Jason Day í efsta sæti heimslistans í golfi eftir enn einn sigurinn 20. september 2015 22:49 Það er orðið að vikulegri hefð að birta mynd af Jason Day með nýjan bikar í hönd. Getty. Jason Day sigraði í sínu fjórða móti af síðustu sex sem hann hefur tekið þátt í en hann lék manna best á BMW meistaramótinu sem kláraðist í kvöld. Það er erfitt að rifja upp mót á PGA-mótaröðinni sem hefur verið jafn óspennandi en Day lék fyrstu tvo hringina á Conway Farms vellinum á 18 höggum undir pari og eftir það leit aldrei út eins og að hann ætlaði að láta af forystunni. Day endaði á samtals 22 höggum undir pari en Daniel Berger tryggði sér annað sætið á 16 undir pari. Rory McIlroy og Rickie Fowler léku vel alla helgina og enduðu samtals á 14 höggum undir pari en náðu þó aldrei að gera atlögu að Day sem var einfaldlega í sérflokki. Jason Day er því aðeins þriðji kylfingurinn á PGA-mótaröðinni sem sigrar í fimm mótum á sama árinu síðan árið 2003 en hinir tveir sem hafa afrekað það eru Vijay Singh og Tiger Woods. Fyrir sigurinn fékk Day 170 milljónir króna í verðlaunafé en ásamt því fer hann í efsta sæti heimslistans í golfi í fyrsta sinn á ferlinum. Næsta mót á PGA-mótaröðinni, Coca Cola meistaramótið, er það síðasta á þessu tímabili og markar enda úrslitakeppni mótaraðarinnar, en aðeins 30 stigahæstu kylfingar hennar fá þáttökurétt í mótinu. Það leika allir bestu kylfingar heims um milljarða króna en mótið hefst á fimmtudaginn næsta. Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Jason Day sigraði í sínu fjórða móti af síðustu sex sem hann hefur tekið þátt í en hann lék manna best á BMW meistaramótinu sem kláraðist í kvöld. Það er erfitt að rifja upp mót á PGA-mótaröðinni sem hefur verið jafn óspennandi en Day lék fyrstu tvo hringina á Conway Farms vellinum á 18 höggum undir pari og eftir það leit aldrei út eins og að hann ætlaði að láta af forystunni. Day endaði á samtals 22 höggum undir pari en Daniel Berger tryggði sér annað sætið á 16 undir pari. Rory McIlroy og Rickie Fowler léku vel alla helgina og enduðu samtals á 14 höggum undir pari en náðu þó aldrei að gera atlögu að Day sem var einfaldlega í sérflokki. Jason Day er því aðeins þriðji kylfingurinn á PGA-mótaröðinni sem sigrar í fimm mótum á sama árinu síðan árið 2003 en hinir tveir sem hafa afrekað það eru Vijay Singh og Tiger Woods. Fyrir sigurinn fékk Day 170 milljónir króna í verðlaunafé en ásamt því fer hann í efsta sæti heimslistans í golfi í fyrsta sinn á ferlinum. Næsta mót á PGA-mótaröðinni, Coca Cola meistaramótið, er það síðasta á þessu tímabili og markar enda úrslitakeppni mótaraðarinnar, en aðeins 30 stigahæstu kylfingar hennar fá þáttökurétt í mótinu. Það leika allir bestu kylfingar heims um milljarða króna en mótið hefst á fimmtudaginn næsta.
Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira