Framkvæmdastjóri GSÍ lætur óvænt af störfum eftir sextán ára starf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2015 15:00 „Ég fer í mjög góðri sátt við alla samstarfsmenn í golfhreyfingunni og vona að þeir kunni að meta það sem ég hef reynt að gera fyrir íþróttina,“ segir Hörður Þorsteinsson. Vísir/Daníel Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands, mun láta af störfum um áramótin. Hörður, sem starfað hefur sem framkvæmdastjóri GSÍ í sextán ár, tilkynnti stjórn sambandsins ósk sína í liðinni viku.„Það er bara kominn tími til að breyta til,“ segir Hörður í samtali við Vísi. Óumdeilt er að hann hefur stýrt sambandinu á mesta vaxtaskeiði íþróttinnar þar sem fjöldi iðkenda hefur margfaldast. Golfsambandið hefur næst flesta iðkendur í sínum röðum á eftir knattspyrnuiðkendum landsins. „Hreyfingin er á góðum stað. Þrátt fyrir fækkun iðkenda víða um heim hefur okkur tekist að halda í okkar iðkendur og verið fjölgun á síðustu árum,“ segir Hörður. Hann stendur á fimmtugu og segist í upphafi hafa tekið að sér starfið með stuttum fyrirvara. Nú séu liðin sextán ár og ef það var einhvern tímann tímapunktur til að breyta til og líta annað þá var það núna. „Þetta hefur verið frábærlega skemmtilegt starf. Rekstur í íþróttahreyfingunni getur verið erfiður, þetta er endalaus peningaleit og slagur um aura fyrir afreksstarfið. Þetta getur verið lýjandi en hefur gengið vel hjá okkur. Við getum ekkert kvartað þótt við myndum vilja sjá miklu meira fé varið til afreksmála í golfinu.Hörður tók við starfi framkvæmdastjóra GSÍ árið 1999.„Örugglega einhverjir fegnir“ Brotthvarf Harðar úr hreyfingunni kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrir marga. Vísir hefur heimildir fyrir því að aðilar í einstökum golfklúbbum hafi kallað á breytingar hjá sambandinu. Hörður segir það alltaf þannig, og hafi verið alla tíð, að menn í hreyfingunni hafi ekki verið sáttir um þær leiðir sem eigi að fara. Það hafi samt ekkert með hans ákvörðun að gera. „Örugglega verða einhverjir fegnir að ég sé að fara. Sumir hafa skrifað á móti mér alla tíð. Það eru frekar einstaklingar en klúbbarnir sem vilja fara aðrar leiðir,“ segir Hörður. Honum finnist hann hafa náð eins miklu fram og hann gat á sextán árum. Tími sé kominn á nýtt blóð og ferskleika. „Ég fer í mjög góðri sátt við alla samstarfsmenn í golfhreyfingunni og vona að þeir kunni að meta það sem ég hef reynt að gera fyrir íþróttina.“ Ekki liggur fyrir hver tekur við starfi Harðar. Golfþing GSÍ fer fram í nóvember. Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, þakkar Herði góð störf í pistli sem birtist á golf1.is í gær.Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ.Vísir/DaníelHörður Þorsteinsson hefur tilkynnt stjórn Golfsambands Íslands að hann óski eftir því að láta af störfum sem framkvæmdastjóri sambandsins. Hörður mun láta af störfum um áramótin. Hörður hefur starfað sem framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands frá 1999 og hefur á þeim tíma stýrt sambandinu á mesta vaxta- og framfararskeiði golfhreyfingarinnar. Á þessum tíma hefur fjöldi íslenskra kylfinga tvöfaldast og í dag er Golfsambandið næst fjölmennasta sérsambandið innan íþróttahreyfingarinnar.Hörður hefur átt stóran þátt í þessari miklu velgengni og vill Golfsamband Íslands þakka Herði innilega fyrir einstaklega vel unnin störf og einstakt framlag í þágu golfhreyfingarinnar undanfarin sextán ár.Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands, mun láta af störfum um áramótin. Hörður, sem starfað hefur sem framkvæmdastjóri GSÍ í sextán ár, tilkynnti stjórn sambandsins ósk sína í liðinni viku.„Það er bara kominn tími til að breyta til,“ segir Hörður í samtali við Vísi. Óumdeilt er að hann hefur stýrt sambandinu á mesta vaxtaskeiði íþróttinnar þar sem fjöldi iðkenda hefur margfaldast. Golfsambandið hefur næst flesta iðkendur í sínum röðum á eftir knattspyrnuiðkendum landsins. „Hreyfingin er á góðum stað. Þrátt fyrir fækkun iðkenda víða um heim hefur okkur tekist að halda í okkar iðkendur og verið fjölgun á síðustu árum,“ segir Hörður. Hann stendur á fimmtugu og segist í upphafi hafa tekið að sér starfið með stuttum fyrirvara. Nú séu liðin sextán ár og ef það var einhvern tímann tímapunktur til að breyta til og líta annað þá var það núna. „Þetta hefur verið frábærlega skemmtilegt starf. Rekstur í íþróttahreyfingunni getur verið erfiður, þetta er endalaus peningaleit og slagur um aura fyrir afreksstarfið. Þetta getur verið lýjandi en hefur gengið vel hjá okkur. Við getum ekkert kvartað þótt við myndum vilja sjá miklu meira fé varið til afreksmála í golfinu.Hörður tók við starfi framkvæmdastjóra GSÍ árið 1999.„Örugglega einhverjir fegnir“ Brotthvarf Harðar úr hreyfingunni kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrir marga. Vísir hefur heimildir fyrir því að aðilar í einstökum golfklúbbum hafi kallað á breytingar hjá sambandinu. Hörður segir það alltaf þannig, og hafi verið alla tíð, að menn í hreyfingunni hafi ekki verið sáttir um þær leiðir sem eigi að fara. Það hafi samt ekkert með hans ákvörðun að gera. „Örugglega verða einhverjir fegnir að ég sé að fara. Sumir hafa skrifað á móti mér alla tíð. Það eru frekar einstaklingar en klúbbarnir sem vilja fara aðrar leiðir,“ segir Hörður. Honum finnist hann hafa náð eins miklu fram og hann gat á sextán árum. Tími sé kominn á nýtt blóð og ferskleika. „Ég fer í mjög góðri sátt við alla samstarfsmenn í golfhreyfingunni og vona að þeir kunni að meta það sem ég hef reynt að gera fyrir íþróttina.“ Ekki liggur fyrir hver tekur við starfi Harðar. Golfþing GSÍ fer fram í nóvember. Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, þakkar Herði góð störf í pistli sem birtist á golf1.is í gær.Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ.Vísir/DaníelHörður Þorsteinsson hefur tilkynnt stjórn Golfsambands Íslands að hann óski eftir því að láta af störfum sem framkvæmdastjóri sambandsins. Hörður mun láta af störfum um áramótin. Hörður hefur starfað sem framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands frá 1999 og hefur á þeim tíma stýrt sambandinu á mesta vaxta- og framfararskeiði golfhreyfingarinnar. Á þessum tíma hefur fjöldi íslenskra kylfinga tvöfaldast og í dag er Golfsambandið næst fjölmennasta sérsambandið innan íþróttahreyfingarinnar.Hörður hefur átt stóran þátt í þessari miklu velgengni og vill Golfsamband Íslands þakka Herði innilega fyrir einstaklega vel unnin störf og einstakt framlag í þágu golfhreyfingarinnar undanfarin sextán ár.Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira