Yfirlitssýning á verkum Gunnars Rúnars Stefán Árni Pálsson skrifar 23. september 2015 17:30 Gunnar tók þessa fallegu mynd. mynd/GRÓ Næstkomandi laugardag opnar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur yfirlitssýning á verkum Gunnars Rúnars Ólafssonar (1917-1965) ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanns. Á sýningunni verða sýndar nýjar handstækkaðar ljósmyndir gerðar eftir filmum Gunnars, teknar á árabilinu 1947-1964. Auk þess sýnir Kvikmyndasafn Íslands valin myndbrot úr kvikmyndum Gunnars. Gunnar Rúnar Ólafsson fæddist í Hafnarfirði 23. maí 1917. Hann lærði ljósmyndun í New York Institute of Photography sumarið 1945. Þaðan fór hann til Los Angeles og kynnti sér kvikmyndagerð hjá einu stærsta kvikmyndaveri Bandaríkjanna, Metro Goldwyn Mayer í Hollywood. Þar var hann viðstaddur upptökur fjölmargra kvikmynda og starfaði m.a. við hlið margra af þekktustu leikurum samtímans en þar er helst að nefna Judy Garland, Katharine Hepburn, Lana Turner og John Garfield. Þeim síðastnefndu kynntist Gunnar lítillega við upptökur á kvikmyndinni The Postman Always Rings Twice.Myndaði reglulega fyrir Reykjavíkurborg Eftir heimkomuna 1946 og fram til 1957 starfaði Gunnar einkum sem kvikmyndagerðarmaður en tók að auki ljósmyndir fyrir Morgunblaðið 1953–1957. Frá 1958 starfaði Gunnar sem iðnaðar- og auglýsingaljósmyndari og tók myndir fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Hann myndaði m.a. fyrir Rafha hf, Hafnarfjarðarbæ og Akureyri auk þess nýttu Sjálfstæðisflokkurinn og búnaðarfélög víða um land sér þjónustu hans. Þá myndaði Gunnar reglulega fyrir Reykjavíkurborg. Á þeim tíma hafði Sjálfstæðisflokkurinn hreinan meirihluta í borgarstjórn og áhrifafólk innan borgarinnar þekkti vel til natni Gunnars og listfengis. Í þeim verkefnum fékk markaðs- og auglýsinganef ljósmyndarans að njóta sín því Reykjavík, séð í gegnum myndavél Gunnars, er einkar viðkunnanleg borg, nútímaleg, vel skipulögð og björt. Snyrtilegir almenningsgarðar mynda fagurlega umgjörð utan um heilbrigt mannlíf og kraftmikil uppbygging á sér stað. Þarna má líka finna stórskemmtilegar myndir af börnum og unglingum bæði í leik og starfi.27 þúsund myndir Í filmusafninu eru um 27 þúsund myndir á filmum. Fyrstu árin notaðist Gunnar aðallega við 35 mm og 6x9 cm filmur en 1956 eignaðist hann góða Rolleiflex-myndavél sem fljótlega varð hans aðalsmerki. Við þessi umskipti varð nokkurs konar eðlisbreyting á myndheimi Gunnars og hið ferkantaða 6x6 filmusnið tók nær alveg yfir. Myndmálið varð meitlaðra en áður, rammarnir betur formaðir og hið listræna auga Gunnars kom enn betur í ljós. Kvikmyndaefnið, 36 útgefnar og óútgefnar myndir af ýmsum stærðum og gerðum, er varðveitt á Kvikmyndasafni Íslands. Gunnar Rúnar lést 29. janúar 1965, tæplega 48 ára gamall. Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Næstkomandi laugardag opnar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur yfirlitssýning á verkum Gunnars Rúnars Ólafssonar (1917-1965) ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanns. Á sýningunni verða sýndar nýjar handstækkaðar ljósmyndir gerðar eftir filmum Gunnars, teknar á árabilinu 1947-1964. Auk þess sýnir Kvikmyndasafn Íslands valin myndbrot úr kvikmyndum Gunnars. Gunnar Rúnar Ólafsson fæddist í Hafnarfirði 23. maí 1917. Hann lærði ljósmyndun í New York Institute of Photography sumarið 1945. Þaðan fór hann til Los Angeles og kynnti sér kvikmyndagerð hjá einu stærsta kvikmyndaveri Bandaríkjanna, Metro Goldwyn Mayer í Hollywood. Þar var hann viðstaddur upptökur fjölmargra kvikmynda og starfaði m.a. við hlið margra af þekktustu leikurum samtímans en þar er helst að nefna Judy Garland, Katharine Hepburn, Lana Turner og John Garfield. Þeim síðastnefndu kynntist Gunnar lítillega við upptökur á kvikmyndinni The Postman Always Rings Twice.Myndaði reglulega fyrir Reykjavíkurborg Eftir heimkomuna 1946 og fram til 1957 starfaði Gunnar einkum sem kvikmyndagerðarmaður en tók að auki ljósmyndir fyrir Morgunblaðið 1953–1957. Frá 1958 starfaði Gunnar sem iðnaðar- og auglýsingaljósmyndari og tók myndir fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Hann myndaði m.a. fyrir Rafha hf, Hafnarfjarðarbæ og Akureyri auk þess nýttu Sjálfstæðisflokkurinn og búnaðarfélög víða um land sér þjónustu hans. Þá myndaði Gunnar reglulega fyrir Reykjavíkurborg. Á þeim tíma hafði Sjálfstæðisflokkurinn hreinan meirihluta í borgarstjórn og áhrifafólk innan borgarinnar þekkti vel til natni Gunnars og listfengis. Í þeim verkefnum fékk markaðs- og auglýsinganef ljósmyndarans að njóta sín því Reykjavík, séð í gegnum myndavél Gunnars, er einkar viðkunnanleg borg, nútímaleg, vel skipulögð og björt. Snyrtilegir almenningsgarðar mynda fagurlega umgjörð utan um heilbrigt mannlíf og kraftmikil uppbygging á sér stað. Þarna má líka finna stórskemmtilegar myndir af börnum og unglingum bæði í leik og starfi.27 þúsund myndir Í filmusafninu eru um 27 þúsund myndir á filmum. Fyrstu árin notaðist Gunnar aðallega við 35 mm og 6x9 cm filmur en 1956 eignaðist hann góða Rolleiflex-myndavél sem fljótlega varð hans aðalsmerki. Við þessi umskipti varð nokkurs konar eðlisbreyting á myndheimi Gunnars og hið ferkantaða 6x6 filmusnið tók nær alveg yfir. Myndmálið varð meitlaðra en áður, rammarnir betur formaðir og hið listræna auga Gunnars kom enn betur í ljós. Kvikmyndaefnið, 36 útgefnar og óútgefnar myndir af ýmsum stærðum og gerðum, er varðveitt á Kvikmyndasafni Íslands. Gunnar Rúnar lést 29. janúar 1965, tæplega 48 ára gamall.
Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira