Atli Viðar fyrstur til að skora fyrir sjö Íslandsmeistaralið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2015 06:00 Atli hefur hrellt marga varnarmennina í gegn um tíðina. Vísir/Anton Atli Viðar Björnsson tók í sumar athyglisvert met af goðsögnunum Rikka og Nunna þegar hann varð fyrsti leikmaðurinn frá stríðslokum sem nær að skora fyrir sjö Íslandsmeistaralið en Atli Viðar hefur alls skorað 47 mörk fyrir Íslandsmeistaralið FH-inga frá 2004 til 2015. Ferill Atla Viðars Björnssonar í efstu deild á Íslandi er fyrir löngu orðinn sögulegur en hann varð enn sögulegri þegar hann og félagar hans í FH-liðinu lönduðu Íslandsmeistaratitlinum í Kaplakrika á laugardaginn. Atli Viðar varð þá Íslandsmeistari í sjöunda sinn en hann er eini leikmaðurinn í sögu FH sem hefur spilað fyrir öll sjö Íslandsmeistaralið félagsins. Það sem gerir þetta fyrst sögulegt er að Atli Viðar hefur skorað á öllum þessum sjö Íslandsmeistaraárum og varð fyrsti leikmaðurinn frá stríðslokum (1945) sem skorar fyrir sjö Íslandsmeistaralið.Hér má sjá samantekt á þessu.Mynd/VísirÞrír áttu metið saman Atli Viðar hafði átti metið með þeim Ríkharði Jónssyni og Gunnari Guðmannssyni frá því að hann varð síðast Íslandsmeistari með FH-liðinu fyrir þremur árum. Ríkharður skoraði á öllum sex Íslandsmeistaraárum sínum með Fram og ÍA frá 1947 til 1958 og Gunnar skoraði á sex af níu Íslandsmeistaraárum sínum með KR frá 1948 til 1965. Atli Viðar varð einnig aðeins þriðji leikmaðurinn sem vinnur sjö Íslandsmeistaratitla í nútímafótbolta eða frá því að deildin varð fyrst skipuð tíu liðum 1977. Hinir eru þeir Sigursteinn Gíslason (9 Íslandsmeistaratitlar) og Ólafur Þórðarson (7 titlar). Atli Viðar hefur nú skorað 47 mörk fyrir Íslandsmeistaralið og komst í sumar upp fyrir þá Guðmund Steinsson (45) og Arnar Gunnlaugsson (41) en hann á enn nokkuð í land að ná Tryggva Guðmundssyni sem skoraði á sínum tíma 62 mörk fyrir Íslandsmeistaralið.Atli Viðar hefur orðið markahæstur í efstu deild á Íslandi en hér má sjá Atla með gullskóinn í bakgrunni.Vísir/ErnirTólf verðlaunatímabil Atli Viðar hefur nú spilað fjórtán tímabil í efstu deild og unnið gull eða silfur á tólf þeirra eða 86 prósent tímabila sinna í efstu deild. Hann hefur fengið verðlaun á öllum nema tveimur fyrstu þegar FH endaði í 3. sæti 2001 og í 6. sæti 2002. Atli Viðar sleit krossband á miðju sumri 2001 sem þýddi að hann missti af seinni hlutanum 2001 og fyrri hlutanum 2002. Atli Viðar varð fyrr í sumar fyrsti leikmaðurinn sem nær því að spila bæði 200 leiki og skorað 100 mörk fyrir sama félag í efstu deild og hann hefur nú alls skorað 105 mörk í 222 leikjum. Sigurganga FH-liðsins að undanförnu hefur jafnframt séð til þess að Atli Viðar er nú búinn að taka þátt í 102 fleiri sigurleikjum (139) en tapleikjum (37) í efstu deild á Íslandi. Það hefur líka munað um framlag Atla Viðars í sumar. Hann átti frábærar innkomur af bekknum í góðum sigrum í upphafi mótsins og skoraði í fjórum leikjum í röð þegar sigurganga FH-liðsins hófst í júlílok. Atli Viðar skoraði sigurmark í Keflavík 28. júlí, fyrsta sigurleiknum í sjö leikja sigurgöngu og skoraði síðan fyrsta mark FH-liðsins í næstu þremur leikjum á eftir.Beið þolinmóður Atli Viðar beið þolinmóður eftir tækifærinu sínu og nýtti það vel þegar það loksins datt inn. Þegar Steven Lennon meiddist var það gulls ígildi fyrir þjálfarann Heimi Guðjónsson að geta leitað til reynsluboltans Atla Viðars Björnssonar. Atli Viðar hefur oftar en ekki þurft að sitja á bekknum undanfarin ár en markanefið stíflast ekkert með aldrinum og nokkrar afgreiðslur hans í sumar voru efni í kennslumyndbönd fyrir framherja. Það er einnig afar fróðlegt að skoða gengi FH-liðsins í sumar miðað við þann tíma sem Atli Viðar er inná og útaf. Atli Viðar er þriðji markahæsti leikmaður FH-liðsins í sumar þrátt fyrir að hafa spilað aðeins 33 prósent af mínútunum í boði.Atli Viðar í fyrsta heimaleik sumarsins gegn Keflavík en hann skoraði eitt mark í þeim leik.Vísir/ErnirMiklu betri markatala með Atla inná FH hefur unnið þær 629 mínútur sem hann hefur spilað með 19 marka mun (24-5) en er aðeins þrjú mörk í plús (21-18) á þeirri 1.261 mínútu sem hans hefur ekki notið við. Þetta þýðir jafnframt að FH er bæði að skora örar og fá á sig mörk með lengra millibili þegar Atli Viðar hefur verið inn á vellinum. Atli Viðar á eftir eitt ár af samningi sínum og það mátti heyra á honum eftir sigurinn um helgina að þessi 35 ára gamli sóknarmaður ætli sér að bæta fleiri mörkum og fleiri titlum á ferilskrána áður en skórnir fara upp á hillu. Hvort og hvenær Heimir Guðjónsson setur hann inná völlinn verður hins vegar áfram ráðgáta en það verður seint metið til fulls að eiga svona ás uppi í erminni. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Uppbótartíminn: FH-ingar í sjöunda himni | Myndbönd Vísir gerir upp 21. umferð Pepsi-deildar karla. 27. september 2015 15:54 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Fjölnir 2-1 | Biðin eftir þeim sjöunda á enda FH er Íslandsmeistari 2015 eftir 2-1 sigur á Fjölni á heimavelli. Þetta sjöundi Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins en þeir hafa allir unnist á síðustu 12 árum. 26. september 2015 17:45 Svona var stemmningin hjá FH-ingum í gær | Myndband FH-ingar tryggðu sér sem kunnugt er sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil eftir 2-1 sigur á Fjölni í næstsíðustu umferð Pepsi-deildar karla í gær. 27. september 2015 12:16 Í sjöunda himni FH varð um helgina Íslandsmeistari í sjöunda sinn í sögu félagsins. Heimir Guðjónsson hefur tekið þátt í að vinna alla sjö meistaratitlana í þremur ólíkum hlutverkum. 28. september 2015 07:00 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Atli Viðar Björnsson tók í sumar athyglisvert met af goðsögnunum Rikka og Nunna þegar hann varð fyrsti leikmaðurinn frá stríðslokum sem nær að skora fyrir sjö Íslandsmeistaralið en Atli Viðar hefur alls skorað 47 mörk fyrir Íslandsmeistaralið FH-inga frá 2004 til 2015. Ferill Atla Viðars Björnssonar í efstu deild á Íslandi er fyrir löngu orðinn sögulegur en hann varð enn sögulegri þegar hann og félagar hans í FH-liðinu lönduðu Íslandsmeistaratitlinum í Kaplakrika á laugardaginn. Atli Viðar varð þá Íslandsmeistari í sjöunda sinn en hann er eini leikmaðurinn í sögu FH sem hefur spilað fyrir öll sjö Íslandsmeistaralið félagsins. Það sem gerir þetta fyrst sögulegt er að Atli Viðar hefur skorað á öllum þessum sjö Íslandsmeistaraárum og varð fyrsti leikmaðurinn frá stríðslokum (1945) sem skorar fyrir sjö Íslandsmeistaralið.Hér má sjá samantekt á þessu.Mynd/VísirÞrír áttu metið saman Atli Viðar hafði átti metið með þeim Ríkharði Jónssyni og Gunnari Guðmannssyni frá því að hann varð síðast Íslandsmeistari með FH-liðinu fyrir þremur árum. Ríkharður skoraði á öllum sex Íslandsmeistaraárum sínum með Fram og ÍA frá 1947 til 1958 og Gunnar skoraði á sex af níu Íslandsmeistaraárum sínum með KR frá 1948 til 1965. Atli Viðar varð einnig aðeins þriðji leikmaðurinn sem vinnur sjö Íslandsmeistaratitla í nútímafótbolta eða frá því að deildin varð fyrst skipuð tíu liðum 1977. Hinir eru þeir Sigursteinn Gíslason (9 Íslandsmeistaratitlar) og Ólafur Þórðarson (7 titlar). Atli Viðar hefur nú skorað 47 mörk fyrir Íslandsmeistaralið og komst í sumar upp fyrir þá Guðmund Steinsson (45) og Arnar Gunnlaugsson (41) en hann á enn nokkuð í land að ná Tryggva Guðmundssyni sem skoraði á sínum tíma 62 mörk fyrir Íslandsmeistaralið.Atli Viðar hefur orðið markahæstur í efstu deild á Íslandi en hér má sjá Atla með gullskóinn í bakgrunni.Vísir/ErnirTólf verðlaunatímabil Atli Viðar hefur nú spilað fjórtán tímabil í efstu deild og unnið gull eða silfur á tólf þeirra eða 86 prósent tímabila sinna í efstu deild. Hann hefur fengið verðlaun á öllum nema tveimur fyrstu þegar FH endaði í 3. sæti 2001 og í 6. sæti 2002. Atli Viðar sleit krossband á miðju sumri 2001 sem þýddi að hann missti af seinni hlutanum 2001 og fyrri hlutanum 2002. Atli Viðar varð fyrr í sumar fyrsti leikmaðurinn sem nær því að spila bæði 200 leiki og skorað 100 mörk fyrir sama félag í efstu deild og hann hefur nú alls skorað 105 mörk í 222 leikjum. Sigurganga FH-liðsins að undanförnu hefur jafnframt séð til þess að Atli Viðar er nú búinn að taka þátt í 102 fleiri sigurleikjum (139) en tapleikjum (37) í efstu deild á Íslandi. Það hefur líka munað um framlag Atla Viðars í sumar. Hann átti frábærar innkomur af bekknum í góðum sigrum í upphafi mótsins og skoraði í fjórum leikjum í röð þegar sigurganga FH-liðsins hófst í júlílok. Atli Viðar skoraði sigurmark í Keflavík 28. júlí, fyrsta sigurleiknum í sjö leikja sigurgöngu og skoraði síðan fyrsta mark FH-liðsins í næstu þremur leikjum á eftir.Beið þolinmóður Atli Viðar beið þolinmóður eftir tækifærinu sínu og nýtti það vel þegar það loksins datt inn. Þegar Steven Lennon meiddist var það gulls ígildi fyrir þjálfarann Heimi Guðjónsson að geta leitað til reynsluboltans Atla Viðars Björnssonar. Atli Viðar hefur oftar en ekki þurft að sitja á bekknum undanfarin ár en markanefið stíflast ekkert með aldrinum og nokkrar afgreiðslur hans í sumar voru efni í kennslumyndbönd fyrir framherja. Það er einnig afar fróðlegt að skoða gengi FH-liðsins í sumar miðað við þann tíma sem Atli Viðar er inná og útaf. Atli Viðar er þriðji markahæsti leikmaður FH-liðsins í sumar þrátt fyrir að hafa spilað aðeins 33 prósent af mínútunum í boði.Atli Viðar í fyrsta heimaleik sumarsins gegn Keflavík en hann skoraði eitt mark í þeim leik.Vísir/ErnirMiklu betri markatala með Atla inná FH hefur unnið þær 629 mínútur sem hann hefur spilað með 19 marka mun (24-5) en er aðeins þrjú mörk í plús (21-18) á þeirri 1.261 mínútu sem hans hefur ekki notið við. Þetta þýðir jafnframt að FH er bæði að skora örar og fá á sig mörk með lengra millibili þegar Atli Viðar hefur verið inn á vellinum. Atli Viðar á eftir eitt ár af samningi sínum og það mátti heyra á honum eftir sigurinn um helgina að þessi 35 ára gamli sóknarmaður ætli sér að bæta fleiri mörkum og fleiri titlum á ferilskrána áður en skórnir fara upp á hillu. Hvort og hvenær Heimir Guðjónsson setur hann inná völlinn verður hins vegar áfram ráðgáta en það verður seint metið til fulls að eiga svona ás uppi í erminni.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Uppbótartíminn: FH-ingar í sjöunda himni | Myndbönd Vísir gerir upp 21. umferð Pepsi-deildar karla. 27. september 2015 15:54 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Fjölnir 2-1 | Biðin eftir þeim sjöunda á enda FH er Íslandsmeistari 2015 eftir 2-1 sigur á Fjölni á heimavelli. Þetta sjöundi Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins en þeir hafa allir unnist á síðustu 12 árum. 26. september 2015 17:45 Svona var stemmningin hjá FH-ingum í gær | Myndband FH-ingar tryggðu sér sem kunnugt er sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil eftir 2-1 sigur á Fjölni í næstsíðustu umferð Pepsi-deildar karla í gær. 27. september 2015 12:16 Í sjöunda himni FH varð um helgina Íslandsmeistari í sjöunda sinn í sögu félagsins. Heimir Guðjónsson hefur tekið þátt í að vinna alla sjö meistaratitlana í þremur ólíkum hlutverkum. 28. september 2015 07:00 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Uppbótartíminn: FH-ingar í sjöunda himni | Myndbönd Vísir gerir upp 21. umferð Pepsi-deildar karla. 27. september 2015 15:54
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Fjölnir 2-1 | Biðin eftir þeim sjöunda á enda FH er Íslandsmeistari 2015 eftir 2-1 sigur á Fjölni á heimavelli. Þetta sjöundi Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins en þeir hafa allir unnist á síðustu 12 árum. 26. september 2015 17:45
Svona var stemmningin hjá FH-ingum í gær | Myndband FH-ingar tryggðu sér sem kunnugt er sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil eftir 2-1 sigur á Fjölni í næstsíðustu umferð Pepsi-deildar karla í gær. 27. september 2015 12:16
Í sjöunda himni FH varð um helgina Íslandsmeistari í sjöunda sinn í sögu félagsins. Heimir Guðjónsson hefur tekið þátt í að vinna alla sjö meistaratitlana í þremur ólíkum hlutverkum. 28. september 2015 07:00
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn