Serbarnir unnu íslenska riðilinn á fullu húsi | Léku sér að Ítölum í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 14:13 Vísir/Getty Serbar héldu sigurgöngu sinni áfram í B-riðlinum á Evrópumótinu í körfubolta eftir 19 stiga sigur á Ítölum, 101-82, í dag í óopinberum úrslitaleik um sigurinn í riðlinum. Serbar unnu þar með alla fimm leiki sína í Berlín og mæta því á svaka siglingu inn í sextán liða úrslitin sem hefjast strax á laugardaginn í Lille í Frakklandi. Ítalir sem voru búnir að vinna þrjá leiki í röð vita það ekki fyrr en á eftir í hvaða sæti þeir enda í riðlinum. Þeir voru hinsvegar öryggir í sextán liða úrslitin fyrir leikinn. Milos Teodosic, leikstjórnandi serbneska liðsins, var áfram allt í öllu hjá liðinu alveg eins og í sigrinum á Tyrkjum í gær. Teodosic var með 17 stig og 13 stoðsendingar í gær en 26 stig og 8 stoðsendingar í dag. Serbarnir unnu með 31 stigi þegar hann var inná vellinum. Nemanja Bjelica, sem virðist hafa verið að spara sig í síðustu leikjum skoraði öll 19 stigin sín í leiknum í seinni hálfleiknum. Ítalir léku án Marco Belinelli og munaði mikið um það enda hefur hann verið að gera út um síðustu leiki liðsins. Alessandro Gentile var stigahæstur hjá Ítalíu með 19 stig og Andrea Bargnani skoraði 17 stig. Milos Teodosic skoraði 14 stig á fyrstu sjö og hálfri mínútu leiksins og hjálpaði Serbum að komast í 25-12. Serbar voru síðan 25-19 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Serbar náðu mest 13 stiga forskoti í öðrum leikhlutanum, 47-34, en Ítalir unnu síðustu tvær mínútur hálfleiksins 6-1 og minnkuðu muninn í átta stig fyrir hálfleik, 48-40. Milos Teodosic var kominn með 19 stig og 5 stoðsendingar í hálfleik og var þá búinn að eigan beinan þátt í tólf af átján körfum serbneska liðsins í hálfleiknum. Ítalir náðu að fylgja eftir góðum endi á fyrri hálfleik með því að minnka muninn í sex stig í upphafi þess þriðja, 52-46. Serbarnir gáfu þá aftur í og eftir 11-2 sprett á tæpum tveimur mínútum var munurinn orðinn fimmtán stig, 63-48. Nemanja Bjelica fór í gang í þriðja leikhlutanum og skoraði alls fimmtán stig í leikhlutanum en hann tók ekki skot í fyrri hálfleiknum. Alessandro Gentile hélt Ítölum inn í leiknum í þriðja leikhlutanum með því að skora einn 12 stig en Serbar unnu 3. leikhlutann á endanum 28-19 og voru því sautján stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 76-59. Serbar áttu ekki í miklum vandræðum í fjórða leikhlutanum og frábærir leikmenn liðsins skiptust á flottum tilþrifum. Markviss leikur liðsins mun valda mörgum liðum vandræðum í framhaldinu á mótinu. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Serbar enn sjóðandi heitir frá því í sigrinum á Íslandi í gær Milos Teodosic átti stórleik með serbneska landsliðinu í dag þegar liðið vann 19 stiga sigur á Tyrkjum, 91-72, í B-riðli Evrópukeppninnar en þetta var fyrsti leikur dagsins í riðli Íslands. 9. september 2015 16:45 Ítalir unnu Þjóðverja í framlengingu | Þriðja tap heimamanna í röð Ítalir unnu sinn þriðja sigur í röð og komust upp í annað sæti B-riðilsins á Evrópumótinu í körfubolta eftir 89-82 sigur á Þjóðverjum í framlengdum leik í kvöld. 9. september 2015 17:55 Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær fjórða leik sinn á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta. Mikið álag er á íslenska liðinu sem er það elsta í B-riðlinum 10. september 2015 06:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Serbar héldu sigurgöngu sinni áfram í B-riðlinum á Evrópumótinu í körfubolta eftir 19 stiga sigur á Ítölum, 101-82, í dag í óopinberum úrslitaleik um sigurinn í riðlinum. Serbar unnu þar með alla fimm leiki sína í Berlín og mæta því á svaka siglingu inn í sextán liða úrslitin sem hefjast strax á laugardaginn í Lille í Frakklandi. Ítalir sem voru búnir að vinna þrjá leiki í röð vita það ekki fyrr en á eftir í hvaða sæti þeir enda í riðlinum. Þeir voru hinsvegar öryggir í sextán liða úrslitin fyrir leikinn. Milos Teodosic, leikstjórnandi serbneska liðsins, var áfram allt í öllu hjá liðinu alveg eins og í sigrinum á Tyrkjum í gær. Teodosic var með 17 stig og 13 stoðsendingar í gær en 26 stig og 8 stoðsendingar í dag. Serbarnir unnu með 31 stigi þegar hann var inná vellinum. Nemanja Bjelica, sem virðist hafa verið að spara sig í síðustu leikjum skoraði öll 19 stigin sín í leiknum í seinni hálfleiknum. Ítalir léku án Marco Belinelli og munaði mikið um það enda hefur hann verið að gera út um síðustu leiki liðsins. Alessandro Gentile var stigahæstur hjá Ítalíu með 19 stig og Andrea Bargnani skoraði 17 stig. Milos Teodosic skoraði 14 stig á fyrstu sjö og hálfri mínútu leiksins og hjálpaði Serbum að komast í 25-12. Serbar voru síðan 25-19 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Serbar náðu mest 13 stiga forskoti í öðrum leikhlutanum, 47-34, en Ítalir unnu síðustu tvær mínútur hálfleiksins 6-1 og minnkuðu muninn í átta stig fyrir hálfleik, 48-40. Milos Teodosic var kominn með 19 stig og 5 stoðsendingar í hálfleik og var þá búinn að eigan beinan þátt í tólf af átján körfum serbneska liðsins í hálfleiknum. Ítalir náðu að fylgja eftir góðum endi á fyrri hálfleik með því að minnka muninn í sex stig í upphafi þess þriðja, 52-46. Serbarnir gáfu þá aftur í og eftir 11-2 sprett á tæpum tveimur mínútum var munurinn orðinn fimmtán stig, 63-48. Nemanja Bjelica fór í gang í þriðja leikhlutanum og skoraði alls fimmtán stig í leikhlutanum en hann tók ekki skot í fyrri hálfleiknum. Alessandro Gentile hélt Ítölum inn í leiknum í þriðja leikhlutanum með því að skora einn 12 stig en Serbar unnu 3. leikhlutann á endanum 28-19 og voru því sautján stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 76-59. Serbar áttu ekki í miklum vandræðum í fjórða leikhlutanum og frábærir leikmenn liðsins skiptust á flottum tilþrifum. Markviss leikur liðsins mun valda mörgum liðum vandræðum í framhaldinu á mótinu.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Serbar enn sjóðandi heitir frá því í sigrinum á Íslandi í gær Milos Teodosic átti stórleik með serbneska landsliðinu í dag þegar liðið vann 19 stiga sigur á Tyrkjum, 91-72, í B-riðli Evrópukeppninnar en þetta var fyrsti leikur dagsins í riðli Íslands. 9. september 2015 16:45 Ítalir unnu Þjóðverja í framlengingu | Þriðja tap heimamanna í röð Ítalir unnu sinn þriðja sigur í röð og komust upp í annað sæti B-riðilsins á Evrópumótinu í körfubolta eftir 89-82 sigur á Þjóðverjum í framlengdum leik í kvöld. 9. september 2015 17:55 Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær fjórða leik sinn á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta. Mikið álag er á íslenska liðinu sem er það elsta í B-riðlinum 10. september 2015 06:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Serbar enn sjóðandi heitir frá því í sigrinum á Íslandi í gær Milos Teodosic átti stórleik með serbneska landsliðinu í dag þegar liðið vann 19 stiga sigur á Tyrkjum, 91-72, í B-riðli Evrópukeppninnar en þetta var fyrsti leikur dagsins í riðli Íslands. 9. september 2015 16:45
Ítalir unnu Þjóðverja í framlengingu | Þriðja tap heimamanna í röð Ítalir unnu sinn þriðja sigur í röð og komust upp í annað sæti B-riðilsins á Evrópumótinu í körfubolta eftir 89-82 sigur á Þjóðverjum í framlengdum leik í kvöld. 9. september 2015 17:55
Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær fjórða leik sinn á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta. Mikið álag er á íslenska liðinu sem er það elsta í B-riðlinum 10. september 2015 06:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30