Carlos Sainz og Daniil Kvyat fljótastir á æfingum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. september 2015 22:15 Carlos Sainz var fljótastur í rigningunni. Vísir/Getty Carlos Sainz á Toro Rosso var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Daniil Kvyat varð annar á Red Bull á fyrri æfingunni og fljótastur á seinni æfingunni. Mikil bleyta var á brautinni og það hafði áhrif á akstur á æfingunni. Einungis 12 af 20 ökumönnum settu tíma. Allir ökumenn fóru þó út á brautina til að finna rétta uppstillingu fyrir bíla sína. Williams mennirnir Felipe Massa og Valtteri Bottas lentu báðir í darraðardans þegar þeir fóru út á milliregndekkjum, fyrstir allra. Lotus liðið ók ekki mikið á æfingunni enda ekki mikið af varahlutum til á lagernum.Daniil Kvyat fann gott grip þrátt fyrir bleytuna.Vísir/GettyKvyat var 0,023 sekúndum á undan Nico Rosberg á Mercedes á seinni æfingunni. Lewis Hamilton varð þriðji, einnig á Mercedes og Daniel Ricciardo á Red Bull varð fjórði. Flestir ökumenn héldu sig inn í bílskúr þegar fór að rigna aftur á seinni æfingunni. Bottas fór til dæmis ekkert út á brautina á seinni æfingunni. Svar við stóru spurningu helgarinnar fæst ekki fyrr en í fyrramálið á þriðju æfingunni sem á að fara fram í þurru samkvæmt veðurspá. Sú spurning er hvort martraðir Mercedes liðsins frá því í Singapúr haldi áfram eða ekki. Liðið átti sína verstu keppni síðan nýju vélareglurnar tóku gildi í ársbyrjun 2014. Þriðja æfingin fer fram klukkan 3:00 í nótt og er í beinni á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá tímatökunni hefst svo klukkan 5:50 í fyrramálið, einnig á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst svo klukkan 4:30 á sunnudagsmorgun, auðvitað á Stöð 2 Sport.Hér fyrir neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar. þau uppfærast eftir því sem helgin líður. Formúla Tengdar fréttir Faðir Bianchi: Það er of erfitt fyrir mig að horfa á Formúluna Á laugardaginn verður eitt ár síðan hinn 25 ára gamli Jules Bianchi lést á Suzuka-brautinni í japan. 24. september 2015 09:00 Lok, lok og læs hjá Lotus Lotus liðið kom að lokuðum dyrum á gestamóttöku sinni við Suzuka brautina í Japan. Búnaður liðsins kom einnig á eftir búnaði annarra liða. Japanski kappaksturinn fer fram um helgina. 24. september 2015 18:59 Button íhugar að hætta eftir keppnistímabilið Breski ökuþórinn Jenson Button mun tilkynna eftir japanska kappaksturinn að hann muni ekki taka þátt á næsta tímabili eftir 16 tímabil í Formúlunni. 23. september 2015 12:30 Bílskúrinn: Sögur frá Singapúr Sebastian Vettel vann á Ferrari, Lewis Hamilton hætti keppni á Mercedes og titilbarátta ökumanna lifnaði við. Keppnin í Singapúr var viðburðarík og skemmtileg. 22. september 2015 21:45 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Carlos Sainz á Toro Rosso var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Daniil Kvyat varð annar á Red Bull á fyrri æfingunni og fljótastur á seinni æfingunni. Mikil bleyta var á brautinni og það hafði áhrif á akstur á æfingunni. Einungis 12 af 20 ökumönnum settu tíma. Allir ökumenn fóru þó út á brautina til að finna rétta uppstillingu fyrir bíla sína. Williams mennirnir Felipe Massa og Valtteri Bottas lentu báðir í darraðardans þegar þeir fóru út á milliregndekkjum, fyrstir allra. Lotus liðið ók ekki mikið á æfingunni enda ekki mikið af varahlutum til á lagernum.Daniil Kvyat fann gott grip þrátt fyrir bleytuna.Vísir/GettyKvyat var 0,023 sekúndum á undan Nico Rosberg á Mercedes á seinni æfingunni. Lewis Hamilton varð þriðji, einnig á Mercedes og Daniel Ricciardo á Red Bull varð fjórði. Flestir ökumenn héldu sig inn í bílskúr þegar fór að rigna aftur á seinni æfingunni. Bottas fór til dæmis ekkert út á brautina á seinni æfingunni. Svar við stóru spurningu helgarinnar fæst ekki fyrr en í fyrramálið á þriðju æfingunni sem á að fara fram í þurru samkvæmt veðurspá. Sú spurning er hvort martraðir Mercedes liðsins frá því í Singapúr haldi áfram eða ekki. Liðið átti sína verstu keppni síðan nýju vélareglurnar tóku gildi í ársbyrjun 2014. Þriðja æfingin fer fram klukkan 3:00 í nótt og er í beinni á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá tímatökunni hefst svo klukkan 5:50 í fyrramálið, einnig á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst svo klukkan 4:30 á sunnudagsmorgun, auðvitað á Stöð 2 Sport.Hér fyrir neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar. þau uppfærast eftir því sem helgin líður.
Formúla Tengdar fréttir Faðir Bianchi: Það er of erfitt fyrir mig að horfa á Formúluna Á laugardaginn verður eitt ár síðan hinn 25 ára gamli Jules Bianchi lést á Suzuka-brautinni í japan. 24. september 2015 09:00 Lok, lok og læs hjá Lotus Lotus liðið kom að lokuðum dyrum á gestamóttöku sinni við Suzuka brautina í Japan. Búnaður liðsins kom einnig á eftir búnaði annarra liða. Japanski kappaksturinn fer fram um helgina. 24. september 2015 18:59 Button íhugar að hætta eftir keppnistímabilið Breski ökuþórinn Jenson Button mun tilkynna eftir japanska kappaksturinn að hann muni ekki taka þátt á næsta tímabili eftir 16 tímabil í Formúlunni. 23. september 2015 12:30 Bílskúrinn: Sögur frá Singapúr Sebastian Vettel vann á Ferrari, Lewis Hamilton hætti keppni á Mercedes og titilbarátta ökumanna lifnaði við. Keppnin í Singapúr var viðburðarík og skemmtileg. 22. september 2015 21:45 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Faðir Bianchi: Það er of erfitt fyrir mig að horfa á Formúluna Á laugardaginn verður eitt ár síðan hinn 25 ára gamli Jules Bianchi lést á Suzuka-brautinni í japan. 24. september 2015 09:00
Lok, lok og læs hjá Lotus Lotus liðið kom að lokuðum dyrum á gestamóttöku sinni við Suzuka brautina í Japan. Búnaður liðsins kom einnig á eftir búnaði annarra liða. Japanski kappaksturinn fer fram um helgina. 24. september 2015 18:59
Button íhugar að hætta eftir keppnistímabilið Breski ökuþórinn Jenson Button mun tilkynna eftir japanska kappaksturinn að hann muni ekki taka þátt á næsta tímabili eftir 16 tímabil í Formúlunni. 23. september 2015 12:30
Bílskúrinn: Sögur frá Singapúr Sebastian Vettel vann á Ferrari, Lewis Hamilton hætti keppni á Mercedes og titilbarátta ökumanna lifnaði við. Keppnin í Singapúr var viðburðarík og skemmtileg. 22. september 2015 21:45