Haukur Ingi: Ýmislegt sem má gera betur hjá Keflavík Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. september 2015 19:41 Haukur Ingi. Vísir/Valli Haukur Ingi Guðnason, annar þjálfara Keflvíkur, var vitanlega svekktur með 3-2 tapið gegn Val í kvöld. Með því varð endanlega ljóst að Keflavík er fallið úr Pepsi-deild karla. „Það er enginn ánægður með að falla niður í deild. En þetta hefur verið yfirvofandi í langan tíma og eftir tapið gegn ÍBV var þetta orðið ansi svart. Við héldum í vonina en hún fór endanlega í dag,“ sagði Haukur Ingi sem ásamt Jóhanni Birni Guðmundssyni tók við þjálfun liðsins af Kristjáni Guðmundssyni í byrjun júní. „Það var enginn byrjaður að örvænta þá enda nóg eftir af mótinu. En varnarleikurinn hefur verið stóra vandamálið hjá okkur í allt sumar og við fengum þrjú mörk á okkur í dag. Ef við skoðum leiki Keflavíkur í ár, sama í hvaða móti það er, þá hefur liðið ekki haldið hreinu í neinum leik.“ „Nú erum við byrjaðir að horfa til framtíðar. Eftir síðasta leik settumst við niður fórum við yfir stöðina og við viljum nota síðustu leikina á tímabilinu til að að þétta raðirnar og undirbúa liðið sem best fyrir næsta tímabil í 1. deildinni.“ Haukur Ingi segir að það hafi verið margt jákvætt í gangi hjá félaginu sjálfur í sumar þó svo að það hafi ýmislegt mátt betur fara. „En þegar staðan er jafn slæm og hún hefur verið þá byrjar maður að horfa í baksýnisspegilinn og þó svo að það sé ekkert stórvægilegt að þá er ýmislegt sem má gera betur. Við höfum rætt þetta við stjórnina og það eru allir sammála um það.“ „Það er aldrei gott að falla en stundum getur það virkað sem áminning fyrir félagið. Nú þurfum við að byggja upp aftur.“ Hann segist sjálfur ekki vita nú hvort hann verði áfram þjálfari Keflavíkur. „Við þurfum að skoða það. Ég og Jóhann erum saman í þessu ásamt Gunnari Magnúsi og við gerðum samning út tímabilið. Við þurfum svo að skoða í lok tímabilsins hvort að það sé áhugi til að halda áfram.“ Haukur Ingi segist vera ánægður með fyrri hálfleikinn í dag. „Það hefur vantað gleði hjá okkur í síðustu leikjum og við sáum það í fyrri hálfleik í dag. En Valsararnir gáfu í í seinni hálfleik og fengu víti snemma. Ég held að það sé reyndar níunda eða tíunda vítið sem Keflavík fær á sig í sumar, sem er ótrúlegt.“ „Við sköllum svo í slá eftir að þeir komast yfir og það er saga sumarsins hvað okkur varða. Það voru þó jákvæðir punktar hjá liðinu en stóra málið er að við fengum þrjú mörk á okkur. Þá þurfum við að skora fjögur mörk til að fá eitthvað úr leiknum og það er bara of mikið.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón Árni: Engin óeining í leikmannahópnum Guðjón Árni Antoníusson, fyrirliði Keflavíkur, segir það ekki rétt að stjórnarkosning í knattspyrnudeild félagsins hafi haft áhrif á leikmenn liðsins. 13. september 2015 20:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Keflavík 3-2 | Keflavík fallið Keflavík féll í dag úr Pepsi-deild karla eftir 3-2 tap gegn Val í Pepsi-deild karla í dag. 13. september 2015 19:45 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Haukur Ingi Guðnason, annar þjálfara Keflvíkur, var vitanlega svekktur með 3-2 tapið gegn Val í kvöld. Með því varð endanlega ljóst að Keflavík er fallið úr Pepsi-deild karla. „Það er enginn ánægður með að falla niður í deild. En þetta hefur verið yfirvofandi í langan tíma og eftir tapið gegn ÍBV var þetta orðið ansi svart. Við héldum í vonina en hún fór endanlega í dag,“ sagði Haukur Ingi sem ásamt Jóhanni Birni Guðmundssyni tók við þjálfun liðsins af Kristjáni Guðmundssyni í byrjun júní. „Það var enginn byrjaður að örvænta þá enda nóg eftir af mótinu. En varnarleikurinn hefur verið stóra vandamálið hjá okkur í allt sumar og við fengum þrjú mörk á okkur í dag. Ef við skoðum leiki Keflavíkur í ár, sama í hvaða móti það er, þá hefur liðið ekki haldið hreinu í neinum leik.“ „Nú erum við byrjaðir að horfa til framtíðar. Eftir síðasta leik settumst við niður fórum við yfir stöðina og við viljum nota síðustu leikina á tímabilinu til að að þétta raðirnar og undirbúa liðið sem best fyrir næsta tímabil í 1. deildinni.“ Haukur Ingi segir að það hafi verið margt jákvætt í gangi hjá félaginu sjálfur í sumar þó svo að það hafi ýmislegt mátt betur fara. „En þegar staðan er jafn slæm og hún hefur verið þá byrjar maður að horfa í baksýnisspegilinn og þó svo að það sé ekkert stórvægilegt að þá er ýmislegt sem má gera betur. Við höfum rætt þetta við stjórnina og það eru allir sammála um það.“ „Það er aldrei gott að falla en stundum getur það virkað sem áminning fyrir félagið. Nú þurfum við að byggja upp aftur.“ Hann segist sjálfur ekki vita nú hvort hann verði áfram þjálfari Keflavíkur. „Við þurfum að skoða það. Ég og Jóhann erum saman í þessu ásamt Gunnari Magnúsi og við gerðum samning út tímabilið. Við þurfum svo að skoða í lok tímabilsins hvort að það sé áhugi til að halda áfram.“ Haukur Ingi segist vera ánægður með fyrri hálfleikinn í dag. „Það hefur vantað gleði hjá okkur í síðustu leikjum og við sáum það í fyrri hálfleik í dag. En Valsararnir gáfu í í seinni hálfleik og fengu víti snemma. Ég held að það sé reyndar níunda eða tíunda vítið sem Keflavík fær á sig í sumar, sem er ótrúlegt.“ „Við sköllum svo í slá eftir að þeir komast yfir og það er saga sumarsins hvað okkur varða. Það voru þó jákvæðir punktar hjá liðinu en stóra málið er að við fengum þrjú mörk á okkur. Þá þurfum við að skora fjögur mörk til að fá eitthvað úr leiknum og það er bara of mikið.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón Árni: Engin óeining í leikmannahópnum Guðjón Árni Antoníusson, fyrirliði Keflavíkur, segir það ekki rétt að stjórnarkosning í knattspyrnudeild félagsins hafi haft áhrif á leikmenn liðsins. 13. september 2015 20:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Keflavík 3-2 | Keflavík fallið Keflavík féll í dag úr Pepsi-deild karla eftir 3-2 tap gegn Val í Pepsi-deild karla í dag. 13. september 2015 19:45 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Guðjón Árni: Engin óeining í leikmannahópnum Guðjón Árni Antoníusson, fyrirliði Keflavíkur, segir það ekki rétt að stjórnarkosning í knattspyrnudeild félagsins hafi haft áhrif á leikmenn liðsins. 13. september 2015 20:15
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Keflavík 3-2 | Keflavík fallið Keflavík féll í dag úr Pepsi-deild karla eftir 3-2 tap gegn Val í Pepsi-deild karla í dag. 13. september 2015 19:45