Vill að Ísland bregðist strax við flóttamannavanda: „Eftir hverju erum við að bíða?“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. september 2015 15:43 Katrín er þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/GVA „Eftir hverju erum við að bíða?“ spurði Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar þegar hún ávarpaði þingheim í dag en spurning hennar vísaði til aðgerða Íslands þegar kemur að flóttamannavandanum. „Fólk er orðið óþreyjufullt eftir aðgerðum eins og við,“ sagði Katrín. „Ég skil ekki af hverju þetta mál þarf að vera í nefndum og svo langri ákvarðanatöku þegar við erum með á annan tug sveitarfélaga sem eru tilbúin til að taka á móti flóttamönnum.“ Ráðherranefnd um málefni flóttamanna og innflytjenda var skipuð fyrir tveimur vikum síðan en ekkert hefur bólað á niðurstöðum enda var nefndinni gert að skoða málin í heild sinni. Hún átti að fjalla um stöðu málaflokksins, stefnumörkun og stjórnvaldsákvarðanir í málefnum flóttafólks, hælisleitenda og innflytjenda. „Markmiðið er að samræma starf ráðuneyta og stofnana í umræddum málaflokkum og meta hvernig framlag Íslands nýtist best til að ná markmiðum um mannúðaraðstoð og aðstoð við flóttamenn, hælisleitendur og innflytjendur og samfélagsmál tengd málaflokknum,“ sagði í tilkynningu á vef forsætisráðuneytisins í byrjun september. Katrín sagðist þakklát fyrir þverpólitíska samstöðu um málið. „Við erum öll full af miklum vilja og þörf til að grípa inn í og hjálpa við þær aðstæður sem blasa við okkur.“ Hún sagði kröfuna um aðgerð þaðan sprottna. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hvatti einnig ríkisstjórnina til að taka ákvörðun í málinu, Bjarkey Olsen ræddi einnig flóttamannavandann og fleiri þingmenn. Flóttamenn Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
„Eftir hverju erum við að bíða?“ spurði Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar þegar hún ávarpaði þingheim í dag en spurning hennar vísaði til aðgerða Íslands þegar kemur að flóttamannavandanum. „Fólk er orðið óþreyjufullt eftir aðgerðum eins og við,“ sagði Katrín. „Ég skil ekki af hverju þetta mál þarf að vera í nefndum og svo langri ákvarðanatöku þegar við erum með á annan tug sveitarfélaga sem eru tilbúin til að taka á móti flóttamönnum.“ Ráðherranefnd um málefni flóttamanna og innflytjenda var skipuð fyrir tveimur vikum síðan en ekkert hefur bólað á niðurstöðum enda var nefndinni gert að skoða málin í heild sinni. Hún átti að fjalla um stöðu málaflokksins, stefnumörkun og stjórnvaldsákvarðanir í málefnum flóttafólks, hælisleitenda og innflytjenda. „Markmiðið er að samræma starf ráðuneyta og stofnana í umræddum málaflokkum og meta hvernig framlag Íslands nýtist best til að ná markmiðum um mannúðaraðstoð og aðstoð við flóttamenn, hælisleitendur og innflytjendur og samfélagsmál tengd málaflokknum,“ sagði í tilkynningu á vef forsætisráðuneytisins í byrjun september. Katrín sagðist þakklát fyrir þverpólitíska samstöðu um málið. „Við erum öll full af miklum vilja og þörf til að grípa inn í og hjálpa við þær aðstæður sem blasa við okkur.“ Hún sagði kröfuna um aðgerð þaðan sprottna. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hvatti einnig ríkisstjórnina til að taka ákvörðun í málinu, Bjarkey Olsen ræddi einnig flóttamannavandann og fleiri þingmenn.
Flóttamenn Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira