Haukur Ingi: Ýmislegt sem má gera betur hjá Keflavík Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. september 2015 19:41 Haukur Ingi. Vísir/Valli Haukur Ingi Guðnason, annar þjálfara Keflvíkur, var vitanlega svekktur með 3-2 tapið gegn Val í kvöld. Með því varð endanlega ljóst að Keflavík er fallið úr Pepsi-deild karla. „Það er enginn ánægður með að falla niður í deild. En þetta hefur verið yfirvofandi í langan tíma og eftir tapið gegn ÍBV var þetta orðið ansi svart. Við héldum í vonina en hún fór endanlega í dag,“ sagði Haukur Ingi sem ásamt Jóhanni Birni Guðmundssyni tók við þjálfun liðsins af Kristjáni Guðmundssyni í byrjun júní. „Það var enginn byrjaður að örvænta þá enda nóg eftir af mótinu. En varnarleikurinn hefur verið stóra vandamálið hjá okkur í allt sumar og við fengum þrjú mörk á okkur í dag. Ef við skoðum leiki Keflavíkur í ár, sama í hvaða móti það er, þá hefur liðið ekki haldið hreinu í neinum leik.“ „Nú erum við byrjaðir að horfa til framtíðar. Eftir síðasta leik settumst við niður fórum við yfir stöðina og við viljum nota síðustu leikina á tímabilinu til að að þétta raðirnar og undirbúa liðið sem best fyrir næsta tímabil í 1. deildinni.“ Haukur Ingi segir að það hafi verið margt jákvætt í gangi hjá félaginu sjálfur í sumar þó svo að það hafi ýmislegt mátt betur fara. „En þegar staðan er jafn slæm og hún hefur verið þá byrjar maður að horfa í baksýnisspegilinn og þó svo að það sé ekkert stórvægilegt að þá er ýmislegt sem má gera betur. Við höfum rætt þetta við stjórnina og það eru allir sammála um það.“ „Það er aldrei gott að falla en stundum getur það virkað sem áminning fyrir félagið. Nú þurfum við að byggja upp aftur.“ Hann segist sjálfur ekki vita nú hvort hann verði áfram þjálfari Keflavíkur. „Við þurfum að skoða það. Ég og Jóhann erum saman í þessu ásamt Gunnari Magnúsi og við gerðum samning út tímabilið. Við þurfum svo að skoða í lok tímabilsins hvort að það sé áhugi til að halda áfram.“ Haukur Ingi segist vera ánægður með fyrri hálfleikinn í dag. „Það hefur vantað gleði hjá okkur í síðustu leikjum og við sáum það í fyrri hálfleik í dag. En Valsararnir gáfu í í seinni hálfleik og fengu víti snemma. Ég held að það sé reyndar níunda eða tíunda vítið sem Keflavík fær á sig í sumar, sem er ótrúlegt.“ „Við sköllum svo í slá eftir að þeir komast yfir og það er saga sumarsins hvað okkur varða. Það voru þó jákvæðir punktar hjá liðinu en stóra málið er að við fengum þrjú mörk á okkur. Þá þurfum við að skora fjögur mörk til að fá eitthvað úr leiknum og það er bara of mikið.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón Árni: Engin óeining í leikmannahópnum Guðjón Árni Antoníusson, fyrirliði Keflavíkur, segir það ekki rétt að stjórnarkosning í knattspyrnudeild félagsins hafi haft áhrif á leikmenn liðsins. 13. september 2015 20:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Keflavík 3-2 | Keflavík fallið Keflavík féll í dag úr Pepsi-deild karla eftir 3-2 tap gegn Val í Pepsi-deild karla í dag. 13. september 2015 19:45 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Haukur Ingi Guðnason, annar þjálfara Keflvíkur, var vitanlega svekktur með 3-2 tapið gegn Val í kvöld. Með því varð endanlega ljóst að Keflavík er fallið úr Pepsi-deild karla. „Það er enginn ánægður með að falla niður í deild. En þetta hefur verið yfirvofandi í langan tíma og eftir tapið gegn ÍBV var þetta orðið ansi svart. Við héldum í vonina en hún fór endanlega í dag,“ sagði Haukur Ingi sem ásamt Jóhanni Birni Guðmundssyni tók við þjálfun liðsins af Kristjáni Guðmundssyni í byrjun júní. „Það var enginn byrjaður að örvænta þá enda nóg eftir af mótinu. En varnarleikurinn hefur verið stóra vandamálið hjá okkur í allt sumar og við fengum þrjú mörk á okkur í dag. Ef við skoðum leiki Keflavíkur í ár, sama í hvaða móti það er, þá hefur liðið ekki haldið hreinu í neinum leik.“ „Nú erum við byrjaðir að horfa til framtíðar. Eftir síðasta leik settumst við niður fórum við yfir stöðina og við viljum nota síðustu leikina á tímabilinu til að að þétta raðirnar og undirbúa liðið sem best fyrir næsta tímabil í 1. deildinni.“ Haukur Ingi segir að það hafi verið margt jákvætt í gangi hjá félaginu sjálfur í sumar þó svo að það hafi ýmislegt mátt betur fara. „En þegar staðan er jafn slæm og hún hefur verið þá byrjar maður að horfa í baksýnisspegilinn og þó svo að það sé ekkert stórvægilegt að þá er ýmislegt sem má gera betur. Við höfum rætt þetta við stjórnina og það eru allir sammála um það.“ „Það er aldrei gott að falla en stundum getur það virkað sem áminning fyrir félagið. Nú þurfum við að byggja upp aftur.“ Hann segist sjálfur ekki vita nú hvort hann verði áfram þjálfari Keflavíkur. „Við þurfum að skoða það. Ég og Jóhann erum saman í þessu ásamt Gunnari Magnúsi og við gerðum samning út tímabilið. Við þurfum svo að skoða í lok tímabilsins hvort að það sé áhugi til að halda áfram.“ Haukur Ingi segist vera ánægður með fyrri hálfleikinn í dag. „Það hefur vantað gleði hjá okkur í síðustu leikjum og við sáum það í fyrri hálfleik í dag. En Valsararnir gáfu í í seinni hálfleik og fengu víti snemma. Ég held að það sé reyndar níunda eða tíunda vítið sem Keflavík fær á sig í sumar, sem er ótrúlegt.“ „Við sköllum svo í slá eftir að þeir komast yfir og það er saga sumarsins hvað okkur varða. Það voru þó jákvæðir punktar hjá liðinu en stóra málið er að við fengum þrjú mörk á okkur. Þá þurfum við að skora fjögur mörk til að fá eitthvað úr leiknum og það er bara of mikið.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón Árni: Engin óeining í leikmannahópnum Guðjón Árni Antoníusson, fyrirliði Keflavíkur, segir það ekki rétt að stjórnarkosning í knattspyrnudeild félagsins hafi haft áhrif á leikmenn liðsins. 13. september 2015 20:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Keflavík 3-2 | Keflavík fallið Keflavík féll í dag úr Pepsi-deild karla eftir 3-2 tap gegn Val í Pepsi-deild karla í dag. 13. september 2015 19:45 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Guðjón Árni: Engin óeining í leikmannahópnum Guðjón Árni Antoníusson, fyrirliði Keflavíkur, segir það ekki rétt að stjórnarkosning í knattspyrnudeild félagsins hafi haft áhrif á leikmenn liðsins. 13. september 2015 20:15
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Keflavík 3-2 | Keflavík fallið Keflavík féll í dag úr Pepsi-deild karla eftir 3-2 tap gegn Val í Pepsi-deild karla í dag. 13. september 2015 19:45