Kampavínið áfram í kæli Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. september 2015 07:00 Heimir Guðjónsson svekktur eftir annað mark Breiðabliks. vísir/anton Breiðablik á ekki mikinn möguleika á að verða Íslandsmeistari karla í fótbolta, en liðið var samt staðráðið í því í gær að láta FH-inga ekki fagna titlinum á sínum heimavelli. FH þurfti aðeins jafntefli í Kópavoginum í gærkvöldi til að tryggja sér sjöunda Íslandsmeistaratitilinn en allt kom fyrir ekki. Útlitið var gott þegar Atli Guðnason kom FH yfir á 72. mínútu með sínu 60. marki í efstu deild. Blikar svöruðu því með tveimur mörkum á næstu sex mínútum, en þar voru að verki Jonathan Glenn (en ekki hver?) og Damir Muminovic. FH verður að bíða í eina viku í það minnsta en verður meistari með því að vinna Fjölni á heimavelli sínum í Kaplakrika næsta laugardag. Blikar gulltryggðu Evrópusætið með sigrinum í gær, en það var þeirra aðalmarkmið. Arnar Grétarsson er, eins og flestir sem fylgjast með Pepsi-deildinni vita, búinn að smíða ansi gott fótboltalið í Kópavoginum. Leikirnir gegn efstu liðunum hafa verið mjög flottir. Blikar náðu í jafntefli gegn FH á útivelli þar sem verðandi Íslandsmeistararnir jöfnuðu í uppbótartíma og unnu FH svo í gær. Breiðablik gerði enn fremur tvö jafntefli við KR og vann Valsmenn í tvígang, 1-0. Þetta eru níu stig af tólf mögulegum gegn liðunum sem eru og voru í baráttu um titilinn.vísir/antonLeiknir í vandræðum Nýliðar Leiknis eru í vondum málum þegar tvær umferðir eru eftir, en liðið er enn með fimmtán stig, nú fjórum stigum frá öruggu sæti eftir glæsilega endurkomu Eyjamanna í gærkvöldi sem tryggði þeim eitt stig gegn Val í Vestmannaeyjum. Leiknismenn horfðu eflaust ágætlega björtum augum til síðustu þriggja leikjanna þrátt fyrir stöðuna, en liðið átti eftir leiki gegn Fylki, sem hefur verið slökkt á, og Keflavík, sem er löngu fallið. En Fylkismenn dúkkuðu upp með stjörnuframmistöðu í Lautinni í gær og voru komnir 3-0 yfir gegn Leiknismönnum eftir hálftíma. Leiknir hefur átt í miklu basli með að skora í allt sumar og setti ekki sárabótarmark fyrr en í uppbótartíma. Ástæðan fyrir því að Leiknir hefur hangið í séns í fallbaráttunni þetta lengi er sterkur varnarleikur liðsins og skipulag. Það var aðeins búið að fá á sig 23 mörk eftir 18 umferðir, en nú er vörnin að opnast á versta tíma. Breiðhyltingar eru búnir að fá á sig sex mörk í síðustu tveimur leikjum og virðast stefna hraðbyri niður um deild. Keflavík þarf enn fimm stig til að verða ekki slakasta liðið (hvað stigin varðar) í sögu tólf liða deildar. Þá er það aðeins fimm mörkum frá „markametinu“ yfir flest mörk fengin á sig í tólf liða deild. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - FH 2-1 | FH-ingar þurfa að bíða FH þurfti stig til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu en tókst ekki á Kópavogsvelli í dag. 20. september 2015 19:00 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Sjá meira
Breiðablik á ekki mikinn möguleika á að verða Íslandsmeistari karla í fótbolta, en liðið var samt staðráðið í því í gær að láta FH-inga ekki fagna titlinum á sínum heimavelli. FH þurfti aðeins jafntefli í Kópavoginum í gærkvöldi til að tryggja sér sjöunda Íslandsmeistaratitilinn en allt kom fyrir ekki. Útlitið var gott þegar Atli Guðnason kom FH yfir á 72. mínútu með sínu 60. marki í efstu deild. Blikar svöruðu því með tveimur mörkum á næstu sex mínútum, en þar voru að verki Jonathan Glenn (en ekki hver?) og Damir Muminovic. FH verður að bíða í eina viku í það minnsta en verður meistari með því að vinna Fjölni á heimavelli sínum í Kaplakrika næsta laugardag. Blikar gulltryggðu Evrópusætið með sigrinum í gær, en það var þeirra aðalmarkmið. Arnar Grétarsson er, eins og flestir sem fylgjast með Pepsi-deildinni vita, búinn að smíða ansi gott fótboltalið í Kópavoginum. Leikirnir gegn efstu liðunum hafa verið mjög flottir. Blikar náðu í jafntefli gegn FH á útivelli þar sem verðandi Íslandsmeistararnir jöfnuðu í uppbótartíma og unnu FH svo í gær. Breiðablik gerði enn fremur tvö jafntefli við KR og vann Valsmenn í tvígang, 1-0. Þetta eru níu stig af tólf mögulegum gegn liðunum sem eru og voru í baráttu um titilinn.vísir/antonLeiknir í vandræðum Nýliðar Leiknis eru í vondum málum þegar tvær umferðir eru eftir, en liðið er enn með fimmtán stig, nú fjórum stigum frá öruggu sæti eftir glæsilega endurkomu Eyjamanna í gærkvöldi sem tryggði þeim eitt stig gegn Val í Vestmannaeyjum. Leiknismenn horfðu eflaust ágætlega björtum augum til síðustu þriggja leikjanna þrátt fyrir stöðuna, en liðið átti eftir leiki gegn Fylki, sem hefur verið slökkt á, og Keflavík, sem er löngu fallið. En Fylkismenn dúkkuðu upp með stjörnuframmistöðu í Lautinni í gær og voru komnir 3-0 yfir gegn Leiknismönnum eftir hálftíma. Leiknir hefur átt í miklu basli með að skora í allt sumar og setti ekki sárabótarmark fyrr en í uppbótartíma. Ástæðan fyrir því að Leiknir hefur hangið í séns í fallbaráttunni þetta lengi er sterkur varnarleikur liðsins og skipulag. Það var aðeins búið að fá á sig 23 mörk eftir 18 umferðir, en nú er vörnin að opnast á versta tíma. Breiðhyltingar eru búnir að fá á sig sex mörk í síðustu tveimur leikjum og virðast stefna hraðbyri niður um deild. Keflavík þarf enn fimm stig til að verða ekki slakasta liðið (hvað stigin varðar) í sögu tólf liða deildar. Þá er það aðeins fimm mörkum frá „markametinu“ yfir flest mörk fengin á sig í tólf liða deild.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - FH 2-1 | FH-ingar þurfa að bíða FH þurfti stig til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu en tókst ekki á Kópavogsvelli í dag. 20. september 2015 19:00 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - FH 2-1 | FH-ingar þurfa að bíða FH þurfti stig til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu en tókst ekki á Kópavogsvelli í dag. 20. september 2015 19:00