Martin: Ætla að taka sex Evrópumót í viðbót áður en ég hætti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 22:55 Martin Hermannsson skorar í kvöld. Vísir/Valli Martin Hermannsson stóð sig frábærlega með íslenska körfuboltalandsliðnu á Evrópumótinu í Berlín en hann var með 6 stig og 3 stoðsendingar á móti Tyrkjum í kvöld. „Stuðningurinn og upplifunin að fá að vera inn á vellinum og spila fyrir framan þetta fólk og á móti svona sterku liði. Þetta var alveg geggjað," sagði Martin eftir leikinn. Tyrkir voru oft við það að ætla að fara að stinga íslenska liðið af en strákarnir komu alltaf til baka. „Ég á eiginlega ekki orð yfir okkur. Ég hef aldrei séð svona góða frammistöðu hjá íslensku körfuboltaliði á ævinni. Maður ímyndar sér að ef við hefðum verið í einhverjum öðrum riðli með liðum sem við hefðum getað unnið með svona spilamennsku. Þá hefðum við kannski verið komnir áfram í sextán liða úrslit. Það hefði verið rosalegt," sagði Martin. „Við höfum bætt okkur rosalega. Að sjá muninn á okkur frá því að ég byrjaði í landsliðinu fyrir þremur árum. Skilningurinn og hvað menn eru kokhraustir og tilbúnir að spila á móti þessum risaþjóðum og standa í þeim. Það er magnað," sagði Martin. Hann dansaði oft í kringum tveggja metra mennina í mótinu og skoraði margar smekklegar körfur. „Ég er búinn að vinna vel í þessum "flóter" og það er eins gott að nýta hann," sagði Martin sem skoraði þrjár flottar körfur á móti Tyrkjum. Martin sér fram á bjarta framtíð hjá íslenska körfuboltalandsliðinu. „Ég ætla að taka kannski sex Evrópumót í viðbót áður en ég hætti," sagði Martin léttur en verður hann þá ekki að sannfæra "gömlu" karlanna um að halda áfram. „Við skiptum um hné hjá Jóni, Logi er "forever young" og við erum því í góðum málum. Ég ætla að byrja á því að taka áratug í viðbót og svo sjáum við til," sagði Martin hress að lokum. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Logi: Ég tróð mér inná í lokin Logi Gunnarsson átti mjög flottan leik á móti Tyrkjum í kvöld en hann kom með 16 stig af bekknum og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum. 10. september 2015 22:22 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00 Hlynur: Höfum gert þetta saman að ótrúlegri lífsreynslu Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var hálfklökkur þegar hann hitti blaðamann eftir allan sönginn og gæsahúðarmómentin með íslenska stuðningsfólkinu inn í sal. 10. september 2015 22:38 Jón Arnór: Eftir svona mót vill maður ekkert hætta Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld. 10. september 2015 22:31 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira
Martin Hermannsson stóð sig frábærlega með íslenska körfuboltalandsliðnu á Evrópumótinu í Berlín en hann var með 6 stig og 3 stoðsendingar á móti Tyrkjum í kvöld. „Stuðningurinn og upplifunin að fá að vera inn á vellinum og spila fyrir framan þetta fólk og á móti svona sterku liði. Þetta var alveg geggjað," sagði Martin eftir leikinn. Tyrkir voru oft við það að ætla að fara að stinga íslenska liðið af en strákarnir komu alltaf til baka. „Ég á eiginlega ekki orð yfir okkur. Ég hef aldrei séð svona góða frammistöðu hjá íslensku körfuboltaliði á ævinni. Maður ímyndar sér að ef við hefðum verið í einhverjum öðrum riðli með liðum sem við hefðum getað unnið með svona spilamennsku. Þá hefðum við kannski verið komnir áfram í sextán liða úrslit. Það hefði verið rosalegt," sagði Martin. „Við höfum bætt okkur rosalega. Að sjá muninn á okkur frá því að ég byrjaði í landsliðinu fyrir þremur árum. Skilningurinn og hvað menn eru kokhraustir og tilbúnir að spila á móti þessum risaþjóðum og standa í þeim. Það er magnað," sagði Martin. Hann dansaði oft í kringum tveggja metra mennina í mótinu og skoraði margar smekklegar körfur. „Ég er búinn að vinna vel í þessum "flóter" og það er eins gott að nýta hann," sagði Martin sem skoraði þrjár flottar körfur á móti Tyrkjum. Martin sér fram á bjarta framtíð hjá íslenska körfuboltalandsliðinu. „Ég ætla að taka kannski sex Evrópumót í viðbót áður en ég hætti," sagði Martin léttur en verður hann þá ekki að sannfæra "gömlu" karlanna um að halda áfram. „Við skiptum um hné hjá Jóni, Logi er "forever young" og við erum því í góðum málum. Ég ætla að byrja á því að taka áratug í viðbót og svo sjáum við til," sagði Martin hress að lokum.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Logi: Ég tróð mér inná í lokin Logi Gunnarsson átti mjög flottan leik á móti Tyrkjum í kvöld en hann kom með 16 stig af bekknum og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum. 10. september 2015 22:22 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00 Hlynur: Höfum gert þetta saman að ótrúlegri lífsreynslu Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var hálfklökkur þegar hann hitti blaðamann eftir allan sönginn og gæsahúðarmómentin með íslenska stuðningsfólkinu inn í sal. 10. september 2015 22:38 Jón Arnór: Eftir svona mót vill maður ekkert hætta Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld. 10. september 2015 22:31 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira
Logi: Ég tróð mér inná í lokin Logi Gunnarsson átti mjög flottan leik á móti Tyrkjum í kvöld en hann kom með 16 stig af bekknum og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum. 10. september 2015 22:22
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00
Hlynur: Höfum gert þetta saman að ótrúlegri lífsreynslu Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var hálfklökkur þegar hann hitti blaðamann eftir allan sönginn og gæsahúðarmómentin með íslenska stuðningsfólkinu inn í sal. 10. september 2015 22:38
Jón Arnór: Eftir svona mót vill maður ekkert hætta Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld. 10. september 2015 22:31