Vilja gera Þorlákshöfn að stórskipahöfn ingvar haraldsson skrifar 11. september 2015 09:46 Þingmennirnir vilja umtalsverðar framkvæmdir við höfnina í Þorlákshöfn. vísir/rósa Sjö þingmenn Suðurkjördæmis úr Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki, Samfylkingu og Bjartri Framtíð hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem skorað er á á innanríkisráðherra að fela Vegagerðinni að hefja undirbúning að hönnun og stækkun Þorlákshafnar svo hún verði stórskipahöfn. Gert er ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdirnar gæti orðið á milli átta og ellefu milljarðar króna. Eftir stækkunina eigi Þorlákshöfn að tekið á móti skipum í Panmax-flokki sem séu allt að 290 metra löng og allt að 80 þúsund tonn að stærð og geti flutt allt að 12 þúsund TEU-gámaeiningar. Til samanburðar eru Dettifoss og Goðafoss, stærstu skip íslenska skipaflutningaflotans, 1457 gámaeiningar.Gæti orðið umskipunarhöfn milli Bandaríkjanna og Evrópu Ráðgert er að höfnin gæti orðið umskipunarhöfn fyrir vörur á leið milli Evrópu og Bandaríkjanna. Þá sé mikil uppbygging fyrirhuguð í Þorlákshöfn á næstu árum á sviði iðnaðar, stóriðju og matvælaiðnaðar. „Við uppbygginguna verður lögð áhersla á að nýta auðlindir og aðstöðu sem fyrir er með áherslu á iðnað sem vel fellur að umhverfinu. Samhliða er ráðgert að byggja upp hafnaraðstöðu samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru til stórskipahafnar. Auk þess að nýta hafnaraðstöðuna fyrir inn- og útflutning til landsins er höfninni ætlað að vera inn- og útflutningshöfn fyrir iðnaðarsvæðið,“ segir í tillögunni. Þá sé Þorlákshöfn eina þjónustuhöfnin fyrir allt Suðurlandsundirlendið. „Á Suðurlandi eru mikil tækifæri til frekari atvinnuuppbyggingar. Erlend stórfyrirtæki í ýmsum greinum stóriðju hafa staðið í viðræðum við bæjaryfirvöld í Ölfusi um uppbyggingu sem hefði mikla og jákvæða þýðingu fyrir Suðurland og landið allt. Því skiptir miklu máli að geta brugðist við eftirspurninni með stuttum fyrirvara og augljóst er að nauðsynlegir innviðir, svo sem hafnaraðstaða, þurfa að vera fyrir hendi,“ segir jafnframt í tillögunni. Þá er fullyrt að líklega muni þrengja verulega að Sundahöfn á næstu árum, m.a. vegna hugmynda um blandaða íbúðarbyggð á iðnaðarsvæðinu neðan við Sæbraut. „Þá leitar hafnarstarfsemin annað, hugsanlega í Þorlákshöfn sem hefur nægt landrými og liggur vel við siglingum. Auk þess er Árborgarsvæðið öflugt bakland með fjölþættri þjónustu og er aðeins í 50 km fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.“ Alþingi Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Sjö þingmenn Suðurkjördæmis úr Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki, Samfylkingu og Bjartri Framtíð hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem skorað er á á innanríkisráðherra að fela Vegagerðinni að hefja undirbúning að hönnun og stækkun Þorlákshafnar svo hún verði stórskipahöfn. Gert er ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdirnar gæti orðið á milli átta og ellefu milljarðar króna. Eftir stækkunina eigi Þorlákshöfn að tekið á móti skipum í Panmax-flokki sem séu allt að 290 metra löng og allt að 80 þúsund tonn að stærð og geti flutt allt að 12 þúsund TEU-gámaeiningar. Til samanburðar eru Dettifoss og Goðafoss, stærstu skip íslenska skipaflutningaflotans, 1457 gámaeiningar.Gæti orðið umskipunarhöfn milli Bandaríkjanna og Evrópu Ráðgert er að höfnin gæti orðið umskipunarhöfn fyrir vörur á leið milli Evrópu og Bandaríkjanna. Þá sé mikil uppbygging fyrirhuguð í Þorlákshöfn á næstu árum á sviði iðnaðar, stóriðju og matvælaiðnaðar. „Við uppbygginguna verður lögð áhersla á að nýta auðlindir og aðstöðu sem fyrir er með áherslu á iðnað sem vel fellur að umhverfinu. Samhliða er ráðgert að byggja upp hafnaraðstöðu samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru til stórskipahafnar. Auk þess að nýta hafnaraðstöðuna fyrir inn- og útflutning til landsins er höfninni ætlað að vera inn- og útflutningshöfn fyrir iðnaðarsvæðið,“ segir í tillögunni. Þá sé Þorlákshöfn eina þjónustuhöfnin fyrir allt Suðurlandsundirlendið. „Á Suðurlandi eru mikil tækifæri til frekari atvinnuuppbyggingar. Erlend stórfyrirtæki í ýmsum greinum stóriðju hafa staðið í viðræðum við bæjaryfirvöld í Ölfusi um uppbyggingu sem hefði mikla og jákvæða þýðingu fyrir Suðurland og landið allt. Því skiptir miklu máli að geta brugðist við eftirspurninni með stuttum fyrirvara og augljóst er að nauðsynlegir innviðir, svo sem hafnaraðstaða, þurfa að vera fyrir hendi,“ segir jafnframt í tillögunni. Þá er fullyrt að líklega muni þrengja verulega að Sundahöfn á næstu árum, m.a. vegna hugmynda um blandaða íbúðarbyggð á iðnaðarsvæðinu neðan við Sæbraut. „Þá leitar hafnarstarfsemin annað, hugsanlega í Þorlákshöfn sem hefur nægt landrými og liggur vel við siglingum. Auk þess er Árborgarsvæðið öflugt bakland með fjölþættri þjónustu og er aðeins í 50 km fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.“
Alþingi Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira