Það þekkja það flest allir hvernig er að fá fílapensla og hversu pirrandi þeir geta verið.
Flestir halda þeir sig í kringum nefið og koma þeir vegna þess að húðin í andlitin verður of olíukennd. Á vefnum Viral Thread er greint frá frábæru ráði til að losna á einfaldan hátt við fílapensla.
Þú þarft aðeins þrjú hráefni til að vinna á þessum djöfli og eru þau salt, vatn og sítrónuvökvi. Blandaðu þessu vel saman og nuddaðu vökvanum vel í andlitið á þér í tvær til fjórar mínútur.
Þegar því er lokið þrífur þú andlitið á þér með bómullarhnoðrum. Ekki má gera þetta oftar en tvisvar í viku.
Uppfært klukkan 12:58: Vísir hefur fengið ábendingar um að þetta ráð fari mismunandi í fólk og geti valdið mikilli ertingu í húð. Því er nauðsynlegt að taka því með fyrirvara og fara varlega.
Fjölmörg önnur húsráð Vísis má sjá hér að neðan.
