Í gegnum list komumst við nær kjarnanum í lífi okkar Magnús Guðmundsson skrifar 26. september 2015 11:00 Katrín Sigurðardóttir í óða önn við að setja upp sýninguna í Hafnarhúsinu. Visir/GVA Katrín Sigurðardóttir myndlistarkona hefur á undanförnum árum haslað sér völl í heimi alþjóðlegrar myndlistar. Í tvo áratugi hefur hún kannað hvernig skynjun okkar er háð rýmislegri upplifun. Í verkum sínum vinnur hún oft á mörkum myndlistar og arkitektúrs. „Skúlptúr er oftar en ekki bygging. Íslenska orðið höggmynd nær aðeins yfir verk sem eru höggvin út eða þar sem form er grafið út úr stærri massa. En skúlptúr getur líka verið byggður upp og þannig er það yfirleitt í mínum verkum. Upphaflega hafði ég áhuga á arkitektúr sem aðferð til að lýsa rými í gegnum teikningu. Kannski að nota tæknimál til að gera mjög ótæknilegum hliðum tilverunnar skil. Pendúllinn í arkitektúr er alltaf mannveran, og þó að hana vanti alltaf í verkin mín, þá er hún samt sem áður aðalviðfangsefnið.” Katrín sýnir í Bandaríkjunum og Evrópu en eftir viku verður opnuð í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur sýningin Horft inn í hvítan kassa. Þar verður skyggnst inn í myndheim Katrínar frá hugmynd til listaverks. „Í gegnum list komumst við nær kjarnanum í lífi okkar, á þann hátt sem við getum ekki í gegnum hversdagslega upplifun. Fyrir mér er það bæði tilgangur og nauðsyn þess sem ég geri.”Boiserie Verkið Boiserie er nákvæm endurgerð á frönsku 18. aldar herbergi sem er varðveitt í Metropolitan-safninu. Verkið gerði Katrín í boði safnins og var það sýnt þar árið 2010. Verkið, sem er í 80% stærð, er lokaður marghyrndur klefi sem áhorfendur skoða í gegnum veggspegla hans. Verkið er drifhvít kyrralífsmynd, fullbúin með húsgögnum og húsmunum herbergisins og hefur draumkennda og jafnvel draugalega áferð. Þetta verk hefur nýlega bæst í safneign Listasafns Reykjavíkur og verður opnuð sýning með því og öðrum verkum Katrínar þar 3. október.Óbyggð hús í Reykjavík 1920-1930 Á síðustu 10 árum hefur Katrín unnið seríu af verkum þar sem viðfangsefnið er óbyggð hús í Reykjavík. Þessi verk eru gerð úr ýmsum efnum eftir arkitektateikningum frá því milli 1920-1930, af húsum sem voru aldrei byggð. Eftir að Katrín skapar þessi módel, eru þau ýmist brotin eða brennd, en síðan endurbyggð og verða þannig eins og minjar um fyrra ástand sitt. Þessi verk ásamt seríunni Ellefu, sem samanstendur af ellefu verkum þar sem Katrín minnist bernskuheimilis síns í Hlíðunum, voru í aðalhlutverki á stórri sýningu Katrínar í MIT háskólalistasafninu í Boston síðasta vor.Supra Terram Supra Terram er latína og þýðir að koma upp á yfirborðið. Þetta er titil á síðustu einkasýningu Katrínar, í Parasol Unit Foundation for Contemporary Art í London, í sumar. Þar sýndi hún stóran helli sem teygði sig af fyrstu hæð upp á aðra hæð. Verkið er risastórt á neðri hæðinni en einungis efsti toppurinn sendur upp úr gólfinu á efri hæðinni. Þannig upplifir áhorfandinn verkið bæði sem ægistórt og pínulítið, eftir því hvort hann er uppi eða niðri.Bouvetoya Verk Katrínar, Bouvetoya, má sjá í New York um þessar mundir en þar er það til sýnis í The High Line lystigarðinum sem liggur ofan á gömlum upphækkuðum járnbrautarteinum í Chelsea-hverfinu. Þetta er í fyrsta skipti sem undirhlið garðsins eru notuð, og hefur Katrín hengt litla eyju á hvolf yfir höfðum vegfarenda. Verkið er endurgerð á raunverulegri eyju í Suður-Atlantshafi, sem um margt er lík íslandi. Verkið er hluti af sýningunni Panorama og stendur hún fram í mars 2016. Myndlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Katrín Sigurðardóttir myndlistarkona hefur á undanförnum árum haslað sér völl í heimi alþjóðlegrar myndlistar. Í tvo áratugi hefur hún kannað hvernig skynjun okkar er háð rýmislegri upplifun. Í verkum sínum vinnur hún oft á mörkum myndlistar og arkitektúrs. „Skúlptúr er oftar en ekki bygging. Íslenska orðið höggmynd nær aðeins yfir verk sem eru höggvin út eða þar sem form er grafið út úr stærri massa. En skúlptúr getur líka verið byggður upp og þannig er það yfirleitt í mínum verkum. Upphaflega hafði ég áhuga á arkitektúr sem aðferð til að lýsa rými í gegnum teikningu. Kannski að nota tæknimál til að gera mjög ótæknilegum hliðum tilverunnar skil. Pendúllinn í arkitektúr er alltaf mannveran, og þó að hana vanti alltaf í verkin mín, þá er hún samt sem áður aðalviðfangsefnið.” Katrín sýnir í Bandaríkjunum og Evrópu en eftir viku verður opnuð í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur sýningin Horft inn í hvítan kassa. Þar verður skyggnst inn í myndheim Katrínar frá hugmynd til listaverks. „Í gegnum list komumst við nær kjarnanum í lífi okkar, á þann hátt sem við getum ekki í gegnum hversdagslega upplifun. Fyrir mér er það bæði tilgangur og nauðsyn þess sem ég geri.”Boiserie Verkið Boiserie er nákvæm endurgerð á frönsku 18. aldar herbergi sem er varðveitt í Metropolitan-safninu. Verkið gerði Katrín í boði safnins og var það sýnt þar árið 2010. Verkið, sem er í 80% stærð, er lokaður marghyrndur klefi sem áhorfendur skoða í gegnum veggspegla hans. Verkið er drifhvít kyrralífsmynd, fullbúin með húsgögnum og húsmunum herbergisins og hefur draumkennda og jafnvel draugalega áferð. Þetta verk hefur nýlega bæst í safneign Listasafns Reykjavíkur og verður opnuð sýning með því og öðrum verkum Katrínar þar 3. október.Óbyggð hús í Reykjavík 1920-1930 Á síðustu 10 árum hefur Katrín unnið seríu af verkum þar sem viðfangsefnið er óbyggð hús í Reykjavík. Þessi verk eru gerð úr ýmsum efnum eftir arkitektateikningum frá því milli 1920-1930, af húsum sem voru aldrei byggð. Eftir að Katrín skapar þessi módel, eru þau ýmist brotin eða brennd, en síðan endurbyggð og verða þannig eins og minjar um fyrra ástand sitt. Þessi verk ásamt seríunni Ellefu, sem samanstendur af ellefu verkum þar sem Katrín minnist bernskuheimilis síns í Hlíðunum, voru í aðalhlutverki á stórri sýningu Katrínar í MIT háskólalistasafninu í Boston síðasta vor.Supra Terram Supra Terram er latína og þýðir að koma upp á yfirborðið. Þetta er titil á síðustu einkasýningu Katrínar, í Parasol Unit Foundation for Contemporary Art í London, í sumar. Þar sýndi hún stóran helli sem teygði sig af fyrstu hæð upp á aðra hæð. Verkið er risastórt á neðri hæðinni en einungis efsti toppurinn sendur upp úr gólfinu á efri hæðinni. Þannig upplifir áhorfandinn verkið bæði sem ægistórt og pínulítið, eftir því hvort hann er uppi eða niðri.Bouvetoya Verk Katrínar, Bouvetoya, má sjá í New York um þessar mundir en þar er það til sýnis í The High Line lystigarðinum sem liggur ofan á gömlum upphækkuðum járnbrautarteinum í Chelsea-hverfinu. Þetta er í fyrsta skipti sem undirhlið garðsins eru notuð, og hefur Katrín hengt litla eyju á hvolf yfir höfðum vegfarenda. Verkið er endurgerð á raunverulegri eyju í Suður-Atlantshafi, sem um margt er lík íslandi. Verkið er hluti af sýningunni Panorama og stendur hún fram í mars 2016.
Myndlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira