Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: Leiðinlegt að stjórnmálamenn hoppi á vinsældavagninn í von um umfjöllun Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. september 2015 16:15 Borgarfulltrúinn Kjartan Magnússon vísir/vilhelm „Í hvert skipti sem einhverjum er bjargað sem fer yfir Miðjarðarhafið þá hvetjum við aðra til að fara þessa leið,“ segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Nú standa yfir umræður á borgarstjórnarfundi um tillögu borgarstjórnar um viðræður við ríkisvaldið um móttöku flóttafólks. „Það er ábyrgðarhluti að hvetja fólk til að leggja í þetta ferðalag. Það eru margir sem drukkna á leiðinni og margir verða fórnarlömb glæpasamtaka. Til dæmis eru glæpasamtök stærstur hluti þeirra sem flytur fólk yfir Miðjarðarhafið,“ segir Kjartan og bætir við að gróflega sé brotið á þeim sem leggja í ferðina. Þeim sé troðið í báta líkt og síld í tunnur og rán og nauðganir séu daglegt brauð. „Það er ábyrgðarhluti að virkja þessa leið inn í Vesturlönd og hvetja þar með fleiri til að fara þessa leið þaðan sem það kvíslast svo um Evrópu með landamæralögreglu á hælunum.“Tiltölulega fáir flóttamenn geta skapað miki álag á kerfið Kjartan veltir upp þeirri hugmynd hvort ekki sé rétt að hjálpa þeim sem eru í Sýrlandi og á flótta frá stríðshrjáðum löndum með því að reyna að byggja upp heima fyrir. Þeir sem komist til Evrópu nái aðeins tveimur til þremur prósentum af þeim sem séu á vergangi og séu aðeins brot vandans. Þrátt fyrir að aðstaða, eða aðstöðuleysi öllu heldur, flóttafólks hafi verið viðvarandi vandamál undanfarin ár varð sprenging í umræðunni nú fyrir skemmstu. Í morgun lýsti forsætisráðherra því yfir að til stæði að koma á fót ráðherranefnd um málefni flóttafólks og hvað Ísland gæti gert í þeim efnum. „Mér þykir leiðinlegt að sjá hvernig stjórnmálamenn hoppa á þennan vinsældavagn í þeim tilgangi að fá fjölmiðlaumfjöllun. Þess í stað ættum við að ræða málin af yfirvegun og skynsemi og skoða reikningsdæmið heildstætt áður en við stökkvum til og nefnum óraunhæfar tölur,“ sagði Kjartan í ræðu sinni. Kjartan segir að tillagan sem er til umræðu sé að mörgu leyti vanhugsuð. Hún sé hugsuð til þess að setja pressu á stjórnvöld að taka við fleiri flóttamönnum en fimmtíu án þess að það liggi fyrir hvernig málunum skuli háttað. „Tiltölulega fáir flóttamenn geta skapað mikið álag á kerfið sem síðar getur orðið vatn á myllu útlendingaandúðar.“Flóttamenn framtaksömustu íbúar landsins Borgarfulltrúinn nefnir einnig að þeir sem gerast flóttamenn séu oftar en ekki þeir framtakssömustu. Þeir hafi efni á því að kaupa farmiðann í bátinn dýrum dómum en skilji hina efnaminni hins vegar eftir. „Þetta er siðferðileg spurning. Ef við tökum á móti þeim sem þegar hafa komist yfir hafið þá er verið að gera upp á milli fólks,“ segir Kjartan og heldur áfram. „Vesturlönd eru að laða til sín framtakssamasta fólkið. Það er „brain gain“ að taka á móti fólkinu en hins vegar „brain drain“ fyrir sýrlenska samfélagið sem þarf á öllu sínu efnaða og menntaða fólki til að byggja samfélagið upp að nýju er stríðinu lýkur.“ Tillagan, sem var tekin inn með afbrigðum, er svohljóðandi; „Borgarstjórn samþykkir að óska eftir viðræðum við ríkisvaldið um hlutverk og aðkomu borgarinanr að móttöku flóttafólks og lýsir sig reiðubúna til að leggja sitt af mörkum til að tryggja sem flestum öruggt skjól. Borgarstjóra er falið að hefja viðræðurnar, upplýsa borgarráð um framgang þeirra á meðan viðræðunum stendur og leggja svo útfæðra, tímasetta og kostnaðarmetna áætlun þegar niðurstaða liggur fyrir.“ Fulltrúar allra flokka standa að baki tillögunni en hún var samþykkt nú rétt fyrir klukkan fjögur með fjórtán greiddum atkvæðum. Kjartan Magnússon sat hjá við afgreiðslu hennar. Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamannavandinn: Algjör sprenging í skráningu sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum "Við Íslendingar erum auðvitað öll komin af flóttamönnum og eigum öll á hættu að verða flóttamenn, við megum ekki gleyma því,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir sem stofnaði viðburðinn Kæra Eygló Harðar, Sýrland kallar. 31. ágúst 2015 14:24 Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“ "Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: "Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. 30. ágúst 2015 15:58 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda sett á fót Forsætisráðherra vonar að hægt verði að boða til fyrsta fundar nefndarinnar í þessari viku. 1. september 2015 12:23 Sveinbjörg Birna vill að hugað sé að bágstöddum Íslendingum Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir skorar á þá sem vilja taka á móti flóttafólki að líta sér nær. 1. september 2015 15:24 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
„Í hvert skipti sem einhverjum er bjargað sem fer yfir Miðjarðarhafið þá hvetjum við aðra til að fara þessa leið,“ segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Nú standa yfir umræður á borgarstjórnarfundi um tillögu borgarstjórnar um viðræður við ríkisvaldið um móttöku flóttafólks. „Það er ábyrgðarhluti að hvetja fólk til að leggja í þetta ferðalag. Það eru margir sem drukkna á leiðinni og margir verða fórnarlömb glæpasamtaka. Til dæmis eru glæpasamtök stærstur hluti þeirra sem flytur fólk yfir Miðjarðarhafið,“ segir Kjartan og bætir við að gróflega sé brotið á þeim sem leggja í ferðina. Þeim sé troðið í báta líkt og síld í tunnur og rán og nauðganir séu daglegt brauð. „Það er ábyrgðarhluti að virkja þessa leið inn í Vesturlönd og hvetja þar með fleiri til að fara þessa leið þaðan sem það kvíslast svo um Evrópu með landamæralögreglu á hælunum.“Tiltölulega fáir flóttamenn geta skapað miki álag á kerfið Kjartan veltir upp þeirri hugmynd hvort ekki sé rétt að hjálpa þeim sem eru í Sýrlandi og á flótta frá stríðshrjáðum löndum með því að reyna að byggja upp heima fyrir. Þeir sem komist til Evrópu nái aðeins tveimur til þremur prósentum af þeim sem séu á vergangi og séu aðeins brot vandans. Þrátt fyrir að aðstaða, eða aðstöðuleysi öllu heldur, flóttafólks hafi verið viðvarandi vandamál undanfarin ár varð sprenging í umræðunni nú fyrir skemmstu. Í morgun lýsti forsætisráðherra því yfir að til stæði að koma á fót ráðherranefnd um málefni flóttafólks og hvað Ísland gæti gert í þeim efnum. „Mér þykir leiðinlegt að sjá hvernig stjórnmálamenn hoppa á þennan vinsældavagn í þeim tilgangi að fá fjölmiðlaumfjöllun. Þess í stað ættum við að ræða málin af yfirvegun og skynsemi og skoða reikningsdæmið heildstætt áður en við stökkvum til og nefnum óraunhæfar tölur,“ sagði Kjartan í ræðu sinni. Kjartan segir að tillagan sem er til umræðu sé að mörgu leyti vanhugsuð. Hún sé hugsuð til þess að setja pressu á stjórnvöld að taka við fleiri flóttamönnum en fimmtíu án þess að það liggi fyrir hvernig málunum skuli háttað. „Tiltölulega fáir flóttamenn geta skapað mikið álag á kerfið sem síðar getur orðið vatn á myllu útlendingaandúðar.“Flóttamenn framtaksömustu íbúar landsins Borgarfulltrúinn nefnir einnig að þeir sem gerast flóttamenn séu oftar en ekki þeir framtakssömustu. Þeir hafi efni á því að kaupa farmiðann í bátinn dýrum dómum en skilji hina efnaminni hins vegar eftir. „Þetta er siðferðileg spurning. Ef við tökum á móti þeim sem þegar hafa komist yfir hafið þá er verið að gera upp á milli fólks,“ segir Kjartan og heldur áfram. „Vesturlönd eru að laða til sín framtakssamasta fólkið. Það er „brain gain“ að taka á móti fólkinu en hins vegar „brain drain“ fyrir sýrlenska samfélagið sem þarf á öllu sínu efnaða og menntaða fólki til að byggja samfélagið upp að nýju er stríðinu lýkur.“ Tillagan, sem var tekin inn með afbrigðum, er svohljóðandi; „Borgarstjórn samþykkir að óska eftir viðræðum við ríkisvaldið um hlutverk og aðkomu borgarinanr að móttöku flóttafólks og lýsir sig reiðubúna til að leggja sitt af mörkum til að tryggja sem flestum öruggt skjól. Borgarstjóra er falið að hefja viðræðurnar, upplýsa borgarráð um framgang þeirra á meðan viðræðunum stendur og leggja svo útfæðra, tímasetta og kostnaðarmetna áætlun þegar niðurstaða liggur fyrir.“ Fulltrúar allra flokka standa að baki tillögunni en hún var samþykkt nú rétt fyrir klukkan fjögur með fjórtán greiddum atkvæðum. Kjartan Magnússon sat hjá við afgreiðslu hennar.
Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamannavandinn: Algjör sprenging í skráningu sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum "Við Íslendingar erum auðvitað öll komin af flóttamönnum og eigum öll á hættu að verða flóttamenn, við megum ekki gleyma því,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir sem stofnaði viðburðinn Kæra Eygló Harðar, Sýrland kallar. 31. ágúst 2015 14:24 Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“ "Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: "Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. 30. ágúst 2015 15:58 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda sett á fót Forsætisráðherra vonar að hægt verði að boða til fyrsta fundar nefndarinnar í þessari viku. 1. september 2015 12:23 Sveinbjörg Birna vill að hugað sé að bágstöddum Íslendingum Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir skorar á þá sem vilja taka á móti flóttafólki að líta sér nær. 1. september 2015 15:24 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Flóttamannavandinn: Algjör sprenging í skráningu sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum "Við Íslendingar erum auðvitað öll komin af flóttamönnum og eigum öll á hættu að verða flóttamenn, við megum ekki gleyma því,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir sem stofnaði viðburðinn Kæra Eygló Harðar, Sýrland kallar. 31. ágúst 2015 14:24
Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“ "Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: "Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. 30. ágúst 2015 15:58
„Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30
Ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda sett á fót Forsætisráðherra vonar að hægt verði að boða til fyrsta fundar nefndarinnar í þessari viku. 1. september 2015 12:23
Sveinbjörg Birna vill að hugað sé að bágstöddum Íslendingum Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir skorar á þá sem vilja taka á móti flóttafólki að líta sér nær. 1. september 2015 15:24