Skiptar skoðanir um fyrsta þátt Trevor Noah Atli Ísleifsson skrifar 29. september 2015 13:49 Trevor Noah tekur við af Jon Stewart. Fyrsti þáttur The Daily Show undir stjórn Trevor Noah var sýndur á Comedy Central í gærkvöldi. Hinn 31 árs Suður-Afríkumaður var fenginn til að taka við þættinum af Jon Stewart sem hafði stýrt þættinum frá 1999 en hætti í síðasta mánuði. Noah hóf þáttinn á því að hylla forvera sinn í stólnum og sagði það vera undarlegt bæði fyrir sig og áhorfendur að Stewart, pólitískur faðir margra, væri farinn. „Og það er undarlegt, þar sem pabbi er nú farinn. Og nú er líkt og fjölskyldan sé kominn með nýjan stjúppabba – og hann er svartur. Sem er ekki tilvalið,“ sagði Noah undir hlótrasköllum áhorfenda. Noah ræddi jafnframt um ákvörðun Comedy Central að ráða ekki konu í hlutverkið. „Nú er hins vegar ljóst að Comedy Central bað konu um að stýra þættinum, og konurnar sem voru beðnar afþökkuðu starfið þar sem þær höfðu eitthvað betra að gera og vissu greinilega um eitthvað sem ég gerði ekki.“ Skiptar skoðanir hafa verið um þennan fyrsta þátt Noah. Sumir segja þáttinn hafa vantað „bitið“ sem einkenndi þáttinn undir stjórn Stewart á meðan aðrir, svo sem gagnrýnandi New York Times, segir þáttinn enn vera með „erfðaefni“ sitt eftir breytingu á þáttastjórnanda. Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Fyrsti þáttur The Daily Show undir stjórn Trevor Noah var sýndur á Comedy Central í gærkvöldi. Hinn 31 árs Suður-Afríkumaður var fenginn til að taka við þættinum af Jon Stewart sem hafði stýrt þættinum frá 1999 en hætti í síðasta mánuði. Noah hóf þáttinn á því að hylla forvera sinn í stólnum og sagði það vera undarlegt bæði fyrir sig og áhorfendur að Stewart, pólitískur faðir margra, væri farinn. „Og það er undarlegt, þar sem pabbi er nú farinn. Og nú er líkt og fjölskyldan sé kominn með nýjan stjúppabba – og hann er svartur. Sem er ekki tilvalið,“ sagði Noah undir hlótrasköllum áhorfenda. Noah ræddi jafnframt um ákvörðun Comedy Central að ráða ekki konu í hlutverkið. „Nú er hins vegar ljóst að Comedy Central bað konu um að stýra þættinum, og konurnar sem voru beðnar afþökkuðu starfið þar sem þær höfðu eitthvað betra að gera og vissu greinilega um eitthvað sem ég gerði ekki.“ Skiptar skoðanir hafa verið um þennan fyrsta þátt Noah. Sumir segja þáttinn hafa vantað „bitið“ sem einkenndi þáttinn undir stjórn Stewart á meðan aðrir, svo sem gagnrýnandi New York Times, segir þáttinn enn vera með „erfðaefni“ sitt eftir breytingu á þáttastjórnanda.
Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira