Kæri Sigmundur Davíð, ekki gera okkur að skíthælum Sif Sigmarsdóttir skrifar 11. september 2015 10:00 Enn á ný er ellefti september runninn upp. Í hugum flestra á Vesturlöndum mun dagsetningin ávallt standa fyrir mannlegan harmleik í sinni fánýtustu mynd; blóðsúthellingar, hrottaskap og grimmd. Ekkert okkar sem sá í fréttum farþegaþoturnar skella á tvíburaturnunum í New York þennan bjarta haustdag árið 2001 mun nokkurn tímann gleyma því sem fyrir augu bar. Orðin „við megum aldrei gleyma,“ hafa ítrekað verið höfð um ellefta september. Bæði George Bush og Barack Obama hafa viðhaft þessi hvatningarorð í hátíðarræðum. Frasinn mun án efa skjóta upp kollinum einhvers staðar þegar fjölmiðlar minnast árásanna í dag. En hvers vegna megum við ekki gleyma?Framtíðinni gloprað niður Þegar ég skráði mig í háskólanám í sagnfræði að menntaskóla loknum var það við litla hrifningu flestra sem ég bar ákvörðunina undir. Þögnin sem ríkti í bílnum þegar mér nákomnir óku með mig upp í HÍ til að skila inn umsóknareyðublaðinu sagði allt um þrúgandi vonleysi framtíðar minnar – að stúdera fortíðina var að glopra niður framtíð minni. Meira að segja sögukennarinn minn í menntaskóla setti upp svip þegar ég tilkynnti henni hróðug að ég ætlaði að læra meira af því sem hún var að kenna mér. En ég lét ekki segjast. Ég hafði nefnilega háleit markmið. Ég ætlaði að verða ofurhetja þegar ég yrði stór. Já, svona eins og Súpermann.Forsætisráðherra er kryptónít Einkunnarorðin „við megum aldrei gleyma“ hafa verið höfð um hin ýmsu voðaverk í mannkynssögunni. Líklega tengja þó flestir þetta móralska ákall við Helförina en það komst í almenna notkun í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar er óhæfuverk nasista urðu heimsbyggðinni ljós. Það var í þessum orðum sem ég taldi ofurkrafta sagnfræðingsins liggja. Rétt eins og Köngulóarmaðurinn gat klifrað upp veggi og Súpermann gat flogið gat sagnfræðingurinn komið í veg fyrir að fólk gleymdi. Fjöldi þekktra tilvitnana um mátt minnisins sýnir hve útbreidd sú trú er að leiðin að betrun sé að gleyma ekki misgjörðum okkar og göllum og læra af reynslunni. „Þeir sem kjósa að gleyma fortíðinni eru dæmdir til að endurtaka hana.“ „Sagan endurtekur sig kannski ekki en hún rímar.“ Ég komst hins vegar að því á dögunum að ef ég er Súpermann er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kryptónít, geislavirka málmgrýtið sem er það eina sem getur yfirbugað ofurhetjuna fljúgandi.Með dauðann á hælunum Rétt eins og fréttamyndir af árásunum á tvíburaturnana hreyfðu svo við okkur að heimsmynd okkar tók pólskiptum á einu andartaki hrikti í stoðum mennsku okkar þegar við sáum mynd af líki ungs drengs frá Sýrlandi liggja á grúfu á sandströnd í Tyrklandi í síðustu viku. Þetta var dropinn sem fyllti mælinn. Auðvitað yrðum við að gera eitthvað til að hjálpa þessu fólki sem flúði heimkynni sín með dauðann á hælunum. Það stóð ekki á viðbrögðum Íslendinga. Þúsundir buðu fram aðstoð sína. Örfáir ákváðu þó að synda gegn straumnum. Í viðtali við Morgunblaðið um síðustu helgi sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra að við mættum ekki láta fréttamyndir stýra viðbrögðum okkar við flóttamannastraumnum frá Sýrlandi. „Það væri varhugavert ef Evrópa sendir þau skilaboð að til að fá aðstoð þurfi flóttamenn að leita ásjár glæpahópa og leggja sig í lífshættu við að reyna að sigla til Evrópu … Áhrifaríkar fréttamyndir vekja sterk viðbrögð hjá okkur en við megum ekki gleyma þeim sem ekki sjást á myndunum. Viðbrögð okkar geta aldrei miðað að því að uppfylla mögulega þörf okkar sjálfra fyrir að sjá árangurinn af starfinu eða hljóta þakkir fyrir.“ Um leið og Sigmundur Davíð sakaði Íslendinga um einhvers konar mannúðarsjálfsfróun sló hann öll vopn úr hendi mér. Ofurkrafturinn minn varð að engu. Evrópa stendur frammi fyrir mesta flóttamannavanda frá heimsstyrjöldinni síðari. Við munum vel hvað gerðist á þeim árum. Við munum vel hvernig fór fyrir sex milljónum gyðinga. Sigmundur Davíð er ekkert búinn að gleyma. En það virðist samt ekki skipta neinu máli. Þótt fólk muni eru sumir reiðubúnir að horfa upp á söguna endurtaka sig – eða ríma.Hinn aðgerðalausi sjónarvottur „Ég er sannfærð um að Helförin geti gerst aftur,“ sagði Miep Gies, ein þeirra sem aðstoðuðu fjölskyldu Önnu Frank við að fela sig fyrir nasistum í Amsterdam í síðari heimsstyrjöldinni. „Hún er nú þegar búin að gerast aftur: Kambódía, Rúanda, Bosnía.“ Kannski er ástæða fyrir því að teiknimyndasögurisinn Marvel hefur ekki gefið út efni um ofurhetjuna Gleymskubanann. Kannski er það nefnilega ekki gleymskan sem mennskunni stafar mest hætta af. Logandi háhýsi, lík smábarns. Sama hvað forsætisráðherra fullyrðir um fréttamyndir endurspegla þær í flestum tilfellum raunveruleikann. Í raunveruleikanum höfum við val. Við getum valið að standa aðgerðalaus hjá er hörmungar dynja yfir eða við getum reynt að hjálpa til við að lágmarka skaðann. Það sem mennskunni stafar mest hætta af, meiri hætta en af gleymskunni, er hinn aðgerðalausi sjónarvottur. Íslensk þjóð hefur tjáð hug sinn. Við viljum ekki vera sá sem sér það sem fram fer en gerir ekki neitt. Við viljum ekki vera eins og Ungverjar og Bretar sem virðast ætla að leggja smánarlega lítið af mörkum til aðstoðar flóttafólki frá Sýrlandi. Við viljum vera eins og Þýskaland og Svíþjóð. Við viljum hjálpa. Kæri Sigmundur Davíð, við viljum ekki vera skíthælar. Ekki gera okkur að skíthælum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Enn á ný er ellefti september runninn upp. Í hugum flestra á Vesturlöndum mun dagsetningin ávallt standa fyrir mannlegan harmleik í sinni fánýtustu mynd; blóðsúthellingar, hrottaskap og grimmd. Ekkert okkar sem sá í fréttum farþegaþoturnar skella á tvíburaturnunum í New York þennan bjarta haustdag árið 2001 mun nokkurn tímann gleyma því sem fyrir augu bar. Orðin „við megum aldrei gleyma,“ hafa ítrekað verið höfð um ellefta september. Bæði George Bush og Barack Obama hafa viðhaft þessi hvatningarorð í hátíðarræðum. Frasinn mun án efa skjóta upp kollinum einhvers staðar þegar fjölmiðlar minnast árásanna í dag. En hvers vegna megum við ekki gleyma?Framtíðinni gloprað niður Þegar ég skráði mig í háskólanám í sagnfræði að menntaskóla loknum var það við litla hrifningu flestra sem ég bar ákvörðunina undir. Þögnin sem ríkti í bílnum þegar mér nákomnir óku með mig upp í HÍ til að skila inn umsóknareyðublaðinu sagði allt um þrúgandi vonleysi framtíðar minnar – að stúdera fortíðina var að glopra niður framtíð minni. Meira að segja sögukennarinn minn í menntaskóla setti upp svip þegar ég tilkynnti henni hróðug að ég ætlaði að læra meira af því sem hún var að kenna mér. En ég lét ekki segjast. Ég hafði nefnilega háleit markmið. Ég ætlaði að verða ofurhetja þegar ég yrði stór. Já, svona eins og Súpermann.Forsætisráðherra er kryptónít Einkunnarorðin „við megum aldrei gleyma“ hafa verið höfð um hin ýmsu voðaverk í mannkynssögunni. Líklega tengja þó flestir þetta móralska ákall við Helförina en það komst í almenna notkun í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar er óhæfuverk nasista urðu heimsbyggðinni ljós. Það var í þessum orðum sem ég taldi ofurkrafta sagnfræðingsins liggja. Rétt eins og Köngulóarmaðurinn gat klifrað upp veggi og Súpermann gat flogið gat sagnfræðingurinn komið í veg fyrir að fólk gleymdi. Fjöldi þekktra tilvitnana um mátt minnisins sýnir hve útbreidd sú trú er að leiðin að betrun sé að gleyma ekki misgjörðum okkar og göllum og læra af reynslunni. „Þeir sem kjósa að gleyma fortíðinni eru dæmdir til að endurtaka hana.“ „Sagan endurtekur sig kannski ekki en hún rímar.“ Ég komst hins vegar að því á dögunum að ef ég er Súpermann er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kryptónít, geislavirka málmgrýtið sem er það eina sem getur yfirbugað ofurhetjuna fljúgandi.Með dauðann á hælunum Rétt eins og fréttamyndir af árásunum á tvíburaturnana hreyfðu svo við okkur að heimsmynd okkar tók pólskiptum á einu andartaki hrikti í stoðum mennsku okkar þegar við sáum mynd af líki ungs drengs frá Sýrlandi liggja á grúfu á sandströnd í Tyrklandi í síðustu viku. Þetta var dropinn sem fyllti mælinn. Auðvitað yrðum við að gera eitthvað til að hjálpa þessu fólki sem flúði heimkynni sín með dauðann á hælunum. Það stóð ekki á viðbrögðum Íslendinga. Þúsundir buðu fram aðstoð sína. Örfáir ákváðu þó að synda gegn straumnum. Í viðtali við Morgunblaðið um síðustu helgi sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra að við mættum ekki láta fréttamyndir stýra viðbrögðum okkar við flóttamannastraumnum frá Sýrlandi. „Það væri varhugavert ef Evrópa sendir þau skilaboð að til að fá aðstoð þurfi flóttamenn að leita ásjár glæpahópa og leggja sig í lífshættu við að reyna að sigla til Evrópu … Áhrifaríkar fréttamyndir vekja sterk viðbrögð hjá okkur en við megum ekki gleyma þeim sem ekki sjást á myndunum. Viðbrögð okkar geta aldrei miðað að því að uppfylla mögulega þörf okkar sjálfra fyrir að sjá árangurinn af starfinu eða hljóta þakkir fyrir.“ Um leið og Sigmundur Davíð sakaði Íslendinga um einhvers konar mannúðarsjálfsfróun sló hann öll vopn úr hendi mér. Ofurkrafturinn minn varð að engu. Evrópa stendur frammi fyrir mesta flóttamannavanda frá heimsstyrjöldinni síðari. Við munum vel hvað gerðist á þeim árum. Við munum vel hvernig fór fyrir sex milljónum gyðinga. Sigmundur Davíð er ekkert búinn að gleyma. En það virðist samt ekki skipta neinu máli. Þótt fólk muni eru sumir reiðubúnir að horfa upp á söguna endurtaka sig – eða ríma.Hinn aðgerðalausi sjónarvottur „Ég er sannfærð um að Helförin geti gerst aftur,“ sagði Miep Gies, ein þeirra sem aðstoðuðu fjölskyldu Önnu Frank við að fela sig fyrir nasistum í Amsterdam í síðari heimsstyrjöldinni. „Hún er nú þegar búin að gerast aftur: Kambódía, Rúanda, Bosnía.“ Kannski er ástæða fyrir því að teiknimyndasögurisinn Marvel hefur ekki gefið út efni um ofurhetjuna Gleymskubanann. Kannski er það nefnilega ekki gleymskan sem mennskunni stafar mest hætta af. Logandi háhýsi, lík smábarns. Sama hvað forsætisráðherra fullyrðir um fréttamyndir endurspegla þær í flestum tilfellum raunveruleikann. Í raunveruleikanum höfum við val. Við getum valið að standa aðgerðalaus hjá er hörmungar dynja yfir eða við getum reynt að hjálpa til við að lágmarka skaðann. Það sem mennskunni stafar mest hætta af, meiri hætta en af gleymskunni, er hinn aðgerðalausi sjónarvottur. Íslensk þjóð hefur tjáð hug sinn. Við viljum ekki vera sá sem sér það sem fram fer en gerir ekki neitt. Við viljum ekki vera eins og Ungverjar og Bretar sem virðast ætla að leggja smánarlega lítið af mörkum til aðstoðar flóttafólki frá Sýrlandi. Við viljum vera eins og Þýskaland og Svíþjóð. Við viljum hjálpa. Kæri Sigmundur Davíð, við viljum ekki vera skíthælar. Ekki gera okkur að skíthælum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun