Úti að ganga í myrkrinu í úthverfunum Magnús Guðmundsson skrifar 11. september 2015 11:30 Hallgrímur Helgason og Lukka ganga saman í skammdegismyrkri úthverfanna. Visir/Vilhelm Fyrir utan húsið þitt um nótt á meðan þú sefur stendur listamaður og málar af því mynd Hann málar það á myrkur leggur lit á nóttina utanverða Reynir með fálmandi pensilhreyfingum (sem minna á hárfínar gárur girnis í ólgandi yfirborði sjávar) að fanga það sem í henni býr Þessi texti eftir Hallgrím Helgason, myndlistarmann og rithöfund, er lykillinn að sýningu sem hann opnar í Tveimur hröfnum að Baldursgötu seinnipartinn í dag undir yfirskriftinni Málað á myrkur I. „Ég er að mála myrkrið, skammdegið. Þetta sprettur af því að ég labba alltaf með hundinn á morgnana og á kvöldin í skammdegismyrkrinu, fluttur úr hundrað og einum, kominn í úthverfið og allt í einu fannst mér þetta eitthvað heillandi. Þessar eignir sem fólk á, með jeppa sem standa fyrir utan húsið, heimilin sem fólk hefur búið sér og svo andstæðan, þessi kalda vetrarnótt á harðbýlu landi. Fyrir mér er þetta klassísk íslensk fegurð, breyttur jeppi í stæði framan við funheitt einbýlishúsið. En kannski var líka bara kominn tími á að takast á við skammdegið og myrkrið, það er eitthvað sem ég hef ekki gert áður, en ég er kominn með svo góða myndavél að hún getur nánast tekið myndir í myrkri. Myndir sem ég get svo notað til þess að hjálpa mér við að mála.“ Hallgrímur viðurkennir að það sé ekki fjarri lagi að það sé rithöfundurinn í honum sem er að mála að þessu sinni. „En samt er þetta negatíf útgáfa af rithöfundi því ég er að reyna að mála hvítt á svart en ekki svart á hvítt. Fyrir mér er málaralistin og rithöfundarstarfið tvennt ólíkt. Ég vinn bara eftir stundatöflu, er yfirleitt rithöfundur í þrjá mánuði í senn og svo myndlistarmaður næstu þrjá mánuði á eftir og þannig koll af kolli. Þetta er svolítið eins og að lifa tveimur lífum og það gefur ákveðinn kraft að taka sér hvíld og koma svo seinna ferskur að því sem ég var að gera fyrir þremur mánuðum. Það gefur mér aðeins fjarlægð og svona dálítið gestsauga. Það hjálpar.“ Hallgrímur hyggur á að halda áfram að vinna með það sem kemur fyrir sjónir á sýningunni Málað á myrkur I. „Ég er kominn með hugmynd að annarri seríu á sama grunni og svo er ég líka mjög spenntur fyrir því að vinna verk á símann minn. Ég keypti mér Samsung Galaxy Note-síma og það fylgir honum penni þannig að maður getur teiknað inn á ljósmyndir og gert allt mögulegt. Það er kannski draumurinn að sýna það og svo er það líka næsta skáldsaga þannig að það er alveg nóg að gera.“ Myndlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Fyrir utan húsið þitt um nótt á meðan þú sefur stendur listamaður og málar af því mynd Hann málar það á myrkur leggur lit á nóttina utanverða Reynir með fálmandi pensilhreyfingum (sem minna á hárfínar gárur girnis í ólgandi yfirborði sjávar) að fanga það sem í henni býr Þessi texti eftir Hallgrím Helgason, myndlistarmann og rithöfund, er lykillinn að sýningu sem hann opnar í Tveimur hröfnum að Baldursgötu seinnipartinn í dag undir yfirskriftinni Málað á myrkur I. „Ég er að mála myrkrið, skammdegið. Þetta sprettur af því að ég labba alltaf með hundinn á morgnana og á kvöldin í skammdegismyrkrinu, fluttur úr hundrað og einum, kominn í úthverfið og allt í einu fannst mér þetta eitthvað heillandi. Þessar eignir sem fólk á, með jeppa sem standa fyrir utan húsið, heimilin sem fólk hefur búið sér og svo andstæðan, þessi kalda vetrarnótt á harðbýlu landi. Fyrir mér er þetta klassísk íslensk fegurð, breyttur jeppi í stæði framan við funheitt einbýlishúsið. En kannski var líka bara kominn tími á að takast á við skammdegið og myrkrið, það er eitthvað sem ég hef ekki gert áður, en ég er kominn með svo góða myndavél að hún getur nánast tekið myndir í myrkri. Myndir sem ég get svo notað til þess að hjálpa mér við að mála.“ Hallgrímur viðurkennir að það sé ekki fjarri lagi að það sé rithöfundurinn í honum sem er að mála að þessu sinni. „En samt er þetta negatíf útgáfa af rithöfundi því ég er að reyna að mála hvítt á svart en ekki svart á hvítt. Fyrir mér er málaralistin og rithöfundarstarfið tvennt ólíkt. Ég vinn bara eftir stundatöflu, er yfirleitt rithöfundur í þrjá mánuði í senn og svo myndlistarmaður næstu þrjá mánuði á eftir og þannig koll af kolli. Þetta er svolítið eins og að lifa tveimur lífum og það gefur ákveðinn kraft að taka sér hvíld og koma svo seinna ferskur að því sem ég var að gera fyrir þremur mánuðum. Það gefur mér aðeins fjarlægð og svona dálítið gestsauga. Það hjálpar.“ Hallgrímur hyggur á að halda áfram að vinna með það sem kemur fyrir sjónir á sýningunni Málað á myrkur I. „Ég er kominn með hugmynd að annarri seríu á sama grunni og svo er ég líka mjög spenntur fyrir því að vinna verk á símann minn. Ég keypti mér Samsung Galaxy Note-síma og það fylgir honum penni þannig að maður getur teiknað inn á ljósmyndir og gert allt mögulegt. Það er kannski draumurinn að sýna það og svo er það líka næsta skáldsaga þannig að það er alveg nóg að gera.“
Myndlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira