Heilræði fyrir haustið Nanna Árnadóttir og íþróttafræðingur skrifa 11. september 2015 14:00 visir/getty Haustið er ein af mínum uppáhalds árstíðum. Ég hugsa að það sé vegna þess að mér finnst fátt huggulegra en þegar það er byrjað að dimma á kvöldin, maður getur kveikt á kertaljósum og haft það huggulegt. Mér finnst metnaðurinn sem kemur yfir fólk á haustin líka svo skemmtilegur. Allir að byrja í skóla, í rútínu í vinnunni eða á fullu í líkamsræktinni. Þessi orka finnst mér skemmtileg og eiginlega nauðsynlegur partur af haustinu, þó svo að það væri auðvitað skemmtilegra ef orkan héldist allt árið um kring. Líkamsræktarstöðvarnar eru nú þegar byrjaðar að fyllast að nýju eftir sumarið og mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að sjá hversu margir eru að hugsa sér til hreyfings. Sumir eru byrjendur en aðrir lengra komnir og mér fannst tilvalið að rifja upp nokkur góð heilræði tengd líkamsræktinni í tilefni haustsins.Hvert er markmið líkamsræktarinnar? Þegar byrjað er í líkamsrækt skal alltaf hafa í huga hvers vegna maður er að þessu. Ertu að hreyfa þig til þess að vera með strandarlíkama fyrir Spánarferðina næsta sumar, komast í kjólinn fyrir jólin eða geta notað buxur í stærð XS eða ertu að hreyfa þig til þess að breyta lífsstílnum þínum til frambúðar? Til þess að geta elt krakkana þína eftir fimm ár, til þess að geta hjálpað vinum þínum við að flytja, haft orku sem endist út daginn og mögulega, ef þú ert heppinn, reyna að minnka líkurnar á því að fá lífsstílstengda sjúkdóma?Hugsarðu lengra en nokkra mánuði fram í tímann? Ætlarðu að taka þig á í mataræðinu í september vegna þess að þig langar svo að líta vel út eða vegna þess að þig langar að líða vel? Ætlarðu aldrei að leggja þér brauð, pasta, gos, nammi, ís, kökur, ávexti, mjólkurvörur eða hvað það nú er sem þér finnst vera óhollt til munns aftur? Hefurðu prófað það áður en sprungið á endanum? Fengið endalaust samviskubit vegna þess að þú „máttir ekki“ fá þér þessa brauðsneið sem endaði með því að öll vikan var ónýt hvort sem var og legið í sukki þangað til næsta mánudag þegar næsta átak byrjaði? Er ekki kominn tími til þess að breyta hugarfarinu til hins betra?Þetta er langhlaup, ekki spretthlaup Til þess að ná árangri til frambúðar er mikilvægt að spyrja sig „af hverju er ég að leggja þetta á mig?“ Þegar maður horfir á árangur eingöngu frá útlitslegu sjónarhorni verður maður aldrei ánægður nema rétt á meðan sixpakkið stendur út eða bíseppinn fyllir út í ermina. Hins vegar ef markmiðið er alltaf að geta gert aðeins fleiri armbeygjur eða upphýfingar, borðað hollan mat vegna þess að þú ert orkumeiri eða líður betur í maganum, geta tekið aðeins meira í bekk, gengið upp á aðeins hærra fjall, minnka líkurnar á að fá sykursýki 2 eða einfaldlega geta haldið á barnabarninu á meðan það er í pössun hjá þér eru allar líkur á því að þú eigir eftir að ná markmiðinu og gott betur en það. Byrjum hægt og rólega að breyta lífsstílnum okkar, tökum lítil skref í einu, verum ekki of hörð við okkur og höfum gaman af þessu. Þá fara hlutirnir að gerast! Heilsa Tengdar fréttir Ég hef engan tíma aflögu! Margir kvarta undan því að hafa ekki tíma til þess að hreyfa sig. Það er bara einfaldlega of mikið að gera. En lestu áfram því hér má mögulega finna svarið við tímaskortinum 8. september 2015 11:00 Æfirðu of mikið? Svo virðist sem margir trúi því að því meira sem þeir æfi, því betri árangur náist. Margir sem byrja á stífu æfingaprógrammi falla í þá gryfju að æfa allt of mikið í þeirri von að árangurinn komi fyrr. En hvað er rétt eða rangt í þessum málum. 18. ágúst 2015 11:00 Hlaupið um göturnar Ætlar þú að hlaupa um helgina? 24. ágúst 2015 11:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Haustið er ein af mínum uppáhalds árstíðum. Ég hugsa að það sé vegna þess að mér finnst fátt huggulegra en þegar það er byrjað að dimma á kvöldin, maður getur kveikt á kertaljósum og haft það huggulegt. Mér finnst metnaðurinn sem kemur yfir fólk á haustin líka svo skemmtilegur. Allir að byrja í skóla, í rútínu í vinnunni eða á fullu í líkamsræktinni. Þessi orka finnst mér skemmtileg og eiginlega nauðsynlegur partur af haustinu, þó svo að það væri auðvitað skemmtilegra ef orkan héldist allt árið um kring. Líkamsræktarstöðvarnar eru nú þegar byrjaðar að fyllast að nýju eftir sumarið og mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að sjá hversu margir eru að hugsa sér til hreyfings. Sumir eru byrjendur en aðrir lengra komnir og mér fannst tilvalið að rifja upp nokkur góð heilræði tengd líkamsræktinni í tilefni haustsins.Hvert er markmið líkamsræktarinnar? Þegar byrjað er í líkamsrækt skal alltaf hafa í huga hvers vegna maður er að þessu. Ertu að hreyfa þig til þess að vera með strandarlíkama fyrir Spánarferðina næsta sumar, komast í kjólinn fyrir jólin eða geta notað buxur í stærð XS eða ertu að hreyfa þig til þess að breyta lífsstílnum þínum til frambúðar? Til þess að geta elt krakkana þína eftir fimm ár, til þess að geta hjálpað vinum þínum við að flytja, haft orku sem endist út daginn og mögulega, ef þú ert heppinn, reyna að minnka líkurnar á því að fá lífsstílstengda sjúkdóma?Hugsarðu lengra en nokkra mánuði fram í tímann? Ætlarðu að taka þig á í mataræðinu í september vegna þess að þig langar svo að líta vel út eða vegna þess að þig langar að líða vel? Ætlarðu aldrei að leggja þér brauð, pasta, gos, nammi, ís, kökur, ávexti, mjólkurvörur eða hvað það nú er sem þér finnst vera óhollt til munns aftur? Hefurðu prófað það áður en sprungið á endanum? Fengið endalaust samviskubit vegna þess að þú „máttir ekki“ fá þér þessa brauðsneið sem endaði með því að öll vikan var ónýt hvort sem var og legið í sukki þangað til næsta mánudag þegar næsta átak byrjaði? Er ekki kominn tími til þess að breyta hugarfarinu til hins betra?Þetta er langhlaup, ekki spretthlaup Til þess að ná árangri til frambúðar er mikilvægt að spyrja sig „af hverju er ég að leggja þetta á mig?“ Þegar maður horfir á árangur eingöngu frá útlitslegu sjónarhorni verður maður aldrei ánægður nema rétt á meðan sixpakkið stendur út eða bíseppinn fyllir út í ermina. Hins vegar ef markmiðið er alltaf að geta gert aðeins fleiri armbeygjur eða upphýfingar, borðað hollan mat vegna þess að þú ert orkumeiri eða líður betur í maganum, geta tekið aðeins meira í bekk, gengið upp á aðeins hærra fjall, minnka líkurnar á að fá sykursýki 2 eða einfaldlega geta haldið á barnabarninu á meðan það er í pössun hjá þér eru allar líkur á því að þú eigir eftir að ná markmiðinu og gott betur en það. Byrjum hægt og rólega að breyta lífsstílnum okkar, tökum lítil skref í einu, verum ekki of hörð við okkur og höfum gaman af þessu. Þá fara hlutirnir að gerast!
Heilsa Tengdar fréttir Ég hef engan tíma aflögu! Margir kvarta undan því að hafa ekki tíma til þess að hreyfa sig. Það er bara einfaldlega of mikið að gera. En lestu áfram því hér má mögulega finna svarið við tímaskortinum 8. september 2015 11:00 Æfirðu of mikið? Svo virðist sem margir trúi því að því meira sem þeir æfi, því betri árangur náist. Margir sem byrja á stífu æfingaprógrammi falla í þá gryfju að æfa allt of mikið í þeirri von að árangurinn komi fyrr. En hvað er rétt eða rangt í þessum málum. 18. ágúst 2015 11:00 Hlaupið um göturnar Ætlar þú að hlaupa um helgina? 24. ágúst 2015 11:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Ég hef engan tíma aflögu! Margir kvarta undan því að hafa ekki tíma til þess að hreyfa sig. Það er bara einfaldlega of mikið að gera. En lestu áfram því hér má mögulega finna svarið við tímaskortinum 8. september 2015 11:00
Æfirðu of mikið? Svo virðist sem margir trúi því að því meira sem þeir æfi, því betri árangur náist. Margir sem byrja á stífu æfingaprógrammi falla í þá gryfju að æfa allt of mikið í þeirri von að árangurinn komi fyrr. En hvað er rétt eða rangt í þessum málum. 18. ágúst 2015 11:00