Menning

Nýir meðlimir í skúlptúrfjölskyldu Brynhildar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Brynhildur Þorgeirsdóttir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Gerrit Rietveld Academie í Hollandi og California Collage of Arts and Crafts.
Brynhildur Þorgeirsdóttir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Gerrit Rietveld Academie í Hollandi og California Collage of Arts and Crafts.
Samkoma nefnist sýning Brynhildar Þorgeirsdóttur myndhöggvara í Listasafni ASÍ, Freyjugötu 41 í Reykjavík sem opnar laugardaginn klukkan 15.

Í Ásmundarsal verða kynntir til sögunnar nýir meðlimir í skúlptúrfjölskyldu Brynhildar sem hafa verið að þróast síðan 1982 og á svölum safnsins sprettur upp smágerður útilistaverkagarður með rótarskotum í japanskri garðamenningu.

Brynhildur Þorgeirsdóttir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Gerrit Rietveld Academie í Hollandi og California Collage of Arts and Crafts, auk sérnáms í gleri við Orrefors í Svíþjóð og Pilchuck Glass School í Bandaríkjunum.

Verk Brynhildar er að finna í öllum helstu söfnum landsins auk safna í ýmsum löndum. Hún hefur hlotið styrki og viðurkenningar fyrir verk sín og meðal annars fengið tvisvar úthlutun úr The Pollock- Krasner Foundation.

Af verkum í almenningsrýmum má nefna “Landslagsmynd” í Garðabæ, “Klettur” sem stendur við Leirvoginn í Reykjavík, “Pendúll hússins” í MK. Árið 2013 var afhjúpað umfangsmikil Landslagsinnsetning í Alingsås í Svíþjóð og verður það verkefni sérstaklega kynnt á sýningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.