Sport

Gunnar Nelson: Ég vildi berjast gegn Maia í Dyflinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Nelson vann síðasta bardaga í Vegas.
Gunnar Nelson vann síðasta bardaga í Vegas. vísir/getty
Bardagakappinn Gunnar Nelson er svekktur með að bardagi hans gegn Brasilíumanninum Demian Maia fari ekki fram í Dyflinni eins og til stóð.

Gunnar er hálfgerður fóstursonur Írlands þar sem hann hefur æft svo lengi þar, en þjálfari hans er írskur og besti vinur hans í bardagaheiminum er írska ofurstjarnan Conor McGregor.

Til stóð að Maia og Gunnar áttu að berjast á UFC-bardagakvöldi í Dyflinni í lok mánaðarins, en vegna meiðsla þurfti að fresta bardaganum. Þeir berjast þess í stað í Vegas í desember á sama kvöldi og McGregor og Aldo mætast loks í búrinu.

„Þetta er viðureign sem mig hefur dreymt um í langan tíma. Ég var samt svolítið svekktur að geta ekki barist við Maia í Dyflinni,“ segir Gunnar Nelson, en Irish Mirror greinir frá.

„Ég hlakkaði til að berjast í Dyflinni aftur. Þetta hefði verið fullkominn aðalbardagi þar. Mér fannst eins og þetta væri það sem írska þjóðin vildi. Þetta hefði orðið frábært en augljóslega meiddist hann.“

„UFC reyndi að fá aðra menn í staðinn en enginn var klár. Nú berjumst við bara í Vegas í staðinn og ég veit að þar verður mikið af írskum stuðningsmönnum,“ segir Gunnar Nelson.

MMA

Tengdar fréttir

Landsliðið í miðbænum: Hvar fögnuðu strákarnir?

Að sjálfsögðu fögnuðu landsliðsmennirnir okkar frábærum áfanga, þegar þeir tryggðu sér sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar. Lífið tók saman hvert þeir fóru og hvað þeir gerðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×