Neyðarsöfnun UNICEF: Rúmar átta milljónir hafa safnast fyrir börn frá Sýrlandi Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2015 14:23 "Börn geta ekki beðið og veturinn nálgast hratt,“ segir í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi. Vísir/AFP Yfir átta milljónir króna hafa safnast á tveimur vikum í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn frá Sýrlandi. Upphæðin bætist við þær 35 milljónir króna sem safnast hafa frá því að UNICEF á Íslandi hóf fyrstu neyðarsöfnun sína vegna stríðsátakanna í Sýrlandi, haustið 2012. Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir starfsmenn UNICEF innilega þakklátir öllum þeim fjölmörgu sem hafa lagt sitt af mörkum vegna þeirra hörmunga sem börn frá Sýrlandi hafa upplifað. „Sú umræða og þær aðgerðir sem hafa farið af stað í þjóðfélaginu undanfarið eru líka af hinu góða. Við fögnum því einlæglega að fólk vilji hjálpa börnum og fólki á flótta,“ segir Bergsteinn. Framlögin í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fara í einar umfangmestu neyðaraðgerðir samtakanna frá upphafi: Baráttu UNICEF innanlands í Sýrlandi og í öllum nágrannaríkjunum – Líbanon, Tyrklandi, Jórdaníu og Írak.Börn leita alþjóðlegrar verndar Í tilkynningu segir að UNICEF fagni auknum skuldbindingum Evrópuleiðtoga um að styðja flóttafólk og fólk í leit að betra lífi en leggur áherslu á að skuldbindingunum þurfi að fylgja eftir með tafarlausum aðgerðum allra aðildarríkja Evrópusambandsins til að vernda börn á flótta. Meira en fjórðungur flóttafólks sem nú komi til Evrópu séu börn. „Börn geta ekki beðið og veturinn nálgast hratt. Þeim mun lengur sem börn eru án aðstoðar og verndar, án þess að hafa skjól yfir höfuðið eða aðgang að heilsugæslu og sálrænum stuðningi, þeim mun meiri er hættan á að börn látist vegna lungnabólgu eða verði fyrir varanlegum skaða,“ segir Bergsteinn. Nánar má fræðast um söfnunina á heimasíðu UNICEF. Flóttamenn Tengdar fréttir Charlie Hebdo birtir skopmynd af Aylan Kurdi á forsíðu Myndbirtingin hefur vakið viðbrögð, meðal annars á samfélagsmiðlum. 15. september 2015 10:53 Þarf að leiðrétta misskilning í málefnum EFTA gagnvart flóttamönnum fyrir þjóðinni Gunnar Bragi Sveinsson á von á því að ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda skili af sér á næstu dögum. 15. september 2015 11:01 Merkel óskar eftir leiðtogafundi í næstu viku Kanslarinn sagði ekki hægt að Þýskaland, Austurríki og Svíþjóð tækju á sig allar byrðarnar. 15. september 2015 12:52 Ungverjar lýsa yfir neyðarástandi Með ákvörðuninni er ungverskum yfirvöldum heimilt að senda herlið á vettvang til að aðstoða lögreglu. 15. september 2015 11:36 Nú má handtaka flóttafólk í Ungverjalandi Þá er einnig refsivert að vinna skemmdir á nýjum fjögurra metra háum vegg sem settur hefur verið upp við landamærin að Serbíu. 15. september 2015 07:44 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Yfir átta milljónir króna hafa safnast á tveimur vikum í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn frá Sýrlandi. Upphæðin bætist við þær 35 milljónir króna sem safnast hafa frá því að UNICEF á Íslandi hóf fyrstu neyðarsöfnun sína vegna stríðsátakanna í Sýrlandi, haustið 2012. Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir starfsmenn UNICEF innilega þakklátir öllum þeim fjölmörgu sem hafa lagt sitt af mörkum vegna þeirra hörmunga sem börn frá Sýrlandi hafa upplifað. „Sú umræða og þær aðgerðir sem hafa farið af stað í þjóðfélaginu undanfarið eru líka af hinu góða. Við fögnum því einlæglega að fólk vilji hjálpa börnum og fólki á flótta,“ segir Bergsteinn. Framlögin í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fara í einar umfangmestu neyðaraðgerðir samtakanna frá upphafi: Baráttu UNICEF innanlands í Sýrlandi og í öllum nágrannaríkjunum – Líbanon, Tyrklandi, Jórdaníu og Írak.Börn leita alþjóðlegrar verndar Í tilkynningu segir að UNICEF fagni auknum skuldbindingum Evrópuleiðtoga um að styðja flóttafólk og fólk í leit að betra lífi en leggur áherslu á að skuldbindingunum þurfi að fylgja eftir með tafarlausum aðgerðum allra aðildarríkja Evrópusambandsins til að vernda börn á flótta. Meira en fjórðungur flóttafólks sem nú komi til Evrópu séu börn. „Börn geta ekki beðið og veturinn nálgast hratt. Þeim mun lengur sem börn eru án aðstoðar og verndar, án þess að hafa skjól yfir höfuðið eða aðgang að heilsugæslu og sálrænum stuðningi, þeim mun meiri er hættan á að börn látist vegna lungnabólgu eða verði fyrir varanlegum skaða,“ segir Bergsteinn. Nánar má fræðast um söfnunina á heimasíðu UNICEF.
Flóttamenn Tengdar fréttir Charlie Hebdo birtir skopmynd af Aylan Kurdi á forsíðu Myndbirtingin hefur vakið viðbrögð, meðal annars á samfélagsmiðlum. 15. september 2015 10:53 Þarf að leiðrétta misskilning í málefnum EFTA gagnvart flóttamönnum fyrir þjóðinni Gunnar Bragi Sveinsson á von á því að ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda skili af sér á næstu dögum. 15. september 2015 11:01 Merkel óskar eftir leiðtogafundi í næstu viku Kanslarinn sagði ekki hægt að Þýskaland, Austurríki og Svíþjóð tækju á sig allar byrðarnar. 15. september 2015 12:52 Ungverjar lýsa yfir neyðarástandi Með ákvörðuninni er ungverskum yfirvöldum heimilt að senda herlið á vettvang til að aðstoða lögreglu. 15. september 2015 11:36 Nú má handtaka flóttafólk í Ungverjalandi Þá er einnig refsivert að vinna skemmdir á nýjum fjögurra metra háum vegg sem settur hefur verið upp við landamærin að Serbíu. 15. september 2015 07:44 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Charlie Hebdo birtir skopmynd af Aylan Kurdi á forsíðu Myndbirtingin hefur vakið viðbrögð, meðal annars á samfélagsmiðlum. 15. september 2015 10:53
Þarf að leiðrétta misskilning í málefnum EFTA gagnvart flóttamönnum fyrir þjóðinni Gunnar Bragi Sveinsson á von á því að ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda skili af sér á næstu dögum. 15. september 2015 11:01
Merkel óskar eftir leiðtogafundi í næstu viku Kanslarinn sagði ekki hægt að Þýskaland, Austurríki og Svíþjóð tækju á sig allar byrðarnar. 15. september 2015 12:52
Ungverjar lýsa yfir neyðarástandi Með ákvörðuninni er ungverskum yfirvöldum heimilt að senda herlið á vettvang til að aðstoða lögreglu. 15. september 2015 11:36
Nú má handtaka flóttafólk í Ungverjalandi Þá er einnig refsivert að vinna skemmdir á nýjum fjögurra metra háum vegg sem settur hefur verið upp við landamærin að Serbíu. 15. september 2015 07:44