Langaði að leggja sitt á vogarskálarnar Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 12. september 2015 10:00 Hér má sjá Ástu með tveimur af myndunum tíu sem verða á sýningunni. Verkin byggja á óskum íslenskra barna. Vísir/Vilhelm Í dag verður opnuð í Gerðubergi ljósmyndasýningin Óskir íslenskra barna. Sýningin er samstarfsverkefni ljósmyndarans Ástu Kristjánsdóttur, Barnaheilla – Save the Children á Íslandi og Steinunnar Hauksdóttur sem sá um uppsetningu, búninga og gerð óskatrésins. Sýningin hefur verið rúm tvö ár í vinnslu og segir Ásta sig hafa langað til þess að vekja athygli á réttindum og stöðu þeirra barna á Íslandi sem búa við vanrækslu, ofbeldi og/eða fátækt. „Eftir að hafa lesið mikið um fátækt á Íslandi og að börn væru vanrækt, fátæk og beitt ofbeldi fór ég að velta því fyrir mér hvað ég gæti gert,“ segir Ásta en sýningin er byggð á sönnum reynslusögum barna og sýna myndirnar ímyndaðar óskir barnanna. Hún segir verkefnið vissulega hafa verið krefjandi og á tímum erfitt en hvatinn hafir verið að stuðla að fræðslu og forvörnum. „Krakkar geta komið á sýninguna og ef þau þurfa hjálp geta þau sett nafnið sitt og símanúmer á lítinn miða og þá verður haft samband við þau og þeim veitt ráðgjöf,“ segir Ásta en líkt og áður sagði er sýningin unnin í samstarfi við Barnaheill og er haldin í tilefni af 25 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sögurnar eru margar hverjar átakanlegar og eru þær unnar upp úr beinum tilvitnunum í börnin og ímyndaðar óskir þeirra. „Ein átta ára gömul stelpa sagði orðrétt: Ég var heppin að vera ekki unglingur, því þá hefði ég getað fengið barn í magann. Óskin hennar var sú að hún vildi vera orðin fullorðin. Hún vildi bara komast í burtu frá heimili sínu af því hún vildi ekki búa þar lengur." Í lok sýningarinnar hafa börnin kost á að festa sínar óskir á óskatré og hvetur Ásta foreldra til að aðstoða börnin við að skoða sýninguna og skrifa óskir sínar á miða. Sýningin opnar í Gerðubergi klukkan 14.00 í dag og stendur þar yfir í þrjá mánuði. Menning Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Í dag verður opnuð í Gerðubergi ljósmyndasýningin Óskir íslenskra barna. Sýningin er samstarfsverkefni ljósmyndarans Ástu Kristjánsdóttur, Barnaheilla – Save the Children á Íslandi og Steinunnar Hauksdóttur sem sá um uppsetningu, búninga og gerð óskatrésins. Sýningin hefur verið rúm tvö ár í vinnslu og segir Ásta sig hafa langað til þess að vekja athygli á réttindum og stöðu þeirra barna á Íslandi sem búa við vanrækslu, ofbeldi og/eða fátækt. „Eftir að hafa lesið mikið um fátækt á Íslandi og að börn væru vanrækt, fátæk og beitt ofbeldi fór ég að velta því fyrir mér hvað ég gæti gert,“ segir Ásta en sýningin er byggð á sönnum reynslusögum barna og sýna myndirnar ímyndaðar óskir barnanna. Hún segir verkefnið vissulega hafa verið krefjandi og á tímum erfitt en hvatinn hafir verið að stuðla að fræðslu og forvörnum. „Krakkar geta komið á sýninguna og ef þau þurfa hjálp geta þau sett nafnið sitt og símanúmer á lítinn miða og þá verður haft samband við þau og þeim veitt ráðgjöf,“ segir Ásta en líkt og áður sagði er sýningin unnin í samstarfi við Barnaheill og er haldin í tilefni af 25 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sögurnar eru margar hverjar átakanlegar og eru þær unnar upp úr beinum tilvitnunum í börnin og ímyndaðar óskir þeirra. „Ein átta ára gömul stelpa sagði orðrétt: Ég var heppin að vera ekki unglingur, því þá hefði ég getað fengið barn í magann. Óskin hennar var sú að hún vildi vera orðin fullorðin. Hún vildi bara komast í burtu frá heimili sínu af því hún vildi ekki búa þar lengur." Í lok sýningarinnar hafa börnin kost á að festa sínar óskir á óskatré og hvetur Ásta foreldra til að aðstoða börnin við að skoða sýninguna og skrifa óskir sínar á miða. Sýningin opnar í Gerðubergi klukkan 14.00 í dag og stendur þar yfir í þrjá mánuði.
Menning Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira