Herskyldan kallar eftir Forsetabikarinn hjá Sang Moon Bae Kári Örn Hinriksson skrifar 14. september 2015 17:00 Bae þarf að skipta út drivernum fyrir riffil. Getty Nick Price, fyrirliði heimsúrvalsins í Forsetabikarnum, valdi Suður-Kóreumanninn Sang Moon Bae í lið sitt fyrir mótið sem fer fram snemma í október. Bae hefur átt gott tímabil á PGA-mótaröðinni og sigraði meðal annars á Frys.com meistaramótinu en hann hefur þó verið meira í fréttum vegna herskyldu sem hann er neyddur til að sinna í heimalandinu. Forsetabikarinn fer einmitt fram í Suður-Kóreu en fyrr á þessu ári tapaði Bae máli sínu fyrir dómstólum þar sem hann reyndi að sleppa við herskylduna til þess að halda áfram atvinnumannaferli sínum í golfi. Hann þarf því að taka sér frí frá golf í tvö ár og ganga í herinn, en Suður-Kórea er tæknilega enn í stríði við nágranna sína í norðri. Price segir að hann hafi valið Bae í liðið vegna þess að hann sé að spila vel þessa dagana, en einnig því að hann þekkir Songdo Jack Nicklaus völlinn vel sem leikið er á.„Það er mikilvægt fyrir okkur að fá mikinn stuðning hjá heimamönnum og að hafa Kóreumenn í liðinu á eftir að hjálpa til. Sang Moon Bae hefur leikið vel að undanförnu og hann vill örugglega ólmur sanna sig á heimavelli áður en að herskyldan tekur við.“ Bae mun því tía upp í Forsetabikarnum í október en eftir mótið mun hann skrá sig í herinn þar sem hann fær rúmlega 130 dollara í laun á mánuði, sem er ansi lítið miðað við þær sjö milljónir dollara sem þessi snjalli kylfingur hefur unnið sér inn í verðlaunafé á PGA-mótaröðinni. Hann þarf þó ekki að örvænta þegar að herskyldunni líkur því mótaröðin hefur gefið það út að Bae fái sjálfkrafa keppnisrétt á ný þegar að hann snýr til baka. Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Nick Price, fyrirliði heimsúrvalsins í Forsetabikarnum, valdi Suður-Kóreumanninn Sang Moon Bae í lið sitt fyrir mótið sem fer fram snemma í október. Bae hefur átt gott tímabil á PGA-mótaröðinni og sigraði meðal annars á Frys.com meistaramótinu en hann hefur þó verið meira í fréttum vegna herskyldu sem hann er neyddur til að sinna í heimalandinu. Forsetabikarinn fer einmitt fram í Suður-Kóreu en fyrr á þessu ári tapaði Bae máli sínu fyrir dómstólum þar sem hann reyndi að sleppa við herskylduna til þess að halda áfram atvinnumannaferli sínum í golfi. Hann þarf því að taka sér frí frá golf í tvö ár og ganga í herinn, en Suður-Kórea er tæknilega enn í stríði við nágranna sína í norðri. Price segir að hann hafi valið Bae í liðið vegna þess að hann sé að spila vel þessa dagana, en einnig því að hann þekkir Songdo Jack Nicklaus völlinn vel sem leikið er á.„Það er mikilvægt fyrir okkur að fá mikinn stuðning hjá heimamönnum og að hafa Kóreumenn í liðinu á eftir að hjálpa til. Sang Moon Bae hefur leikið vel að undanförnu og hann vill örugglega ólmur sanna sig á heimavelli áður en að herskyldan tekur við.“ Bae mun því tía upp í Forsetabikarnum í október en eftir mótið mun hann skrá sig í herinn þar sem hann fær rúmlega 130 dollara í laun á mánuði, sem er ansi lítið miðað við þær sjö milljónir dollara sem þessi snjalli kylfingur hefur unnið sér inn í verðlaunafé á PGA-mótaröðinni. Hann þarf þó ekki að örvænta þegar að herskyldunni líkur því mótaröðin hefur gefið það út að Bae fái sjálfkrafa keppnisrétt á ný þegar að hann snýr til baka.
Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira