Ljóðabók, leikrit og sjónvarpsþáttur á leiðinni Kjartan Atli Kjartansson skrifar 29. september 2015 09:00 Það er nóg um að vera hjá Dóra sem er nú búsettur á Akureyri. Ég er svo stoltur af þessari bók. Hún er ákveðið uppgjör við tilfinningar og karlmennsku,“ segir Halldór Halldórsson, einnig þekktur sem Dóri DNA, um ljóðabók eftir hann sem kemur út í vikunni. Bókin ber titilinn Hugmyndir að andvirði 100 milljónir og segir Dóri hana skiptast í langa prósa „og svo bara beinharðar hugmyndir. Ljóð fyrir mér eru hugmyndir og ég á nóg af þeim. Ég reyni að gera upp tilfinningar, eins og þær sem tengjast karlmennsku. Það hefur oft verið sagt að karlmennskan sé dauð, en samt blundar í okkur stolt og hefnigirni. Ljóðin koma mörg upp úr langrækni og andlegri pattstöðu. Þetta er í fyrsta skiptið sem mér finnst ég geta sagt með sanni: Þetta er mín rödd. Svona tala ég.“Hvar liggja mörk gríns? Dóri er nú búsettur á Akureyri, þar sem hann setur upp leikrit ásamt Sögu Garðarsdóttur, fyrir Menningarfélag Akureyrar. Titill leikritsins er Þetta er grín án djóks en er einnig kallað Je Suis Brynjar Níelsson og fjallar um tvo grínista sem þau Dóri og Saga leika. „Þau eru kærustupar og eru stanslaust að pæla í gríni og bröndurum, hvað má segja og hvað ekki. Svo kemur stórt gigg upp á milli þeirra, þar sem hann er afbókaður en hún er bókuð. Þau lenda í ýmsum ævintýrum og þurfa meðal annars að takast á við brandaralögguna. Leikritið fjallar um hvar mörkin liggja í gríni. Auðunn Blöndal þurfti að biðjast afsökunar á nauðgunarbrandara ekki alls fyrir löngu. Stuttu seinna sögðu Tina Fey og Amy Poehler nánast sama brandara og voru lofaðar mikið. Það er ekki þannig að það megi segja allt.“Ljóðabók, Dóri DNA, Halldór Halldórsson, Hugmyndir: Andvirði hundrað milljónirHandboltadrama Ofan á ljóðabókina og leikritið bætist svo handritsgerð að sjónvarpsþáttum. Dóri og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson eru með þátt á teikniborðinu. „Þetta er allt í miklum startholum. Við Hafsteinn erum að byggja ofan á gamla hugmynd sem við Bergur Ebbi áttum. Upphaflega áttu þættirnir að verða grínþættir, svona handboltagrín. En nú verður þetta dramasería sem fjallar um gamla handboltahetju, kvennahandbolta og íslenskt samfélag. Zik Zak er í þessu með okkur og við erum að vonast til þess að geta fengið kvikmyndasjóð og einhverja sjónvarpsstöð með okkur í þetta.“Fleiri tímar í sólarhringnum Dóri fluttist til Akureyrar með fjölskyldu sinni; eiginkonu sinni Magneu Guðmundsdóttur, dóttur sinni Guðnýju og svo flýgur Kári sonur hans á milli höfuðborgarinnar og höfuðstaðar Norðurlands. „Lífið hérna er yndislegt. Maður hefur heyrt þessa klisju, að hér séu fleiri klukkutímar í sólarhringnum. Þessi klisja er sönn. Tempóið hérna er allt annað. Fyrst kom maður með sinn reykvíska hamagang, alveg að fá kransæðastíflu. En svo lærir maður inn á lífið hérna og maður er örugglega fókusaðri.“ Eins og þeir sem fylgja Dóra á Twitter vita hefur kappinn verið í mikilli líkamlegri þjálfun undanfarna mánuði og hefur tekið mataræðið í gegn. Hann segir kannski helsta gallann við Akureyri vera freistingarnar í matnum. „Hér setja menn bernaise-sósu á allt. Ég þarf að berjast við freistingar franskra og bernaise alla daga frá tólf til tólf,“ segir hann og skellir upp úr.Hvetur fólk til að koma norður Þrátt fyrir að fjölskyldan sé ánægð fyrir norðan segir Dóri það ekki planið að setjast þar að. „Nei, ég hugsa að við munum ekki festast hérna. En við munum örugglega koma hingað aftur.“ Dóri lofar Jón Pál Eyjólfsson, leikhússtjóra Menningarfélags Akureyrar. „Mér líst mjög vel á hugmyndir hans og vil endilega vinna með honum aftur. Ég held að mikið gott eigi eftir að gerast í leiklist á Akureyri á næstu misserum.“ Leikritið verður frumsýnt 22. október næstkomandi. „Sýningar verða í Hofi. Þetta er frábær salur og kjörið fyrir fólk að koma í heimsókn norður. Kíkja á leikrit og fá sér bernaise-sósu.“ Ljóðabókin Hugmyndir að andvirði 100 milljónir kemur út á fimmtudaginn og er gefin út af Bjarti bókaforlagi. Efnt verður til upplestrar og útgáfuhófs að Laugavegi 77 á útgáfudag. Menning Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Ég er svo stoltur af þessari bók. Hún er ákveðið uppgjör við tilfinningar og karlmennsku,“ segir Halldór Halldórsson, einnig þekktur sem Dóri DNA, um ljóðabók eftir hann sem kemur út í vikunni. Bókin ber titilinn Hugmyndir að andvirði 100 milljónir og segir Dóri hana skiptast í langa prósa „og svo bara beinharðar hugmyndir. Ljóð fyrir mér eru hugmyndir og ég á nóg af þeim. Ég reyni að gera upp tilfinningar, eins og þær sem tengjast karlmennsku. Það hefur oft verið sagt að karlmennskan sé dauð, en samt blundar í okkur stolt og hefnigirni. Ljóðin koma mörg upp úr langrækni og andlegri pattstöðu. Þetta er í fyrsta skiptið sem mér finnst ég geta sagt með sanni: Þetta er mín rödd. Svona tala ég.“Hvar liggja mörk gríns? Dóri er nú búsettur á Akureyri, þar sem hann setur upp leikrit ásamt Sögu Garðarsdóttur, fyrir Menningarfélag Akureyrar. Titill leikritsins er Þetta er grín án djóks en er einnig kallað Je Suis Brynjar Níelsson og fjallar um tvo grínista sem þau Dóri og Saga leika. „Þau eru kærustupar og eru stanslaust að pæla í gríni og bröndurum, hvað má segja og hvað ekki. Svo kemur stórt gigg upp á milli þeirra, þar sem hann er afbókaður en hún er bókuð. Þau lenda í ýmsum ævintýrum og þurfa meðal annars að takast á við brandaralögguna. Leikritið fjallar um hvar mörkin liggja í gríni. Auðunn Blöndal þurfti að biðjast afsökunar á nauðgunarbrandara ekki alls fyrir löngu. Stuttu seinna sögðu Tina Fey og Amy Poehler nánast sama brandara og voru lofaðar mikið. Það er ekki þannig að það megi segja allt.“Ljóðabók, Dóri DNA, Halldór Halldórsson, Hugmyndir: Andvirði hundrað milljónirHandboltadrama Ofan á ljóðabókina og leikritið bætist svo handritsgerð að sjónvarpsþáttum. Dóri og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson eru með þátt á teikniborðinu. „Þetta er allt í miklum startholum. Við Hafsteinn erum að byggja ofan á gamla hugmynd sem við Bergur Ebbi áttum. Upphaflega áttu þættirnir að verða grínþættir, svona handboltagrín. En nú verður þetta dramasería sem fjallar um gamla handboltahetju, kvennahandbolta og íslenskt samfélag. Zik Zak er í þessu með okkur og við erum að vonast til þess að geta fengið kvikmyndasjóð og einhverja sjónvarpsstöð með okkur í þetta.“Fleiri tímar í sólarhringnum Dóri fluttist til Akureyrar með fjölskyldu sinni; eiginkonu sinni Magneu Guðmundsdóttur, dóttur sinni Guðnýju og svo flýgur Kári sonur hans á milli höfuðborgarinnar og höfuðstaðar Norðurlands. „Lífið hérna er yndislegt. Maður hefur heyrt þessa klisju, að hér séu fleiri klukkutímar í sólarhringnum. Þessi klisja er sönn. Tempóið hérna er allt annað. Fyrst kom maður með sinn reykvíska hamagang, alveg að fá kransæðastíflu. En svo lærir maður inn á lífið hérna og maður er örugglega fókusaðri.“ Eins og þeir sem fylgja Dóra á Twitter vita hefur kappinn verið í mikilli líkamlegri þjálfun undanfarna mánuði og hefur tekið mataræðið í gegn. Hann segir kannski helsta gallann við Akureyri vera freistingarnar í matnum. „Hér setja menn bernaise-sósu á allt. Ég þarf að berjast við freistingar franskra og bernaise alla daga frá tólf til tólf,“ segir hann og skellir upp úr.Hvetur fólk til að koma norður Þrátt fyrir að fjölskyldan sé ánægð fyrir norðan segir Dóri það ekki planið að setjast þar að. „Nei, ég hugsa að við munum ekki festast hérna. En við munum örugglega koma hingað aftur.“ Dóri lofar Jón Pál Eyjólfsson, leikhússtjóra Menningarfélags Akureyrar. „Mér líst mjög vel á hugmyndir hans og vil endilega vinna með honum aftur. Ég held að mikið gott eigi eftir að gerast í leiklist á Akureyri á næstu misserum.“ Leikritið verður frumsýnt 22. október næstkomandi. „Sýningar verða í Hofi. Þetta er frábær salur og kjörið fyrir fólk að koma í heimsókn norður. Kíkja á leikrit og fá sér bernaise-sósu.“ Ljóðabókin Hugmyndir að andvirði 100 milljónir kemur út á fimmtudaginn og er gefin út af Bjarti bókaforlagi. Efnt verður til upplestrar og útgáfuhófs að Laugavegi 77 á útgáfudag.
Menning Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira