Norrænn samhljómur í bland við innilega sónötu eftir Brahms Magnús Guðmundsson skrifar 18. september 2015 10:30 Jóhannes Andreasen og Ármann Helgason Næstkomandi sunnudag verða fyrstu tónleikar vetrarins í Norræna húsinu í tónleikaröðinni 15.15 en heitið vísar til tímasetningar tónleikanna sem hefjast alltaf korter yfir þrjú á sunnudögum og eru alla jafna einu sinni í mánuði. Á sunnudaginn ríða á vaðið Ármann Helgason klarinettuleikari og Jóhannes Andreasen píanóleikari frá Færeyjum með einkar áhugaverðum tónleikum sem bera yfirskriftina Norrænar stemningar og Brahms. Ármann segir að þessi tónleikaröð hafi verið í gangi í fjölda ára sem samstarfsverkefni Norræna hússins og tónlistarmanna „Þetta er ákveðin regnhlíf yfir tónleika og þá oft nýja tónlist svona í bland við annað. Það koma gestir af og til en það er engin meginregla. En nú kemur Jóhannes, færeyskur píanóleikari sem ég þekki reyndar frá fyrri tíð, og spilar með mér en ég fór reyndar talsvert til Færeyja á tímabili til þess að spila með þeirra hljómsveit sem kallast Aldurbáran og er svona nútímahópur.“ Tónleikarnir á sunnudaginn eru svona í anda þessarar tónleikaraðar en þar hljóma útsetningar á íslenskum þjóðlögum eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson, einleiksklarinettuverkið Kjøkr eftir færeyska tónskáldið Kára Bæk og píanóverkið Tómarúm eftir Færeyinginn Trónd Bogason, Tre Stycken eftir Svíann Lars-Erik Larsson og Sonetto eftir Finnann Einojuhani Rautavaara. Viðamesta verkið á tónleikunum er svo hin innilega Sónata Jóhannesar Brahms í Es-dúr. Ármann segir að vissulega sé að finna ákveðinn samhljóm á milli Færeyja og Íslands í tónlistinni. „Sem dæmi má taka seinna lagið sem við flytjum eftir Sveinbjörn, það er vikivaki og þá má að sjálfsögðu finna bæði hér og í Færeyjum og oft er svipaður rytmi í því sem við erum að gera. Mér finnst líka afskaplega gott að vinna með Færeyingum en það er líka tilhlökkunarefni að spila í Norræna húsinu hérna heima svo við vonumst til þess að sjá sem flesta á sunnudaginn.“ Tónlist Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Næstkomandi sunnudag verða fyrstu tónleikar vetrarins í Norræna húsinu í tónleikaröðinni 15.15 en heitið vísar til tímasetningar tónleikanna sem hefjast alltaf korter yfir þrjú á sunnudögum og eru alla jafna einu sinni í mánuði. Á sunnudaginn ríða á vaðið Ármann Helgason klarinettuleikari og Jóhannes Andreasen píanóleikari frá Færeyjum með einkar áhugaverðum tónleikum sem bera yfirskriftina Norrænar stemningar og Brahms. Ármann segir að þessi tónleikaröð hafi verið í gangi í fjölda ára sem samstarfsverkefni Norræna hússins og tónlistarmanna „Þetta er ákveðin regnhlíf yfir tónleika og þá oft nýja tónlist svona í bland við annað. Það koma gestir af og til en það er engin meginregla. En nú kemur Jóhannes, færeyskur píanóleikari sem ég þekki reyndar frá fyrri tíð, og spilar með mér en ég fór reyndar talsvert til Færeyja á tímabili til þess að spila með þeirra hljómsveit sem kallast Aldurbáran og er svona nútímahópur.“ Tónleikarnir á sunnudaginn eru svona í anda þessarar tónleikaraðar en þar hljóma útsetningar á íslenskum þjóðlögum eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson, einleiksklarinettuverkið Kjøkr eftir færeyska tónskáldið Kára Bæk og píanóverkið Tómarúm eftir Færeyinginn Trónd Bogason, Tre Stycken eftir Svíann Lars-Erik Larsson og Sonetto eftir Finnann Einojuhani Rautavaara. Viðamesta verkið á tónleikunum er svo hin innilega Sónata Jóhannesar Brahms í Es-dúr. Ármann segir að vissulega sé að finna ákveðinn samhljóm á milli Færeyja og Íslands í tónlistinni. „Sem dæmi má taka seinna lagið sem við flytjum eftir Sveinbjörn, það er vikivaki og þá má að sjálfsögðu finna bæði hér og í Færeyjum og oft er svipaður rytmi í því sem við erum að gera. Mér finnst líka afskaplega gott að vinna með Færeyingum en það er líka tilhlökkunarefni að spila í Norræna húsinu hérna heima svo við vonumst til þess að sjá sem flesta á sunnudaginn.“
Tónlist Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira