Hörður Axel: Ætlum að koma út úr þessu móti með sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 11:00 Hörður Axel í baráttunni gegn Serbíu. Vísir/Valli Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa nú spilað fjóra leiki á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín. Íslenska liðið lenti í erfiðum leik í seinni hálfleik á móti Spánverjum í gær svipað og gegn Serbum daginn áður. Aðeins einn leikur er eftir og hann er á móti Tyrklandi í dag. Tyrkir hafa unnið bæði Ítalíu og Þýskaland í spennandi leikjum en tapað fyrir Spáni og Serbíu. „Nú er það bara Tyrkland. Við ætlum að reyna að koma út úr þessu móti með sigur. Við gefum allt í þennan leik gegn Tyrkjum og það er ekki morgundagur eftir þann leik. Nú getum við keyrt okkur alveg gjörsamlega út," sagði Hörður Axel Vilhjálmsson eftir leikinn á móti Spáni í gær. Hörður Axel Vilhjálmsson viðurkenndi samt eftir leikinn í gærkvöldi að hann hafi gengið á vegg í upphafi leiks enda búinn að gefa óhemju mikið af sér í mótinu til þessa. Hörður Axel hitti aðeins úr 1 af 8 skotum sínum gegn Spáni og náði ekki alveg að fylgja eftir frábærri frammistöðu sinni á mótinu. „Nú er þessi Spánarleikur búinn og við byrjum bara að undirbúa okkur fyrir Tyrkina. Við förum upp á hótel og förum yfir þá. Við fáum eitthvað að sjá hvað þeir hafa fram að bjóða," segir Hörður Axel. Tyrkirnir töpuðu fyrir Serbum í gær en sitja eins og er í fjórða og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í sextán liða úrslitunum. Tyrkir eiga enn möguleika á öðru sætinu en þá þurfa Serbar að vinna Ítala, Þjóðverjar að vinna Spán og Tyrkir að vinna Ísland. „Ég er ekki búinn að sjá einn leik með þeim enda hef ég bara alltaf verið að einbeita mér að næsta andstæðingi. Það verður gaman að sjá hvað þeir hafa upp á að bjóða," sagðir Hörður Axel að lokum. EM 2015 í Berlín Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa nú spilað fjóra leiki á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín. Íslenska liðið lenti í erfiðum leik í seinni hálfleik á móti Spánverjum í gær svipað og gegn Serbum daginn áður. Aðeins einn leikur er eftir og hann er á móti Tyrklandi í dag. Tyrkir hafa unnið bæði Ítalíu og Þýskaland í spennandi leikjum en tapað fyrir Spáni og Serbíu. „Nú er það bara Tyrkland. Við ætlum að reyna að koma út úr þessu móti með sigur. Við gefum allt í þennan leik gegn Tyrkjum og það er ekki morgundagur eftir þann leik. Nú getum við keyrt okkur alveg gjörsamlega út," sagði Hörður Axel Vilhjálmsson eftir leikinn á móti Spáni í gær. Hörður Axel Vilhjálmsson viðurkenndi samt eftir leikinn í gærkvöldi að hann hafi gengið á vegg í upphafi leiks enda búinn að gefa óhemju mikið af sér í mótinu til þessa. Hörður Axel hitti aðeins úr 1 af 8 skotum sínum gegn Spáni og náði ekki alveg að fylgja eftir frábærri frammistöðu sinni á mótinu. „Nú er þessi Spánarleikur búinn og við byrjum bara að undirbúa okkur fyrir Tyrkina. Við förum upp á hótel og förum yfir þá. Við fáum eitthvað að sjá hvað þeir hafa fram að bjóða," segir Hörður Axel. Tyrkirnir töpuðu fyrir Serbum í gær en sitja eins og er í fjórða og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í sextán liða úrslitunum. Tyrkir eiga enn möguleika á öðru sætinu en þá þurfa Serbar að vinna Ítala, Þjóðverjar að vinna Spán og Tyrkir að vinna Ísland. „Ég er ekki búinn að sjá einn leik með þeim enda hef ég bara alltaf verið að einbeita mér að næsta andstæðingi. Það verður gaman að sjá hvað þeir hafa upp á að bjóða," sagðir Hörður Axel að lokum.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira