Emil um sigurmarkið: Smá blendnar tilfinningar Ingvi Þór Sæmundsson í Kaplakrika skrifar 26. september 2015 17:01 Emil fagnar sigurmarkinu með félögum sínum. vísir/þórdís Emil Pálsson var hetja FH-inga þegar þeir tryggðu sér sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil eftir 2-1 sigur á Fjölni í Kaplakrika í dag. Emil skoraði sigurmark FH þegar 11 mínútur voru eftir af leiknum en það var hans sjötta mark í deildinni í sumar. "Það var mjög sætt að ná að klára þetta í kvöld á okkur heimavelli fyrir framan okkar stuðningsmenn, þetta gat ekki verið betra," sagði Emil sem lék sem lánsmaður með Fjölni fyrri hluta sumars. Hann viðurkennir að það hafi verið sérstakt að skora gegn sínum gömlu félögum. "Já, það eru smá blendnar tilfinningar. En ég er meiri FH-ingur en Fjölnismaður og FH-hjartað slær sterkar," sagði Emil sem kom frábærlega inn í lið FH um mitt mót. Hann var þó ekki viss hvaða hlutverk biði hans þegar hann sneri aftur í Krikann. "Þetta hefði ekki getað verið betra. Ég vissi ekki alveg hvert hlutverk mitt yrði, hvort ég yrði inn og út úr liðinu, en síðan stimplaði ég mig vel inn og spilaði stórt hlutverk. Þannig að ég er gríðarlega sáttur." Emil segir að dvölin hjá Fjölni hafi gert honum gott. "Hún er eiginlega ástæðan fyrir því hversu vel ég spilaði í sumar. Ég fékk mikið sjálfstraust þar og það er eiginlega lykilinn að því hvernig ég spilaði á tímabilinu," sagði Emil að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Davíð Þór: Verður ekki þreytt meðan maður vinnur titla Fyrirliði FH var að vonum kátur í leikslok. 26. september 2015 16:39 Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Emil Pálsson var hetja FH-inga þegar þeir tryggðu sér sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil eftir 2-1 sigur á Fjölni í Kaplakrika í dag. Emil skoraði sigurmark FH þegar 11 mínútur voru eftir af leiknum en það var hans sjötta mark í deildinni í sumar. "Það var mjög sætt að ná að klára þetta í kvöld á okkur heimavelli fyrir framan okkar stuðningsmenn, þetta gat ekki verið betra," sagði Emil sem lék sem lánsmaður með Fjölni fyrri hluta sumars. Hann viðurkennir að það hafi verið sérstakt að skora gegn sínum gömlu félögum. "Já, það eru smá blendnar tilfinningar. En ég er meiri FH-ingur en Fjölnismaður og FH-hjartað slær sterkar," sagði Emil sem kom frábærlega inn í lið FH um mitt mót. Hann var þó ekki viss hvaða hlutverk biði hans þegar hann sneri aftur í Krikann. "Þetta hefði ekki getað verið betra. Ég vissi ekki alveg hvert hlutverk mitt yrði, hvort ég yrði inn og út úr liðinu, en síðan stimplaði ég mig vel inn og spilaði stórt hlutverk. Þannig að ég er gríðarlega sáttur." Emil segir að dvölin hjá Fjölni hafi gert honum gott. "Hún er eiginlega ástæðan fyrir því hversu vel ég spilaði í sumar. Ég fékk mikið sjálfstraust þar og það er eiginlega lykilinn að því hvernig ég spilaði á tímabilinu," sagði Emil að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Davíð Þór: Verður ekki þreytt meðan maður vinnur titla Fyrirliði FH var að vonum kátur í leikslok. 26. september 2015 16:39 Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Davíð Þór: Verður ekki þreytt meðan maður vinnur titla Fyrirliði FH var að vonum kátur í leikslok. 26. september 2015 16:39