Íslenskt köntrí slær í gegn á heimsvísu Jakob Bjarnar skrifar 20. september 2015 14:20 Axel Ó segir viðtökurnar við fyrsta lagi sem hljómsveitin sendir frá sér með ólíkindum góðar. visir/jakob „Við erum í rotation spilun á showi sem heitir The Iceman Show en þetta er DJ sem spilar bara ósamningsbunda Country Aritista. Hann er með show sem er endurspilað á 2500 affilitate stöðvum og heyrist í 139 löndum,“ segir forsprakki hljómsveitarinnar Axel Ó og co: Sjálfur Axel Ómarsson. Hann er fjallbrattur og má vera það. Hann segir fólk ekki gera sér nokkra grein fyrir hinni gígantísku dreifingu sem lagið er að fá.Vísir fjallaði í sumar, með óbeinum hætti, um íslenska köntríhljómsveit sem þá var nýlega tekin til starfa. Blaðamaður fór á hestbak með Axeli og Magnúsi Kjartanssyni og þeir upplýstu hann þá um að þeir stefndu ótrauðir á hinn risavaxna Country & Western tónlistarmarkað. Jájá, meikdraumarnir eru ágætir fyrir sinn kúrekahatt en fæstir þeirra rætast. Þessi virðist hins vegar á góðri leið með að gera það.Hinn íslenski Country Man flengist um heim allanLagið Country Man komst nú á föstudaginn í 1. sæti á Top 40 Countdown lista á útvarpsstöðinni Spectrum Radio Petts Wood (Suður London) með Micky Spectrum. Stöðin sérhæfir sig í sjálfstæðum eða óútgefnum tónlistarmönnum alls staðar að úr heiminum. Stöðin starfar einnig náið með fremstu „Country“ stöðvum sem spila nýja „Independent“ Country tónlist. Axel þylur upp nokkrar þeirra útvarpsstöðva sem eru með lagið hans Country Man í spilun víðsvegar um heim: The Iceman show og A day to Nashville í USA, An Hour of Country í Ástralíu, www.RadioNashvilleInternational.com í Hollandi, Norsk Country Radio og Countrykanalen í Svíþjóð svo einhverjir séu nefndir.Axel og Maggi Kjartans: Þangað stefnum við, á toppinn.visir/jakob„Sömu artistar og eru fyrir neðan okkur á UK listanum eru á Top 10 listum í Texas! Ég er bara ekki búinn að senda lagið þangað,“ segir Axel. Og heldur áfram: „Það er gaman að segja frá því að við vorum allir í stúdíí í gær að taka upp næstu 4 lög með bandinu og vorum að hlusta á London Countdown þáttinn, þá hringi þáttarstjórnandinn i mig og tók viðtal við mig í tilefni að við vorum í fyrsta sæti.“Valinn maður í hverju rúmi Í hljómsveitinni Axel Ó og co er valinn maður í hverju rúmi, auk Axels sem syngur og spilar á kassagítar; Magnús Kjartansson á píanó, Sigurgeir Sigmundsson á gítara og pedal steel, Jóhann Ásmundsson á bassa og Sigfús Óttarsson á trommur.„Við erum að taka upp lög og vinna í sarpinn fyrir plötuna. Svo erum við að plana stórt Country Ball núna í Október.“ Hinar góðu viðtökur munu, ef af líkum lætur, opna ýmsar dyr, bæði þá hvað varðar útgáfu og tónleikahald en þetta er svo nýlega til komið að ótímabært er að segja til um hvert þessi velgengni leiðir. Hér má hlusta á lagið Country Man. Tónlist Tengdar fréttir Köntríboltar klárir á klárum Magga Kjartans Tónlistar- og hestamaðurinn Magnús Kjartansson skaut hesti undir blaðamann Vísis, sem ótrauður heldur áfram að kynna sér hin margvíslegu áhugamál landsmanna er snúa að útivist og lífsstíl. 30. júlí 2015 09:00 Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við erum í rotation spilun á showi sem heitir The Iceman Show en þetta er DJ sem spilar bara ósamningsbunda Country Aritista. Hann er með show sem er endurspilað á 2500 affilitate stöðvum og heyrist í 139 löndum,“ segir forsprakki hljómsveitarinnar Axel Ó og co: Sjálfur Axel Ómarsson. Hann er fjallbrattur og má vera það. Hann segir fólk ekki gera sér nokkra grein fyrir hinni gígantísku dreifingu sem lagið er að fá.Vísir fjallaði í sumar, með óbeinum hætti, um íslenska köntríhljómsveit sem þá var nýlega tekin til starfa. Blaðamaður fór á hestbak með Axeli og Magnúsi Kjartanssyni og þeir upplýstu hann þá um að þeir stefndu ótrauðir á hinn risavaxna Country & Western tónlistarmarkað. Jájá, meikdraumarnir eru ágætir fyrir sinn kúrekahatt en fæstir þeirra rætast. Þessi virðist hins vegar á góðri leið með að gera það.Hinn íslenski Country Man flengist um heim allanLagið Country Man komst nú á föstudaginn í 1. sæti á Top 40 Countdown lista á útvarpsstöðinni Spectrum Radio Petts Wood (Suður London) með Micky Spectrum. Stöðin sérhæfir sig í sjálfstæðum eða óútgefnum tónlistarmönnum alls staðar að úr heiminum. Stöðin starfar einnig náið með fremstu „Country“ stöðvum sem spila nýja „Independent“ Country tónlist. Axel þylur upp nokkrar þeirra útvarpsstöðva sem eru með lagið hans Country Man í spilun víðsvegar um heim: The Iceman show og A day to Nashville í USA, An Hour of Country í Ástralíu, www.RadioNashvilleInternational.com í Hollandi, Norsk Country Radio og Countrykanalen í Svíþjóð svo einhverjir séu nefndir.Axel og Maggi Kjartans: Þangað stefnum við, á toppinn.visir/jakob„Sömu artistar og eru fyrir neðan okkur á UK listanum eru á Top 10 listum í Texas! Ég er bara ekki búinn að senda lagið þangað,“ segir Axel. Og heldur áfram: „Það er gaman að segja frá því að við vorum allir í stúdíí í gær að taka upp næstu 4 lög með bandinu og vorum að hlusta á London Countdown þáttinn, þá hringi þáttarstjórnandinn i mig og tók viðtal við mig í tilefni að við vorum í fyrsta sæti.“Valinn maður í hverju rúmi Í hljómsveitinni Axel Ó og co er valinn maður í hverju rúmi, auk Axels sem syngur og spilar á kassagítar; Magnús Kjartansson á píanó, Sigurgeir Sigmundsson á gítara og pedal steel, Jóhann Ásmundsson á bassa og Sigfús Óttarsson á trommur.„Við erum að taka upp lög og vinna í sarpinn fyrir plötuna. Svo erum við að plana stórt Country Ball núna í Október.“ Hinar góðu viðtökur munu, ef af líkum lætur, opna ýmsar dyr, bæði þá hvað varðar útgáfu og tónleikahald en þetta er svo nýlega til komið að ótímabært er að segja til um hvert þessi velgengni leiðir. Hér má hlusta á lagið Country Man.
Tónlist Tengdar fréttir Köntríboltar klárir á klárum Magga Kjartans Tónlistar- og hestamaðurinn Magnús Kjartansson skaut hesti undir blaðamann Vísis, sem ótrauður heldur áfram að kynna sér hin margvíslegu áhugamál landsmanna er snúa að útivist og lífsstíl. 30. júlí 2015 09:00 Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Köntríboltar klárir á klárum Magga Kjartans Tónlistar- og hestamaðurinn Magnús Kjartansson skaut hesti undir blaðamann Vísis, sem ótrauður heldur áfram að kynna sér hin margvíslegu áhugamál landsmanna er snúa að útivist og lífsstíl. 30. júlí 2015 09:00