Jordan Spieth bjartsýnn á gott gengi á BMW meistaramótinu 16. september 2015 16:15 Spieth ætlar sér stóra hluti um helgina. Getty Þrátt fyrir að hafa misst af niðurskurðinum í síðustu tveimur mótum á PGA-mótaröðinni og að hafa fallið úr efsta sæti heimslistans er Jordan Spieth bjartsýnn fyrir komandi átök á BMW meistaramótinu. Mótið er það þriðja í röðinni af fjórum í úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar og aðeins 70 stigahæstu kylfingar hennar hafa þátttökurétt í mótinu, en á næstu tveimur vikum munu þessir kylfingar skipta með sér sjö milljörðum króna í verðlaunafé og því er óhætt að segja að pressan á hverju höggi sé mikil. Leikið er á Conway Farms vellinum í Illinois en Spieth sagði við fréttamenn eftir æfingahringinn í gær að hann væri ekkert að stressa sig yfir slæmu gengi á undanförnum vikum. „Sumir eiga tvo slæma daga í röð í vinnunni og ég er engin undantekning. Mér líður samt vel núna og ég ætla mér að gera betur um helgina, ég er allavega fullur sjálfstrausts.“ Spieth leikur með Jason Day og Rickie Fowler í holli fyrstu tvo hringina en bein útsending frá mótinu hefst á morgun á Golfstöðinni klukkan 19:00. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa misst af niðurskurðinum í síðustu tveimur mótum á PGA-mótaröðinni og að hafa fallið úr efsta sæti heimslistans er Jordan Spieth bjartsýnn fyrir komandi átök á BMW meistaramótinu. Mótið er það þriðja í röðinni af fjórum í úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar og aðeins 70 stigahæstu kylfingar hennar hafa þátttökurétt í mótinu, en á næstu tveimur vikum munu þessir kylfingar skipta með sér sjö milljörðum króna í verðlaunafé og því er óhætt að segja að pressan á hverju höggi sé mikil. Leikið er á Conway Farms vellinum í Illinois en Spieth sagði við fréttamenn eftir æfingahringinn í gær að hann væri ekkert að stressa sig yfir slæmu gengi á undanförnum vikum. „Sumir eiga tvo slæma daga í röð í vinnunni og ég er engin undantekning. Mér líður samt vel núna og ég ætla mér að gera betur um helgina, ég er allavega fullur sjálfstrausts.“ Spieth leikur með Jason Day og Rickie Fowler í holli fyrstu tvo hringina en bein útsending frá mótinu hefst á morgun á Golfstöðinni klukkan 19:00.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira