Fimm íslenskir Óskarar á næsta ári? Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2015 23:34 Grímur Hákonarson ásamt leikurunum Sigurði Sigurjónssyni og Theódóri Júlíussyni. vísir/getty Bandaríska kvikmyndatímaritið Variety birtir á vef sínum í dag lista yfir þær myndir sem hún telur eiga möguleika á því að hreppa Óskarsverðlaunin á næsta ári. Á meðal þeirra mynda sem Variety telur líklegar til að hreppa verðlaunin sem besta erlenda myndin er íslenska kvikmyndin Hrútar. Leikstjóri myndarinnar er Grímur Hákonarson en með aðalhlutverk fara þeir Sigurður Sigurjónsson og Theódór Júlíusson. Myndin fjallar um bræðurna Gumma og Kidda sem hafa ekki talað saman í fjörutíu ár þrátt fyrir að búa hlið við hlið. Þegar riðuveiki kemur upp í dalnum neyðast þeir til að taka þráðinn upp til að bjarga því sem stendur þeim næst. Hrútar hafa vakið mikla athygli erlendis og vann myndin meðal annars til verðlauna á Cannes-kvikmyndahátíðinni í maí síðastliðnum í flokknum Un Certain Regard en myndina má enn sjá í Bíó Paradís. Tónskáldið Jóhann Jóhannsson er svo talinn líklegur til að hljóta tilnefningu fyrir tónlistina í myndinni Sicario.Daði líklegur til að hljóta tilnefningu fyrir tæknibrellur í Everest Þá er kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, talin líkleg til að hreppa tilnefningu fyrir tæknibrellur en Daði Einarsson er maðurinn á bak við þær. Jafnframt er talið að Baltasar eigi möguleika á tilnefningu sem besti leikstjórinn og Everest sem besta myndin. Í þessum tveimur flokkum kemst myndin þó ekki inn á topp 10 lista Variety, líkt og er tilfellið með tæknibrellurnar. Óskarsverðlaunin verða veitt í 88. sinn þann 28. febrúar næstkomandi en tilkynnt verður um tilnefningar þann 14. janúar. Íslensk kvikmynd í fullri lengd hefur aðeins einu sinni hlotið tilnefningu til verðlauna sem besta erlenda myndin. Það var mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börn náttúrunnar, árið 1992. Aðrir Íslendingar sem hlotið hafa tilnefningu til Óskarsverðlauna eru Björk Guðmundsdóttir og Sjón fyrir lagið I‘ve Seen It All úr myndinni Dancer in the Dark, Rúnar Rúnarsson og Þórir Snær Sigurjónsson fyrir stuttmyndina Síðasti bærinn í dalnum og svo Jóhann Jóhannsson fyrir tónlistina við myndina The Theory of Everything. Óskarinn Tengdar fréttir Hrútar er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, völdu kvikmyndina Hrúta sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna á næsta ári. 8. september 2015 14:50 Sigurganga Hrúta heldur áfram Hrútar var valin besta kvikmyndin á Kvikmyndahátíðinni í Palic í Serbíu í gær. 25. júlí 2015 08:30 Tæplega 25.000 manns hafa séð Everest á Íslandi: Universal trónir á toppnum Í kvöld nær Universal að tryggja sér tekjuhæsta ár allra tíma fyrir kvikmyndaver á Íslandi og taka þar með metið af Warner Bros, sem náði titlinum 2010. 25. september 2015 15:30 „Myndin ekki tekin upp á Everest af sömu ástæðu og Gravity var ekki tekin upp í geimnum“ Ísland í dag kíkti á Baltasar Kormák á frumsýningu Everest hér á landi. Myndaveisla af gestum sýningarinnar fylgir fréttinni. 17. september 2015 22:31 Frá Cannes til Hólmavíkur Hrútaþuklseinvígi á milli leikaranna Sigga Sigurjóns og Theodórs Júlíussonar. 15. ágúst 2015 10:00 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Bandaríska kvikmyndatímaritið Variety birtir á vef sínum í dag lista yfir þær myndir sem hún telur eiga möguleika á því að hreppa Óskarsverðlaunin á næsta ári. Á meðal þeirra mynda sem Variety telur líklegar til að hreppa verðlaunin sem besta erlenda myndin er íslenska kvikmyndin Hrútar. Leikstjóri myndarinnar er Grímur Hákonarson en með aðalhlutverk fara þeir Sigurður Sigurjónsson og Theódór Júlíusson. Myndin fjallar um bræðurna Gumma og Kidda sem hafa ekki talað saman í fjörutíu ár þrátt fyrir að búa hlið við hlið. Þegar riðuveiki kemur upp í dalnum neyðast þeir til að taka þráðinn upp til að bjarga því sem stendur þeim næst. Hrútar hafa vakið mikla athygli erlendis og vann myndin meðal annars til verðlauna á Cannes-kvikmyndahátíðinni í maí síðastliðnum í flokknum Un Certain Regard en myndina má enn sjá í Bíó Paradís. Tónskáldið Jóhann Jóhannsson er svo talinn líklegur til að hljóta tilnefningu fyrir tónlistina í myndinni Sicario.Daði líklegur til að hljóta tilnefningu fyrir tæknibrellur í Everest Þá er kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, talin líkleg til að hreppa tilnefningu fyrir tæknibrellur en Daði Einarsson er maðurinn á bak við þær. Jafnframt er talið að Baltasar eigi möguleika á tilnefningu sem besti leikstjórinn og Everest sem besta myndin. Í þessum tveimur flokkum kemst myndin þó ekki inn á topp 10 lista Variety, líkt og er tilfellið með tæknibrellurnar. Óskarsverðlaunin verða veitt í 88. sinn þann 28. febrúar næstkomandi en tilkynnt verður um tilnefningar þann 14. janúar. Íslensk kvikmynd í fullri lengd hefur aðeins einu sinni hlotið tilnefningu til verðlauna sem besta erlenda myndin. Það var mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börn náttúrunnar, árið 1992. Aðrir Íslendingar sem hlotið hafa tilnefningu til Óskarsverðlauna eru Björk Guðmundsdóttir og Sjón fyrir lagið I‘ve Seen It All úr myndinni Dancer in the Dark, Rúnar Rúnarsson og Þórir Snær Sigurjónsson fyrir stuttmyndina Síðasti bærinn í dalnum og svo Jóhann Jóhannsson fyrir tónlistina við myndina The Theory of Everything.
Óskarinn Tengdar fréttir Hrútar er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, völdu kvikmyndina Hrúta sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna á næsta ári. 8. september 2015 14:50 Sigurganga Hrúta heldur áfram Hrútar var valin besta kvikmyndin á Kvikmyndahátíðinni í Palic í Serbíu í gær. 25. júlí 2015 08:30 Tæplega 25.000 manns hafa séð Everest á Íslandi: Universal trónir á toppnum Í kvöld nær Universal að tryggja sér tekjuhæsta ár allra tíma fyrir kvikmyndaver á Íslandi og taka þar með metið af Warner Bros, sem náði titlinum 2010. 25. september 2015 15:30 „Myndin ekki tekin upp á Everest af sömu ástæðu og Gravity var ekki tekin upp í geimnum“ Ísland í dag kíkti á Baltasar Kormák á frumsýningu Everest hér á landi. Myndaveisla af gestum sýningarinnar fylgir fréttinni. 17. september 2015 22:31 Frá Cannes til Hólmavíkur Hrútaþuklseinvígi á milli leikaranna Sigga Sigurjóns og Theodórs Júlíussonar. 15. ágúst 2015 10:00 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hrútar er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, völdu kvikmyndina Hrúta sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna á næsta ári. 8. september 2015 14:50
Sigurganga Hrúta heldur áfram Hrútar var valin besta kvikmyndin á Kvikmyndahátíðinni í Palic í Serbíu í gær. 25. júlí 2015 08:30
Tæplega 25.000 manns hafa séð Everest á Íslandi: Universal trónir á toppnum Í kvöld nær Universal að tryggja sér tekjuhæsta ár allra tíma fyrir kvikmyndaver á Íslandi og taka þar með metið af Warner Bros, sem náði titlinum 2010. 25. september 2015 15:30
„Myndin ekki tekin upp á Everest af sömu ástæðu og Gravity var ekki tekin upp í geimnum“ Ísland í dag kíkti á Baltasar Kormák á frumsýningu Everest hér á landi. Myndaveisla af gestum sýningarinnar fylgir fréttinni. 17. september 2015 22:31
Frá Cannes til Hólmavíkur Hrútaþuklseinvígi á milli leikaranna Sigga Sigurjóns og Theodórs Júlíussonar. 15. ágúst 2015 10:00