Konur hér og nú í 30 ár Magnús Guðmundsson skrifar 15. september 2015 11:30 Anna Jóa sýningarstjóri á sýningunni á Kjarvalsstöðum. Visir/GVA Fyrir þrjátíu árum var opnuð á Kjarvalsstöðum sýningin Hér og nú. Sýningin var hluti af Listahátíð kvenna árið 1985 og tóku 28 myndlistarkonur þátt í sýningunni. Síðastliðinn laugardag var svo opnuð á Kjarvalsstöðum sýningin Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar. Sýningarstjóri Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar er Anna Jóa, myndlistarmaður og listfræðingur, og hún segir að hún hafi nú aðeins verið unglingur á fyrsta ári í menntaskóla þarna fyrir þrjátíu árum en hafi engu að síður verið fengin til að stýra sýningunni í ár. „Þetta byggir á þessari hugmynd að kalla aftur saman þennan hóp og tilefnið er ákveðið kvennasamhengi. Á sínum tíma var það Listahátíð kvenna sem var haldin vegna loka kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna en í dag er tilefnið 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Þetta var hópur 28 kvenna sem sýndu árið 1985 og þær eru þarna allar nema ein, eru 27 í dag en tvær eru reyndar látnar og við sýnum verk eftir þær. Þetta er flottur hópur af listamönnum og þær hafa allar verið virkar á listasviðinu í þessi þrjátíu ár og ég bað þær um að vera með nýleg verk. Sumar hafa reyndar verið virkar á öðrum sviðum en myndlistinni, eins og t.d. Valdís Óskarsdóttir kvikmyndagerðarkona og Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir leikmyndahönnuður, en þær eru þarna báðar með ný verk. Annars eru þetta virkar myndlistarkonur sem hafa verið missýnilegar hin síðari ár en þó eru langflestar mjög þekktar og virkar. En þetta eru ólíkir listamenn sem vinna með ólíka miðla þannig að það var krefjandi að setja saman sýninguna sem er þó fjölbreytt og skemmtileg fyrir vikið.“ Anna segir að verkin geti í raun ekki talist einhver sérstök kvennaverk. „Þetta eru ekki verk sem fjalla eitthvað sérstaklega um jafnréttisbaráttuna eða konur, það eru þó nokkur verk sem tengjast konum með sérstökum hætti en meirihlutinn er um allt mögulegt eins og var fyrir þrjátíu árum. Þá var hugmyndin að sýna hvað konur væru að fást við í myndlist hér og nú og þetta er sama pælingin núna.Kvennasamhengið kemur meira fram í titli sýningarinnar þar sem vísað er í kvennatíma á þessum þrjátíu árum sem eru liðin. Einn þáttur sýningarinnar er að við erum með skissur og annað grúsk sem sýna sköpunarferlið og þannig gefum við aðeins tilfinningu fyrir tímanum. Ég tók líka viðtöl við þessar konur sem segja okkur sitthvað um stöðu kvenna í myndlist og hvernig er að vera kona í myndlistarheiminum. Þetta eru mikilvæg viðhorf kvenna sem hafa lifað á þessum tíma í þrjátíu ár.“ Aðspurð hvort þörf hafi verið fyrir sérstaka kvennasýningu á borð við þessa segir Anna Jóa að hún sé óneitanlega enn til staðar. „Eflaust er þörfin ekki jafn mikil og hún var þá, sem sést vel á því ef maður lítur til kvenna í myndlist af eldri kynslóðinni og stöðu þeirra í myndlistarheiminum. Það sýnir svo ekki verður um villst að það veitir ekki af sérstökum sýningum þar sem þeirra framlag er gert sýnilegra en ella. Auðvitað hefur listheimurinn breyst en maður sér til að mynda á Listasögunni sem var gefin út árið 2011 hvað hlutur kvenna hefur verið rýr í samanburði við karlana. Öll umfjöllun og útgáfa er konum mjög í óhag og erfiðara fyrir konu að ná í gegn. Eins er þetta varðandi markaðinn; þá er það einfaldlega staðreynd að verkin eru síður metin og að það er borgað minna fyrir verk eftir konu. Þetta segja þær allar sem hafa verið í þessu lengi óháð því hversu þekktar þær eru og þannig er þetta bæði hér heima og úti í hinum stóra heimi. Þannig að þörfin fyrir að taka á þessum málum er svo sannarlega til staðar þó svo heilmikið hafi áunnist.“ Anna Jóa segir að eftirfylgni sé líka mikilvægur þáttur í þessu ferli og að næsta föstudag verði hún með sýningarstjóraspjall á Kjarvalsstöðum í hádeginu. „Svo verður líka málþing í tengslum við þessa sýningu 14. nóvember og þá gefst tækifæri til þess að fara yfir stöðuna og ræða þetta kvenár vítt og breitt. Það hafa verið ýmsar sýningar í gangi sem þessu tengjast og það er mikilvægt að vinna úr því og skoða hverju þetta hefur skilað.“ Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Fyrir þrjátíu árum var opnuð á Kjarvalsstöðum sýningin Hér og nú. Sýningin var hluti af Listahátíð kvenna árið 1985 og tóku 28 myndlistarkonur þátt í sýningunni. Síðastliðinn laugardag var svo opnuð á Kjarvalsstöðum sýningin Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar. Sýningarstjóri Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar er Anna Jóa, myndlistarmaður og listfræðingur, og hún segir að hún hafi nú aðeins verið unglingur á fyrsta ári í menntaskóla þarna fyrir þrjátíu árum en hafi engu að síður verið fengin til að stýra sýningunni í ár. „Þetta byggir á þessari hugmynd að kalla aftur saman þennan hóp og tilefnið er ákveðið kvennasamhengi. Á sínum tíma var það Listahátíð kvenna sem var haldin vegna loka kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna en í dag er tilefnið 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Þetta var hópur 28 kvenna sem sýndu árið 1985 og þær eru þarna allar nema ein, eru 27 í dag en tvær eru reyndar látnar og við sýnum verk eftir þær. Þetta er flottur hópur af listamönnum og þær hafa allar verið virkar á listasviðinu í þessi þrjátíu ár og ég bað þær um að vera með nýleg verk. Sumar hafa reyndar verið virkar á öðrum sviðum en myndlistinni, eins og t.d. Valdís Óskarsdóttir kvikmyndagerðarkona og Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir leikmyndahönnuður, en þær eru þarna báðar með ný verk. Annars eru þetta virkar myndlistarkonur sem hafa verið missýnilegar hin síðari ár en þó eru langflestar mjög þekktar og virkar. En þetta eru ólíkir listamenn sem vinna með ólíka miðla þannig að það var krefjandi að setja saman sýninguna sem er þó fjölbreytt og skemmtileg fyrir vikið.“ Anna segir að verkin geti í raun ekki talist einhver sérstök kvennaverk. „Þetta eru ekki verk sem fjalla eitthvað sérstaklega um jafnréttisbaráttuna eða konur, það eru þó nokkur verk sem tengjast konum með sérstökum hætti en meirihlutinn er um allt mögulegt eins og var fyrir þrjátíu árum. Þá var hugmyndin að sýna hvað konur væru að fást við í myndlist hér og nú og þetta er sama pælingin núna.Kvennasamhengið kemur meira fram í titli sýningarinnar þar sem vísað er í kvennatíma á þessum þrjátíu árum sem eru liðin. Einn þáttur sýningarinnar er að við erum með skissur og annað grúsk sem sýna sköpunarferlið og þannig gefum við aðeins tilfinningu fyrir tímanum. Ég tók líka viðtöl við þessar konur sem segja okkur sitthvað um stöðu kvenna í myndlist og hvernig er að vera kona í myndlistarheiminum. Þetta eru mikilvæg viðhorf kvenna sem hafa lifað á þessum tíma í þrjátíu ár.“ Aðspurð hvort þörf hafi verið fyrir sérstaka kvennasýningu á borð við þessa segir Anna Jóa að hún sé óneitanlega enn til staðar. „Eflaust er þörfin ekki jafn mikil og hún var þá, sem sést vel á því ef maður lítur til kvenna í myndlist af eldri kynslóðinni og stöðu þeirra í myndlistarheiminum. Það sýnir svo ekki verður um villst að það veitir ekki af sérstökum sýningum þar sem þeirra framlag er gert sýnilegra en ella. Auðvitað hefur listheimurinn breyst en maður sér til að mynda á Listasögunni sem var gefin út árið 2011 hvað hlutur kvenna hefur verið rýr í samanburði við karlana. Öll umfjöllun og útgáfa er konum mjög í óhag og erfiðara fyrir konu að ná í gegn. Eins er þetta varðandi markaðinn; þá er það einfaldlega staðreynd að verkin eru síður metin og að það er borgað minna fyrir verk eftir konu. Þetta segja þær allar sem hafa verið í þessu lengi óháð því hversu þekktar þær eru og þannig er þetta bæði hér heima og úti í hinum stóra heimi. Þannig að þörfin fyrir að taka á þessum málum er svo sannarlega til staðar þó svo heilmikið hafi áunnist.“ Anna Jóa segir að eftirfylgni sé líka mikilvægur þáttur í þessu ferli og að næsta föstudag verði hún með sýningarstjóraspjall á Kjarvalsstöðum í hádeginu. „Svo verður líka málþing í tengslum við þessa sýningu 14. nóvember og þá gefst tækifæri til þess að fara yfir stöðuna og ræða þetta kvenár vítt og breitt. Það hafa verið ýmsar sýningar í gangi sem þessu tengjast og það er mikilvægt að vinna úr því og skoða hverju þetta hefur skilað.“
Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira