Sveinbjörg Birna vill að hugað sé að bágstöddum Íslendingum Jakob Bjarnar skrifar 1. september 2015 15:24 Sveinbjörg Birna telur brýnna að huga að bágstöddum öldruðum Íslendingum en því að taka á móti flóttafólki. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarmanna (og flugvallarvina) í Reykjavíkurborg telur talsvert mikilvægara að huga að aðbúnaði aldraðra Íslendinga en því að taka á móti erlendu flóttafólki. Hún flutti ræðu nú á borgarstjórnarfundi þar sem verið er að ræða málefni flóttafólks og hvað borgaryfirvöld geti lagt af mörkum í þeim efnum. Strax eftir ræðu sína, þar sem hún benti á mikilvægi þess að skoða allar hliðar málsins eins og til að mynda kostnað sem er samfara því að taka á móti flóttafólki, skaut hún inn niðurlagi hennar á Facebookvegg sinn, svohljóðandi: „Áskorun til allra þeirra sem skrifað hafa á Kæra Eygló hópinn. Í dag eru 500 einstaklingar og fjölskyldur á biðlista eftir stuðningi (þörf á stuðningsfjölskyldum, liðveislu, tilsjón og fleira.) Þeir sem vilja virkja kærleikann og hjartahlýjuna strax geta boðið sig fram í það verkefni og afsalað sér endurgjaldi fyrir. Það geri ég hér og nú.“Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld Ljóst er að Sveinbjörgu Birnu hefur verið órótt undir umræðu sem hefur verið efst á baugi á Íslandi undanfarna daga, varðandi ógnarástandið í Sýrlandi og þá að Íslendingar taki á móti flóttafólki þaðan. Þegar umræðan reis sem hæst á sunnudag sagði Sveinbjörg Birna á Facebooksíðu sinni: „Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld.“ Vísir reyndi þá að ná í oddvita Framsóknarflokksins í borginni, til að inna hana eftir því til hvers hún væri nákvæmlega að vísa, en án árangurs. Með ræðu sinni nú fyrir stundu ætti það þó að liggja fyrir: Sveinbjörg Birna telur að Íslendingar ættu að líta sér nær.Tillaga borgarstjórnarUmræðuefni borgarstjórnar nú er tillaga um viðræður við ríkisvaldið um móttöku flóttafólks, svohljóðandi: Borgarstjórn samþykkir að óska eftir viðræðum við ríkisvaldið um hlutverk og aðkomu borgarinnar að móttöku flóttafólks og lýsir sig reiðubúna til að leggja sitt af mörkum til að tryggja sem flestum öruggt skjól. Borgarstjóra er falið að hefja viðræðurnar, upplýsa borgarráð um framgang þeirra á meðan á viðræðunum stendur og leggja svo fram útfærða, tímasetta og kostnaðarmetna áætlun þegar niðurstaða liggur fyrir. ...Uppfært 16:36 Eftir að frétt þessi birtist setti Sveinbjörg Birna sig í samband við blaðamann og telur ekki nákvæmlega greint frá efni ræðu sinnar í púlti borgarstjórnar, og henni séu gerðar upp tilfinningar. Hún leggur áherslu á að ekki sé forgangsraðað, heldur þurfi að huga að öllum þáttum málsins. Hún setti svo þessi ummæli inn á Facebooksíðu sína sem viðbrögð við fréttinni og er blaðamanni ljúft og skylt að láta þau fylgja sögunni, enda hefur Vísir ekki áhuga á öðru en greina rétt frá, eins og kostur er:Hjartahlýja Íslendinga „Ég geri þá kröfu að mér séu ekki lögð orð í munn eða gerðar upp tilfinningar. Það er miður að blaðamaðurinn sé að gera mér upp tilfinningar um að mér hafi verið órótt undir umræðu um flóttamenn þessa helgi,“ segir Sveinbjörg Birna, og heldur svo áfram: „Mér var fullkunnugt um að það væri áhætta að fara upp í ræðustól í borgarstjórn í dag og ræða málin, en ég gerði það samt. Ég talaði um náungakærleik, um hjálpfýsi og hjartahlýju Íslendinga, ég talaði um kristin gildi, ég talaði um að við virðum mannslifið umfram allt annað og látum okkur þykja vænt um náungann. Ég talaði um að við þurfum að horfa til einstaklinga, barna og fjölskyldna. Að við þurfum að horfa til velferðarmála, kostnaðar, húsnæðismála og áskorun sveitafélaga, ríkisins og frjálsra félagasamtaka um að finna leiðir. Ég talaði um að stjórnmálaflokkar þyrftu allir að marka sér ítarlega stefnu í innflytjendamálum, því málefnið sé ekki að yfirgefa okkur þó svo að við hjálpum fólki. Ég hvatti fólk til að virkja strax kærleikann og aðstoða fjölskyldur (sem eru bæði íslenskar og erlendar) sem þurfa stuðning við hjá Velferðarsviði Reykjavikur og ég endaði ræðuna mína á tilvísun úr Spámanninum þar sem segir: "Til eru þeir sem gefa lítið af næktum sínum og þeir gefa til að láta þakka sér og hin dulda ósk þeirra eitrar gjöfina" - þeir taka það til sín sem eiga það, en ég vona að við finnum sameiginlega lausn á vandanum til heilla fyrir land og þjóð.“Áskorun til allra þeirra sem skrifað hafa á Kæra Eygló hópinn. Í dag eru 500 einstaklingar og fjölskyldur á biðlista í...Posted by Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir on 1. september 2015 Flóttamenn Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarmanna (og flugvallarvina) í Reykjavíkurborg telur talsvert mikilvægara að huga að aðbúnaði aldraðra Íslendinga en því að taka á móti erlendu flóttafólki. Hún flutti ræðu nú á borgarstjórnarfundi þar sem verið er að ræða málefni flóttafólks og hvað borgaryfirvöld geti lagt af mörkum í þeim efnum. Strax eftir ræðu sína, þar sem hún benti á mikilvægi þess að skoða allar hliðar málsins eins og til að mynda kostnað sem er samfara því að taka á móti flóttafólki, skaut hún inn niðurlagi hennar á Facebookvegg sinn, svohljóðandi: „Áskorun til allra þeirra sem skrifað hafa á Kæra Eygló hópinn. Í dag eru 500 einstaklingar og fjölskyldur á biðlista eftir stuðningi (þörf á stuðningsfjölskyldum, liðveislu, tilsjón og fleira.) Þeir sem vilja virkja kærleikann og hjartahlýjuna strax geta boðið sig fram í það verkefni og afsalað sér endurgjaldi fyrir. Það geri ég hér og nú.“Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld Ljóst er að Sveinbjörgu Birnu hefur verið órótt undir umræðu sem hefur verið efst á baugi á Íslandi undanfarna daga, varðandi ógnarástandið í Sýrlandi og þá að Íslendingar taki á móti flóttafólki þaðan. Þegar umræðan reis sem hæst á sunnudag sagði Sveinbjörg Birna á Facebooksíðu sinni: „Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld.“ Vísir reyndi þá að ná í oddvita Framsóknarflokksins í borginni, til að inna hana eftir því til hvers hún væri nákvæmlega að vísa, en án árangurs. Með ræðu sinni nú fyrir stundu ætti það þó að liggja fyrir: Sveinbjörg Birna telur að Íslendingar ættu að líta sér nær.Tillaga borgarstjórnarUmræðuefni borgarstjórnar nú er tillaga um viðræður við ríkisvaldið um móttöku flóttafólks, svohljóðandi: Borgarstjórn samþykkir að óska eftir viðræðum við ríkisvaldið um hlutverk og aðkomu borgarinnar að móttöku flóttafólks og lýsir sig reiðubúna til að leggja sitt af mörkum til að tryggja sem flestum öruggt skjól. Borgarstjóra er falið að hefja viðræðurnar, upplýsa borgarráð um framgang þeirra á meðan á viðræðunum stendur og leggja svo fram útfærða, tímasetta og kostnaðarmetna áætlun þegar niðurstaða liggur fyrir. ...Uppfært 16:36 Eftir að frétt þessi birtist setti Sveinbjörg Birna sig í samband við blaðamann og telur ekki nákvæmlega greint frá efni ræðu sinnar í púlti borgarstjórnar, og henni séu gerðar upp tilfinningar. Hún leggur áherslu á að ekki sé forgangsraðað, heldur þurfi að huga að öllum þáttum málsins. Hún setti svo þessi ummæli inn á Facebooksíðu sína sem viðbrögð við fréttinni og er blaðamanni ljúft og skylt að láta þau fylgja sögunni, enda hefur Vísir ekki áhuga á öðru en greina rétt frá, eins og kostur er:Hjartahlýja Íslendinga „Ég geri þá kröfu að mér séu ekki lögð orð í munn eða gerðar upp tilfinningar. Það er miður að blaðamaðurinn sé að gera mér upp tilfinningar um að mér hafi verið órótt undir umræðu um flóttamenn þessa helgi,“ segir Sveinbjörg Birna, og heldur svo áfram: „Mér var fullkunnugt um að það væri áhætta að fara upp í ræðustól í borgarstjórn í dag og ræða málin, en ég gerði það samt. Ég talaði um náungakærleik, um hjálpfýsi og hjartahlýju Íslendinga, ég talaði um kristin gildi, ég talaði um að við virðum mannslifið umfram allt annað og látum okkur þykja vænt um náungann. Ég talaði um að við þurfum að horfa til einstaklinga, barna og fjölskyldna. Að við þurfum að horfa til velferðarmála, kostnaðar, húsnæðismála og áskorun sveitafélaga, ríkisins og frjálsra félagasamtaka um að finna leiðir. Ég talaði um að stjórnmálaflokkar þyrftu allir að marka sér ítarlega stefnu í innflytjendamálum, því málefnið sé ekki að yfirgefa okkur þó svo að við hjálpum fólki. Ég hvatti fólk til að virkja strax kærleikann og aðstoða fjölskyldur (sem eru bæði íslenskar og erlendar) sem þurfa stuðning við hjá Velferðarsviði Reykjavikur og ég endaði ræðuna mína á tilvísun úr Spámanninum þar sem segir: "Til eru þeir sem gefa lítið af næktum sínum og þeir gefa til að láta þakka sér og hin dulda ósk þeirra eitrar gjöfina" - þeir taka það til sín sem eiga það, en ég vona að við finnum sameiginlega lausn á vandanum til heilla fyrir land og þjóð.“Áskorun til allra þeirra sem skrifað hafa á Kæra Eygló hópinn. Í dag eru 500 einstaklingar og fjölskyldur á biðlista í...Posted by Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir on 1. september 2015
Flóttamenn Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira