Spánverjar sendu heimamenn út úr Evrópumótinu eftir spennuleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 17:33 Pau Gasol í baráttunni við Dirk Nowitzki í leiknum. Vísir/Getty Spánn vann eins stigs sigur á Þýskalandi, 77-76, í æsispennandi síðasta leik liðanna í B-riðli okkar Íslendinga en Þjóðverjar unnu þar með bara Ísland á Evrópumótinu og eru úr leik. Spánn er eins og er í þriðja sæti riðilsins á eftir Ítalíu en vinni Tyrkir Ísland á eftir þá komast Spánverjar upp í 2. sætið á betri árangri í innbyrðsleikjum við Ítalíu og Tyrkland.Evrópumótið er eflaust talsverð vonbrigði fyrir Dirk Nowitzki og það er óhætt að segja að hugsanleg kveðjustund hans með landsliðinu hafi ekki verið merkilega. Þýska liðið tapaði fjórum síðustu leikjum sínum og Dirk Nowitzki var í hálfgerðu aukahlutverki og alls ekki að spila vel. Dennis Schröder var besti maður þýska liðsins í mótinu en hann var með 26 stig og 7 stoðsendingar í kvöld. Dennis Schröder klikkaði hinsvegar á víti í lokin, víti sem hefði fært liðinu framlengingu ef að það hefði farið niður. Pau Gasol er hinsvegar að halda uppi sínu liði en þessi frábæri leikmaður var með 16 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar í sigrinum á Þjóðverjum í kvöld. Bakvörður leikreyndi Sergio Rodriguez átti líka sinn besta leik í mótinu og var stigahæstur með 19 stig.Dirk Nowitzki setti niður fyrsta skotið sitt og Þjóðverjar komust í 5-2 í byrjun leiks en Spánverjar svöruður með 7-0 spretti og voru eftir það skrefinu á undan í fyrsta leikhlutanum. Þýska liðið átti hinsvegar lokaorðið í leikhlutanum þegar Robin Benzing smellti niður þristi og kom Þjóðverjum í 20-18 rétt áður en fyrsti leikhlutinn rann út. Þjóðverjar komust fjórum stigum yfir í byrjun annars leikhluta en þá stigu Spánverjar aftur á bensíngjöfuna og tóku frumkvæðið á ný. Tvær tilþrifatroðslur Tibor Pleiss hjálpuðu Þjóðverjum að hanga í spænska liðinu og endanum voru Spánverjar bara með þriggja stiga forystu í hálfleik, 41-38.Sergio Rodriguez átti mjög góðan annan leikhluta og skoraði þar 10 af 23 stigum spænska liðsins. Paul Gasol var farinn að gæla við þrennuna enda kominn með 10 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar í fyrri hálfleiknum. Munurinn fór niður í eitt stig í upphafi seinni en Spánverjar höfðu frumkvæðið og voru komnir sjö stigum yfir um miðjan hálfleikinn. Nú héldu Spánverjar áfram og juku muninn upp í tólf stig, 60-48, fyrir lok þriðja leikhlutans. Spánverjar voru tíu stigum yfir, 68-58, þegar fimm mínútur voru eftir en þá kom góður sprettur hjá þýska liðinu og munurinn fór niður í fjögur stig, 70-66, sem kveikti heldur betur í þýskum áhorfendum í stúkunni. Sergio Rodriguez setti þá niður mikilvægan þrist og hver þýska sóknin á fætur annarri fór út í eitthvað bull. Þjóðverjar gáfust þó ekki upp. Dirk Nowitzki minnkaði muninn í fjögur stig með þriggja stiga körfu, 73-69, og Maodo Lo kom honum niður í eitt stig, 73-72, með hraðaupphlaupsþristi þegar aðeins 22 sekúndur voru eftir af leiknum. Sergio Llull fékk tvö víti þegar 16,7 sekúndur voru eftir, skoraði úr báðum og kom Spánverjum þremur stigum yfir, 75-72. Spánverjar sendu Dennis Schröder hinsvegar á vítalínuna í stað þess að fá á sig þrist.Dennis Schröder nýtti bæði og munurinn var aftur eitt stig, 75-74, þegar 9,4 sekúndur voru eftir. Sergio Llull fékk aftur tvö víti, 7,9 sekúndur fyrir leikslok og setti bæði niður. Dennis Schröder hafði tíma til að keyra fram og fá þrjú víti þegar 3,8 sekúndur voru eftir. Schröder hitti úr tveimur fyrstu en ekki því síðasta og Pau Gasol náði frákastinu sem vann leikinn. EM 2015 í Berlín Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Sjá meira
Spánn vann eins stigs sigur á Þýskalandi, 77-76, í æsispennandi síðasta leik liðanna í B-riðli okkar Íslendinga en Þjóðverjar unnu þar með bara Ísland á Evrópumótinu og eru úr leik. Spánn er eins og er í þriðja sæti riðilsins á eftir Ítalíu en vinni Tyrkir Ísland á eftir þá komast Spánverjar upp í 2. sætið á betri árangri í innbyrðsleikjum við Ítalíu og Tyrkland.Evrópumótið er eflaust talsverð vonbrigði fyrir Dirk Nowitzki og það er óhætt að segja að hugsanleg kveðjustund hans með landsliðinu hafi ekki verið merkilega. Þýska liðið tapaði fjórum síðustu leikjum sínum og Dirk Nowitzki var í hálfgerðu aukahlutverki og alls ekki að spila vel. Dennis Schröder var besti maður þýska liðsins í mótinu en hann var með 26 stig og 7 stoðsendingar í kvöld. Dennis Schröder klikkaði hinsvegar á víti í lokin, víti sem hefði fært liðinu framlengingu ef að það hefði farið niður. Pau Gasol er hinsvegar að halda uppi sínu liði en þessi frábæri leikmaður var með 16 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar í sigrinum á Þjóðverjum í kvöld. Bakvörður leikreyndi Sergio Rodriguez átti líka sinn besta leik í mótinu og var stigahæstur með 19 stig.Dirk Nowitzki setti niður fyrsta skotið sitt og Þjóðverjar komust í 5-2 í byrjun leiks en Spánverjar svöruður með 7-0 spretti og voru eftir það skrefinu á undan í fyrsta leikhlutanum. Þýska liðið átti hinsvegar lokaorðið í leikhlutanum þegar Robin Benzing smellti niður þristi og kom Þjóðverjum í 20-18 rétt áður en fyrsti leikhlutinn rann út. Þjóðverjar komust fjórum stigum yfir í byrjun annars leikhluta en þá stigu Spánverjar aftur á bensíngjöfuna og tóku frumkvæðið á ný. Tvær tilþrifatroðslur Tibor Pleiss hjálpuðu Þjóðverjum að hanga í spænska liðinu og endanum voru Spánverjar bara með þriggja stiga forystu í hálfleik, 41-38.Sergio Rodriguez átti mjög góðan annan leikhluta og skoraði þar 10 af 23 stigum spænska liðsins. Paul Gasol var farinn að gæla við þrennuna enda kominn með 10 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar í fyrri hálfleiknum. Munurinn fór niður í eitt stig í upphafi seinni en Spánverjar höfðu frumkvæðið og voru komnir sjö stigum yfir um miðjan hálfleikinn. Nú héldu Spánverjar áfram og juku muninn upp í tólf stig, 60-48, fyrir lok þriðja leikhlutans. Spánverjar voru tíu stigum yfir, 68-58, þegar fimm mínútur voru eftir en þá kom góður sprettur hjá þýska liðinu og munurinn fór niður í fjögur stig, 70-66, sem kveikti heldur betur í þýskum áhorfendum í stúkunni. Sergio Rodriguez setti þá niður mikilvægan þrist og hver þýska sóknin á fætur annarri fór út í eitthvað bull. Þjóðverjar gáfust þó ekki upp. Dirk Nowitzki minnkaði muninn í fjögur stig með þriggja stiga körfu, 73-69, og Maodo Lo kom honum niður í eitt stig, 73-72, með hraðaupphlaupsþristi þegar aðeins 22 sekúndur voru eftir af leiknum. Sergio Llull fékk tvö víti þegar 16,7 sekúndur voru eftir, skoraði úr báðum og kom Spánverjum þremur stigum yfir, 75-72. Spánverjar sendu Dennis Schröder hinsvegar á vítalínuna í stað þess að fá á sig þrist.Dennis Schröder nýtti bæði og munurinn var aftur eitt stig, 75-74, þegar 9,4 sekúndur voru eftir. Sergio Llull fékk aftur tvö víti, 7,9 sekúndur fyrir leikslok og setti bæði niður. Dennis Schröder hafði tíma til að keyra fram og fá þrjú víti þegar 3,8 sekúndur voru eftir. Schröder hitti úr tveimur fyrstu en ekki því síðasta og Pau Gasol náði frákastinu sem vann leikinn.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Sjá meira