu þjóðirnar eru frá Evrópu. Og það liggur fyrir að við þurfum að keppa við einhverja þessara þjóða til að komast áfram.” Ef okkur menn halda uppteknum hætti og komast í úrslitakeppnina, og Þórir hefur fulla trú á því að það takist, þá eru verðlaunin ekki af lakara laginu eða tæpar sjö milljónir íslenskra króna fyrir fyrsta sætið. Íslendingarnir þurfa að leggja tvö lið í viðbót til að komast í keppnina. Leikjavísir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Íslenska landsliðið í Counter-Strike er að gera sig líklegt til að komast í 16 liða úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í þessum gríðarlega vinsæla tölvuleik. Þar er keppt um mikla fjármuni og milljónir manna fylgjast með keppninni sem fram fer á netinu. Counter-Strike, skotleikur á netinu, hefur notið mikilla vinsælda á Íslandi allt frá því hann kom fyrst út fyrir um 15 árum. Vinsældir hans hafa sjaldan eða aldrei verið meiri en nú og eru um 50 lið, eða klön, sem keppa reglulega sín á milli. Íslenska landsliðið, skipað fimmtán mönnum, er að gera sig líklegt til að komast á sjálft heimsmeistaramótið sem fram fer í Serbíu dagana 8-11 október. Undankeppnin á netinu heitir The World Championship og eru 79 þjóðir sem tóku þátt í keppninni. Þórir Viðarsson, sem er í hinu fornfræga Drake-klani, er í íslenska landsliðinu. Aðallega eru þetta ungir karlmenn sem leggja stund á þessa rafrænu íþrótt, Þórir er þrítugur og telst með eldri spilurum, en þó eru til stelpur sem spila. „Okkar fyrsti leikur var á móti Albaníu og unnum við þá frekar auðveldlega. Svo á sunnudaginn áttum við leik við gríðarlega sterkt lið frá Tékklandi og unnum við hann í æsispennandi leik þar sem yfir 10.000 manns voru að horfa á, á stream þar sem erlendur þulur var að lýsa. Nú bíður okkur gríðarlega stórt verkefni þar sem við erum að berjast uppá að komast á 16 liða úrslitin. Ef við komust þanngað þá fá leikmenn flug, gistingu og allt frítt. Svo að sjálfsögðu fá að keppa fyrir framan mörg þúsund manns,” segir Þórir sem er slyngur með netbyssuna, uppáhalds vopn hans er M4A1-S: Colt-riffill.En, hvaða þjóðir standa fremstar í Counterstrike, að þínu mati? „Ætli það sé ekki Svíþjóð? Þeir eru gríðarlega sterkir. Og Frakkland ... Bestu þjóðirnar eru frá Evrópu. Og það liggur fyrir að við þurfum að keppa við einhverja þessara þjóða til að komast áfram.” Ef okkur menn halda uppteknum hætti og komast í úrslitakeppnina, og Þórir hefur fulla trú á því að það takist, þá eru verðlaunin ekki af lakara laginu eða tæpar sjö milljónir íslenskra króna fyrir fyrsta sætið. Íslendingarnir þurfa að leggja tvö lið í viðbót til að komast í keppnina.
Leikjavísir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira