Logi: Ég tróð mér inná í lokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 22:22 Logi Gunnarsson fagnar hér jöfnunarkörfunni sinni. Vísir/Valli Logi Gunnarsson átti mjög flottan leik á móti Tyrkjum í kvöld en hann kom með 16 stig af bekknum og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum. Logi Gunnarsson tryggði meðal annars íslenska liðinu framlengingu með frábæru skoti 1,2 sekúndum fyrir leikslok. „Ég tróð mér eiginlega inn á völlinn. Ég togaði í þjálfarana og sagði: Þurfið þið ekki að hafa einn í viðbót sem getur skotið þriggja stiga. Þeir sögð: Jú, jú, komdu, komdu," sagði Logi hlæjandi eftir leikinn. „Ég tróð mér þarna inn og svo fékk ég skot og setti það. Það er svo sem ekkert annað en að gera en að setja þessi skot ofan í þegar maður fær þau," sagði Logi. „Það er magnað að vera í framlengingu á móti svona sterku liði sem er búið að vera í úrslitum á HM. Það er ótrúlegt hjá okkur að vera í leik á móti þeim og geta unnið hann. Þeir voru síðan bara of góðir í lokin. Þeir eru með þessa stærð og orkan var kannski farin hjá okkur að geta barist við þá," sagði Logi. „Við börðumst við þá í 41 mínútu en svo var þetta bara of erfitt," sagði Logi. Logi og Jakob komu saman með 38 stig af bekknum og sá til þess að íslenski bekkurinn vann þann tyrkneska 44-33. „Við höfum verið byrjunarliðsmenn í þessu liði í mörg ár og tökum því bara þegar við komum inná og reynum að hjálpa liðinu eins og við getum. Við höfum gert það alltaf og gerðum það í dag," sagði Logi. Logi hefur spilað marga rosalega leiki á ferlinum en í hvaða sæti er þessi leikur hjá honum? „Þessi er ábyggilega í topp þremur á ferlinum. Þess vegna vildi maður vilja vinna hann en svona er þetta," sagði Logi sem gat ekki falið þreytuna eftir fimmta leikinn á sex dögum. „Núna fer ég og hvíli mig aðeins enda laskaður. Ætli ég hvíli mig ekki tvær til þrjár vikur enda þarf ég að ná mér af meiðslum og svona," sagði Logi sem vill ekki gefa neitt strax út um framhaldið. „Ég ætla að bíða og sjá hvaða lið fara með okkur í undankeppnina næst. Þetta er svo gaman að mig langar að prófa þetta aftur. Ég held að ég sé ekkert hættur alveg strax," sagði Logi að lokum. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Logi Gunnarsson átti mjög flottan leik á móti Tyrkjum í kvöld en hann kom með 16 stig af bekknum og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum. Logi Gunnarsson tryggði meðal annars íslenska liðinu framlengingu með frábæru skoti 1,2 sekúndum fyrir leikslok. „Ég tróð mér eiginlega inn á völlinn. Ég togaði í þjálfarana og sagði: Þurfið þið ekki að hafa einn í viðbót sem getur skotið þriggja stiga. Þeir sögð: Jú, jú, komdu, komdu," sagði Logi hlæjandi eftir leikinn. „Ég tróð mér þarna inn og svo fékk ég skot og setti það. Það er svo sem ekkert annað en að gera en að setja þessi skot ofan í þegar maður fær þau," sagði Logi. „Það er magnað að vera í framlengingu á móti svona sterku liði sem er búið að vera í úrslitum á HM. Það er ótrúlegt hjá okkur að vera í leik á móti þeim og geta unnið hann. Þeir voru síðan bara of góðir í lokin. Þeir eru með þessa stærð og orkan var kannski farin hjá okkur að geta barist við þá," sagði Logi. „Við börðumst við þá í 41 mínútu en svo var þetta bara of erfitt," sagði Logi. Logi og Jakob komu saman með 38 stig af bekknum og sá til þess að íslenski bekkurinn vann þann tyrkneska 44-33. „Við höfum verið byrjunarliðsmenn í þessu liði í mörg ár og tökum því bara þegar við komum inná og reynum að hjálpa liðinu eins og við getum. Við höfum gert það alltaf og gerðum það í dag," sagði Logi. Logi hefur spilað marga rosalega leiki á ferlinum en í hvaða sæti er þessi leikur hjá honum? „Þessi er ábyggilega í topp þremur á ferlinum. Þess vegna vildi maður vilja vinna hann en svona er þetta," sagði Logi sem gat ekki falið þreytuna eftir fimmta leikinn á sex dögum. „Núna fer ég og hvíli mig aðeins enda laskaður. Ætli ég hvíli mig ekki tvær til þrjár vikur enda þarf ég að ná mér af meiðslum og svona," sagði Logi sem vill ekki gefa neitt strax út um framhaldið. „Ég ætla að bíða og sjá hvaða lið fara með okkur í undankeppnina næst. Þetta er svo gaman að mig langar að prófa þetta aftur. Ég held að ég sé ekkert hættur alveg strax," sagði Logi að lokum.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00