„Höfum beðið eftir þessu í mörg ár“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. september 2015 12:15 Skaftárhlaup 2008. vísir „Við höfum beðið eftir þessu í mörg ár,“ segir Snorri Zóphóníasson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Vatn tók að renna frá eystri Skaftárkatli í gær, en síðast hljóp úr honum fyrir fimm árum síðan, eða í júní 2010. Algengast er að úr honum hlaupi á tveggja ára fresti. Snorri segir að gera megi ráð fyrir að rennslið fari í 1.300 – 1.400 rúmmetra á sekúndu. Það sé það sem kalla megi dæmigert hlaup, en að það komi í ljós þegar það sé komið að fyrstu mælistöð. „Það líða svona 48 tímar, frá byrjun þangað til það er komið í hámark, niður við þjóðveg, þar til við sjáum hvort þetta sé dæmigert hlaup.“ Hann býst ekki við að brýr verði undir, en segir töluverðar líkur á að vatn muni flæða yfir vegi. „Þetta rennsli er allt of mikið fyrir farveg árinnar þannig að það flæðir út um allt. Ég á ekki von á að neinar brýr bregðist, en það fer yfir vegi, fjallabaksleið við Hólaskjól og Hvamm. Þá hefur það komið fyrir að það fari yfir þjóðveginn í Eldhrauni, en það hefur bara einu sinni gerst.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Veðurstofan getur greint svo snemma frá hlaupi, en það er vegna GPS-tækis sem komið var fyrir á íshellu á katlinum fyrir um tveimur árum síðan. „Tækið sendir upplýsingar um hæð þannig að venjulega hefðum við ekkert vitað fyrr en hlaupið kemur fram á mælum, eða jarðskjálftar hafa gefið það til kynna. Í gamla daga vissu menn ekkert fyrr en það var komið niður í byggð. Bændur hringdu og sögðu frá.“ Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skaftárhlaup er hafið "Sigið herðir á sér og hlaup er hafið,“ segja veðurfræðingar hjá Veðurstofu Íslands. 29. september 2015 11:24 Mikið rennsli í ám á Suður-, Austur- og Norðurlandi Hlýindi eru áfram í kortunum þannig að mikið rennsli verður enn um hríð. 29. september 2015 07:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
„Við höfum beðið eftir þessu í mörg ár,“ segir Snorri Zóphóníasson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Vatn tók að renna frá eystri Skaftárkatli í gær, en síðast hljóp úr honum fyrir fimm árum síðan, eða í júní 2010. Algengast er að úr honum hlaupi á tveggja ára fresti. Snorri segir að gera megi ráð fyrir að rennslið fari í 1.300 – 1.400 rúmmetra á sekúndu. Það sé það sem kalla megi dæmigert hlaup, en að það komi í ljós þegar það sé komið að fyrstu mælistöð. „Það líða svona 48 tímar, frá byrjun þangað til það er komið í hámark, niður við þjóðveg, þar til við sjáum hvort þetta sé dæmigert hlaup.“ Hann býst ekki við að brýr verði undir, en segir töluverðar líkur á að vatn muni flæða yfir vegi. „Þetta rennsli er allt of mikið fyrir farveg árinnar þannig að það flæðir út um allt. Ég á ekki von á að neinar brýr bregðist, en það fer yfir vegi, fjallabaksleið við Hólaskjól og Hvamm. Þá hefur það komið fyrir að það fari yfir þjóðveginn í Eldhrauni, en það hefur bara einu sinni gerst.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Veðurstofan getur greint svo snemma frá hlaupi, en það er vegna GPS-tækis sem komið var fyrir á íshellu á katlinum fyrir um tveimur árum síðan. „Tækið sendir upplýsingar um hæð þannig að venjulega hefðum við ekkert vitað fyrr en hlaupið kemur fram á mælum, eða jarðskjálftar hafa gefið það til kynna. Í gamla daga vissu menn ekkert fyrr en það var komið niður í byggð. Bændur hringdu og sögðu frá.“
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skaftárhlaup er hafið "Sigið herðir á sér og hlaup er hafið,“ segja veðurfræðingar hjá Veðurstofu Íslands. 29. september 2015 11:24 Mikið rennsli í ám á Suður-, Austur- og Norðurlandi Hlýindi eru áfram í kortunum þannig að mikið rennsli verður enn um hríð. 29. september 2015 07:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Skaftárhlaup er hafið "Sigið herðir á sér og hlaup er hafið,“ segja veðurfræðingar hjá Veðurstofu Íslands. 29. september 2015 11:24
Mikið rennsli í ám á Suður-, Austur- og Norðurlandi Hlýindi eru áfram í kortunum þannig að mikið rennsli verður enn um hríð. 29. september 2015 07:10