„Hér er áhuginn á listum og menningu svo mikill að við verðum að standa okkur“ Magnús Guðmundsson skrifar 16. september 2015 11:30 Hof hefur reynst mikil lyftistöng fyrir menningarlífið á Akureyri sem var þó blómlegt fyrir. Visir/Pjetur Menningarfélag Akureyrar stendur fyrir kröftugri starfsemi í vetur en þrátt fyrir að byggja á áralangri reynslu er hér á ferðinni fyrsta heila starfsárið sem er mótað að fullu innan félagsins. Gunnar Ingi Gunnsteinsson er framkvæmdastjóri MAK og hann er spenntur fyrir líflegum og menningarlegum vetri á Akureyri. „Að fullmynda Menningarfélag Akureyrar var ákveðið sameiningarferli í tvö ár en það var svo undirritað fyrir um ári. Menningarfélagið tók svo formlega til starfa þann 1. janúar síðastliðinn. Þannig að við erum í raun algjörlega ný af nálinni og erum í fyrsta skipti að skipuleggja heilan vetur með þrjú menningarsvið undir einum hatti. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Leikfélag Akureyrar og viðburðasvið Hofs mynda þessi þrjú svið Menningarfélagsins og þarna er á ferðinni mikil og kröftug starfsemi. En þegar við byrjuðum að vinna um áramótin þá vorum við auðvitað að erfa dagskrá sem var fullunnin. Við notuðum tækifærið til þess að læra inn á hvernig þessar þrjár lista- og menningarstofnanir virka og vinnum svo okkar dagskrá út frá því og út frá þeirri reynslu sem var til staðar. Það er dagskráin sem við kynntum núna nýverið og þar kennir svo sannarlega margra og ólíkra grasa svo vonandi munu allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi og vel það.Leikfélag AkureyrarMenningarfélagið virkar þannig að það eru stjórnendur yfir hverju og einu sviði og síðan er stjórn og framkvæmdastjóri yfir öllu. Hver og einn sviðsstjóri sér um sitt svið og vissulega er þetta öðruvísi uppbyggt en hjá nokkurri annarri menningarstofnun á Íslandi. Ég sem framkvæmdastjóri ber svo bæði rekstrarlega og líka listræna ábyrgð þegar upp er staðið en hver og einn sviðsstjóri hefur vissulega frjálsar hendur með að marka sína stefnu. Breytingin felst í því að það fellur líka ábyrgð á sviðsstjórana að halda utan um sitt svið en svo er það mitt að samþætta þetta þrennt. Okkur er uppálagt að minnka yfirbyggingu og auka framleiðslu og erum auðvitað að láta þessa peninga sem við fáum frá ríki og bæ nýtast betur. Við erum að framleiða tuttugu stykki þennan veturinn sem er rosalega mikið – tónleikar, leiksýningar og alls konar viðburðir á borð við ráðstefnur og fyrirlestra sem viðburðasviðið stendur fyrir og er með í Hofi. Málið með viðburðasviðið er að það stendur líka fyrir tónleikum og öðrum slíkum viðburðum sem eru í sjálfu sér í samkeppni við hin sviðin tvö en það gerir þeim bara gott og heldur öllum á tánum.“ Gunnar segir að þessi nálgun, að færa sviðin svona saman, sé að koma vel út en að grunnurinn að starfinu sé auðvitað í höndunum á þeim sem sækja viðburðina. „Við erum svo heppin að þetta samfélag hérna er ákaflega duglegt að mæta. Við höfum lagt vel í og verið með mikið af viðburðum og fólk virðist einfaldlega hafa gríðarlegan áhuga á listum og menningu hérna á Akureyri, þannig að það hefur gengið mjög vel. Auðvitað eru ýmsir snertifletir sem við þurfum að hreinsa og finna bestu leiðina að en við lítum fyrst og fremst á það sem tækifæri. Núna hefur leiklistarsviðið t.d. aðgang að 500 manna sal í Hofi í staðinn fyrir aðeins 200 manna salinn í gamla samkomuhúsinu og það þýðir að það er hægt að gera stærri sýningar.Gunnar Ingi Gunnsteinsson, framkvæmdastjóri MAK.Eftir áramót erum við að fara að setja á svið í Hofi risastóran barnasöngleik með hljómsveit í gryfju af því að Sinfóníuhljómsveitin leggur í púkkið. Þetta er í raun fyrsta stóra samvinnuverkefnið þar sem öll starfssviðin þrjú koma saman og við ákváðum að það yrði fjölskyldusýning. Skemmtun sem höfðaði til breiðs hóps þannig að sem flestir gætu notið þess að koma til okkar og það hefur ekki verið neitt mjög mikið um þannig viðburði á síðustu árum og við erum að leitast við að mæta slíkri þörf á Norðurlandi. En það á margt skemmtilegt eftir að koma fyrir augu og eyru fólks hér fyrir norðan áður en kemur að þessari sýningu. Þar má nefna að á föstudaginn verður frumsýning á Býr Íslendingur hér hjá Leikfélagi Akureyrar og í október standa fyrir dyrum magnaðir stórtónleikar hjá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Dimmu og svo mætti áfram telja. Stóra málið er að við viljum gera vel við okkar fólk vegna þess að það er duglegt að mæta og þannig getur starfsemin haldið áfram að vaxa og dafna.“ Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Menningarfélag Akureyrar stendur fyrir kröftugri starfsemi í vetur en þrátt fyrir að byggja á áralangri reynslu er hér á ferðinni fyrsta heila starfsárið sem er mótað að fullu innan félagsins. Gunnar Ingi Gunnsteinsson er framkvæmdastjóri MAK og hann er spenntur fyrir líflegum og menningarlegum vetri á Akureyri. „Að fullmynda Menningarfélag Akureyrar var ákveðið sameiningarferli í tvö ár en það var svo undirritað fyrir um ári. Menningarfélagið tók svo formlega til starfa þann 1. janúar síðastliðinn. Þannig að við erum í raun algjörlega ný af nálinni og erum í fyrsta skipti að skipuleggja heilan vetur með þrjú menningarsvið undir einum hatti. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Leikfélag Akureyrar og viðburðasvið Hofs mynda þessi þrjú svið Menningarfélagsins og þarna er á ferðinni mikil og kröftug starfsemi. En þegar við byrjuðum að vinna um áramótin þá vorum við auðvitað að erfa dagskrá sem var fullunnin. Við notuðum tækifærið til þess að læra inn á hvernig þessar þrjár lista- og menningarstofnanir virka og vinnum svo okkar dagskrá út frá því og út frá þeirri reynslu sem var til staðar. Það er dagskráin sem við kynntum núna nýverið og þar kennir svo sannarlega margra og ólíkra grasa svo vonandi munu allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi og vel það.Leikfélag AkureyrarMenningarfélagið virkar þannig að það eru stjórnendur yfir hverju og einu sviði og síðan er stjórn og framkvæmdastjóri yfir öllu. Hver og einn sviðsstjóri sér um sitt svið og vissulega er þetta öðruvísi uppbyggt en hjá nokkurri annarri menningarstofnun á Íslandi. Ég sem framkvæmdastjóri ber svo bæði rekstrarlega og líka listræna ábyrgð þegar upp er staðið en hver og einn sviðsstjóri hefur vissulega frjálsar hendur með að marka sína stefnu. Breytingin felst í því að það fellur líka ábyrgð á sviðsstjórana að halda utan um sitt svið en svo er það mitt að samþætta þetta þrennt. Okkur er uppálagt að minnka yfirbyggingu og auka framleiðslu og erum auðvitað að láta þessa peninga sem við fáum frá ríki og bæ nýtast betur. Við erum að framleiða tuttugu stykki þennan veturinn sem er rosalega mikið – tónleikar, leiksýningar og alls konar viðburðir á borð við ráðstefnur og fyrirlestra sem viðburðasviðið stendur fyrir og er með í Hofi. Málið með viðburðasviðið er að það stendur líka fyrir tónleikum og öðrum slíkum viðburðum sem eru í sjálfu sér í samkeppni við hin sviðin tvö en það gerir þeim bara gott og heldur öllum á tánum.“ Gunnar segir að þessi nálgun, að færa sviðin svona saman, sé að koma vel út en að grunnurinn að starfinu sé auðvitað í höndunum á þeim sem sækja viðburðina. „Við erum svo heppin að þetta samfélag hérna er ákaflega duglegt að mæta. Við höfum lagt vel í og verið með mikið af viðburðum og fólk virðist einfaldlega hafa gríðarlegan áhuga á listum og menningu hérna á Akureyri, þannig að það hefur gengið mjög vel. Auðvitað eru ýmsir snertifletir sem við þurfum að hreinsa og finna bestu leiðina að en við lítum fyrst og fremst á það sem tækifæri. Núna hefur leiklistarsviðið t.d. aðgang að 500 manna sal í Hofi í staðinn fyrir aðeins 200 manna salinn í gamla samkomuhúsinu og það þýðir að það er hægt að gera stærri sýningar.Gunnar Ingi Gunnsteinsson, framkvæmdastjóri MAK.Eftir áramót erum við að fara að setja á svið í Hofi risastóran barnasöngleik með hljómsveit í gryfju af því að Sinfóníuhljómsveitin leggur í púkkið. Þetta er í raun fyrsta stóra samvinnuverkefnið þar sem öll starfssviðin þrjú koma saman og við ákváðum að það yrði fjölskyldusýning. Skemmtun sem höfðaði til breiðs hóps þannig að sem flestir gætu notið þess að koma til okkar og það hefur ekki verið neitt mjög mikið um þannig viðburði á síðustu árum og við erum að leitast við að mæta slíkri þörf á Norðurlandi. En það á margt skemmtilegt eftir að koma fyrir augu og eyru fólks hér fyrir norðan áður en kemur að þessari sýningu. Þar má nefna að á föstudaginn verður frumsýning á Býr Íslendingur hér hjá Leikfélagi Akureyrar og í október standa fyrir dyrum magnaðir stórtónleikar hjá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Dimmu og svo mætti áfram telja. Stóra málið er að við viljum gera vel við okkar fólk vegna þess að það er duglegt að mæta og þannig getur starfsemin haldið áfram að vaxa og dafna.“
Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira