Tíundi titilleikurinn hjá FH-ingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2015 09:00 Heimir Guðjónsson þekkir þessa stöðu vel. vísir/valli 352 dögum eftir áfallið á Kaplakrikavelli í fyrrahaust eru FH-ingar komnir aftur í sömu stöðu. Eitt stig og Íslandsmeistaratitilinn er þeirra, í sjöunda sinn á tólf árum. Mótherjarnir nú er eins og fyrir ári síðan, lið sem hefur komið mörgum mönnum á óvart undir stjórn nýs þjálfara. Aðstæðurnar eru hinsvegar allt aðrar. FH er með átta stiga forskot á Breiðablik þegar níu stig eru eftir í pottinum. Blikar hafa tapað fjórum stigum í síðustu tveimur leikjum sínum og því þurfa þeir sigur á FH á morgun auk afar hagstæðra úrslita í síðustu tveimur umferðunum. Blikar eiga því að margra mati aðeins tölfræðilega möguleika á því að vinna titilinn. Það varð ekkert úr einvígi FH og KR þrátt fyrir að KR-ingar hafi sótt þrjú stig í Kaplakrikann um miðjan júlí og verið þá með tveggja stiga forskot á toppnum. Síðan þá hafa FH-ingar fengið ellefu fleiri stig en KR-liðið en FH-liðið getur unnið áttunda leikinn í röð í Kópavoginum á morgun. FH hefur níu sinnum áður verið í þeirri stöðu að geta treyst á sjálfan sig í leik til að landa Íslandsmeistaratitlinum í Hafnarfjörðinn. Auk þess hafa FH-ingar fjórum sinnum getað tryggt sér titilinn með góðri hjálp frá öðrum liðum í öðrum leikjum á sama tíma. FH-inga spila því tíunda titilleik félagsins á Kópavogsvellinum klukkan 16.30 á morgun. FH-ingar eiga slæmar minningar frá bæði þegar þeir voru fyrst í þessari stöðu fyrir 25 árum og þegar þeir voru síðast í þessari stöðu á móti Stjörnunni í lokaumferðinni í fyrra í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn.graf/fréttablaðiðAð þessu sinni er aðstaðan reyndar allt önnur enda á liðið tvo leiki til góða náist ekki ætlunarverkið á morgun. FH-ingar unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil haustið 2004 en fimmtán árum fyrr töldu flestir að titilinn væri á leiðinni í Krikann. FH var með eins stigs forskot á KA fyrir lokaumferðina 1989 og framundan var heimaleikur á móti neðsta liðinu í deildinni. FH, þá nýliðar í deildinni, unnu leiki sína í 16. og 17. umferð og voru einu skrefi frá því að verða fyrstu nýliðarnir til að verða Íslandsmeistarar. Þrátt fyrir draumabyrjun og mark eftir aðeins þrjár mínútur þá urðu FH-ungar að sætta sig við tap á móti Fylki í 18. umferðinni og að horfa á eftir titlinum til KA-manna sem unnu 2-0 sigur á Keflavík á sama tíma. FH-ingar tryggðu sér fyrsta titilinn með sigri á KA 2004 og árin á eftir voru þeir búnir að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn fyrir lokaumferðina. FH missti titilinn til Valsmanna sumarið 2007 eftir tap í hálfgerðum úrslitaleik í næstsíðustu umferðinni. FH-ingar höfðu síðan klárað titilinn bæði 2009 og 2012 auk þess að liðið fékk góða hjálp frá Fram í lokaumferðinni við að landa titlinum haustið 2008. Fyrir tæpu ári síðan missti FH-liðið hinsvegar frá sér titilinn með dramatískum hætti þegar Stjarnan, manni færri, skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Það hefur tekið sinn tíma fyrir FH-inga að jafna sig á þeim leik og að öllum líkindum hreinsa þeir 4. október 2014 ekki út úr kerfinu fyrr en að Íslandsmeistaratitilinn 2015 er í höfn.vísir/stefánTitilleikir FH: 18. umferð 1989 - Tókst ekki 1 stigs forskot á KA Sigur tryggir titilinn 2-1 tap á heimavelli á móti Fylki KA vann Keflavík 2-0 á útivelli KA Íslandsmeistari í 1. sinn18. umferð 2004 - Íslandsmeistarar 3 stiga forskot á ÍBV Jafntefli tryggir titilinn 2-1 sigur á útivelli á móti KA ÍBV tapaði sínum leik FH Íslandsmeistari í 1. sinn15. umferð 2005 - Íslandsmeistarar 11 stiga forskot á Val Jafntefli tryggir titilinn 2-0 sigur á heimavelli á móti Val FH Íslandsmeistari í 2. sinn16. umferð 2006 - Tókst ekki 7 stiga forskot á Val Sigur tryggir titilinn 1-1 jafntefli á útivelli á móti ÍBV ÍBV jafnaði metin í uppbótartíma17. umferð 2006 - Íslandsmeistarar 5 stiga forskot á Val Sigur tryggir titilinn 4-0 sigur á heimavelli á móti Víkingi FH Íslandsmeistari í 3. sinn17. umferð 2007 - Tókst ekki 2 stiga forskot á Val Sigur tryggir titilinn 2-0 tap á heimavelli á móti Val Valur vann HK 1-0 í lokaumferðinni Valur Íslandsmeistari í 20. sinn21. umferð 2009 - Íslandsmeistarar 5 stiga forskot á KR Sigur tryggir titilinn 2-0 sigur á heimavelli á móti Val FH Íslandsmeistari í 5. sinn19. umferð 2012 - Íslandsmeistarar 9 stiga forskot á ÍBV og KR Jafntefli tryggir titilinn 2-2 jafntefli á útivelli á móti Stjörnunni FH Íslandsmeistari í 6. sinn22. umferð 2014 - Tókst ekki 2 stiga forskot á Stjörnuna Jafntefli tryggir titilinn 2-1 tap á heimavelli á móti Stjörnunni Stjarnan Íslandsmeistari í 1. sinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fótbolti Fleiri fréttir KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
352 dögum eftir áfallið á Kaplakrikavelli í fyrrahaust eru FH-ingar komnir aftur í sömu stöðu. Eitt stig og Íslandsmeistaratitilinn er þeirra, í sjöunda sinn á tólf árum. Mótherjarnir nú er eins og fyrir ári síðan, lið sem hefur komið mörgum mönnum á óvart undir stjórn nýs þjálfara. Aðstæðurnar eru hinsvegar allt aðrar. FH er með átta stiga forskot á Breiðablik þegar níu stig eru eftir í pottinum. Blikar hafa tapað fjórum stigum í síðustu tveimur leikjum sínum og því þurfa þeir sigur á FH á morgun auk afar hagstæðra úrslita í síðustu tveimur umferðunum. Blikar eiga því að margra mati aðeins tölfræðilega möguleika á því að vinna titilinn. Það varð ekkert úr einvígi FH og KR þrátt fyrir að KR-ingar hafi sótt þrjú stig í Kaplakrikann um miðjan júlí og verið þá með tveggja stiga forskot á toppnum. Síðan þá hafa FH-ingar fengið ellefu fleiri stig en KR-liðið en FH-liðið getur unnið áttunda leikinn í röð í Kópavoginum á morgun. FH hefur níu sinnum áður verið í þeirri stöðu að geta treyst á sjálfan sig í leik til að landa Íslandsmeistaratitlinum í Hafnarfjörðinn. Auk þess hafa FH-ingar fjórum sinnum getað tryggt sér titilinn með góðri hjálp frá öðrum liðum í öðrum leikjum á sama tíma. FH-inga spila því tíunda titilleik félagsins á Kópavogsvellinum klukkan 16.30 á morgun. FH-ingar eiga slæmar minningar frá bæði þegar þeir voru fyrst í þessari stöðu fyrir 25 árum og þegar þeir voru síðast í þessari stöðu á móti Stjörnunni í lokaumferðinni í fyrra í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn.graf/fréttablaðiðAð þessu sinni er aðstaðan reyndar allt önnur enda á liðið tvo leiki til góða náist ekki ætlunarverkið á morgun. FH-ingar unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil haustið 2004 en fimmtán árum fyrr töldu flestir að titilinn væri á leiðinni í Krikann. FH var með eins stigs forskot á KA fyrir lokaumferðina 1989 og framundan var heimaleikur á móti neðsta liðinu í deildinni. FH, þá nýliðar í deildinni, unnu leiki sína í 16. og 17. umferð og voru einu skrefi frá því að verða fyrstu nýliðarnir til að verða Íslandsmeistarar. Þrátt fyrir draumabyrjun og mark eftir aðeins þrjár mínútur þá urðu FH-ungar að sætta sig við tap á móti Fylki í 18. umferðinni og að horfa á eftir titlinum til KA-manna sem unnu 2-0 sigur á Keflavík á sama tíma. FH-ingar tryggðu sér fyrsta titilinn með sigri á KA 2004 og árin á eftir voru þeir búnir að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn fyrir lokaumferðina. FH missti titilinn til Valsmanna sumarið 2007 eftir tap í hálfgerðum úrslitaleik í næstsíðustu umferðinni. FH-ingar höfðu síðan klárað titilinn bæði 2009 og 2012 auk þess að liðið fékk góða hjálp frá Fram í lokaumferðinni við að landa titlinum haustið 2008. Fyrir tæpu ári síðan missti FH-liðið hinsvegar frá sér titilinn með dramatískum hætti þegar Stjarnan, manni færri, skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Það hefur tekið sinn tíma fyrir FH-inga að jafna sig á þeim leik og að öllum líkindum hreinsa þeir 4. október 2014 ekki út úr kerfinu fyrr en að Íslandsmeistaratitilinn 2015 er í höfn.vísir/stefánTitilleikir FH: 18. umferð 1989 - Tókst ekki 1 stigs forskot á KA Sigur tryggir titilinn 2-1 tap á heimavelli á móti Fylki KA vann Keflavík 2-0 á útivelli KA Íslandsmeistari í 1. sinn18. umferð 2004 - Íslandsmeistarar 3 stiga forskot á ÍBV Jafntefli tryggir titilinn 2-1 sigur á útivelli á móti KA ÍBV tapaði sínum leik FH Íslandsmeistari í 1. sinn15. umferð 2005 - Íslandsmeistarar 11 stiga forskot á Val Jafntefli tryggir titilinn 2-0 sigur á heimavelli á móti Val FH Íslandsmeistari í 2. sinn16. umferð 2006 - Tókst ekki 7 stiga forskot á Val Sigur tryggir titilinn 1-1 jafntefli á útivelli á móti ÍBV ÍBV jafnaði metin í uppbótartíma17. umferð 2006 - Íslandsmeistarar 5 stiga forskot á Val Sigur tryggir titilinn 4-0 sigur á heimavelli á móti Víkingi FH Íslandsmeistari í 3. sinn17. umferð 2007 - Tókst ekki 2 stiga forskot á Val Sigur tryggir titilinn 2-0 tap á heimavelli á móti Val Valur vann HK 1-0 í lokaumferðinni Valur Íslandsmeistari í 20. sinn21. umferð 2009 - Íslandsmeistarar 5 stiga forskot á KR Sigur tryggir titilinn 2-0 sigur á heimavelli á móti Val FH Íslandsmeistari í 5. sinn19. umferð 2012 - Íslandsmeistarar 9 stiga forskot á ÍBV og KR Jafntefli tryggir titilinn 2-2 jafntefli á útivelli á móti Stjörnunni FH Íslandsmeistari í 6. sinn22. umferð 2014 - Tókst ekki 2 stiga forskot á Stjörnuna Jafntefli tryggir titilinn 2-1 tap á heimavelli á móti Stjörnunni Stjarnan Íslandsmeistari í 1. sinn
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fótbolti Fleiri fréttir KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira