Fjölmargir vilja rétta albönsku fjölskyldunni hjálparhönd sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 30. september 2015 11:45 Íbúð fjölskyldunnar er nánast tóm. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda. vísir/vilhelm Íbúar í Laugarneshverfi og víðar hafa tekið sig saman og ætla að gefa albanskri fjölskyldu í hverfinu húsgögn og raftæki í innbúið. Fjölskyldan hefur dvalið hér á landi í um fjóra mánuði, en börnin þeirra þrjú fengu ekki inngöngu í skóla fyrr en í dag, eftir að fréttir um málið birtust í fjölmiðlum. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda en höfðu ekki fengið inngöngu í skóla þrátt fyrir að Reykjavíkurborg taki á móti börnum sem ekki hafa íslenska kennitölu til að tryggja mannréttindi þeirra. Í ljós kom að Útlendingastofnun hafði ekki sótt um skólavist fyrir börnin, en gerði það eftir að Fréttablaðið greindi frá málinu í dag. Umræður hafa verið um málið inni á íbúahóp Laugarneshverfis í dag, þar sem íbúar vilja bjóða fram aðstoð sína, meðal annars í formi félagslegs stuðnings. Þegar hafa nokkrir haft samband við lögmann fjölskyldunnar sem mun koma skilaboðunum áleiðis. Þá hafa fjölmargir haft samband við fréttastofu í dag og óskað eftir að fá að koma til fjölskyldunnar ýmsum munum; fötum, raftækjum, leikföngum og húsgögnum, en fjölskyldan býr í nærri tómri íbúð. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda, en þeim þarf að koma til Rauða krossins, sem kemur gjöfunum svo áleiðis til fjölskyldunnar. „Það þarf í raun að fara fram eins konar þarfagreining á hvað þau vantar. Ef fólk hefur áhuga á að styðja við fjölskylduna á einhvern hátt er best að hafa samband við Hafnarfjarðardeild Rauða Krossins í gegnum netfangið hafnarfjordur@redcross.is,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða Krossins. „Það er ótrúlega gleðilegt að fólk skuli vilja styðja við þessa fjölskyldu, en auðvitað eru aðrar fjölskyldur í sömu stöðu og þess vegna hvetjum við fólk til að hafa samband,“ bætir hann við. Þá segir hann að þeir sem vilji bjóða fram félagslegan stuðning geti skráð sig sem sjálfboðaliða á heimasíðu Rauða krossins en að beinar peningagjafir þurfi að fara í gegnum fjölskylduna sjálfa. Flóttamenn Tengdar fréttir Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52 Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Sjá meira
Íbúar í Laugarneshverfi og víðar hafa tekið sig saman og ætla að gefa albanskri fjölskyldu í hverfinu húsgögn og raftæki í innbúið. Fjölskyldan hefur dvalið hér á landi í um fjóra mánuði, en börnin þeirra þrjú fengu ekki inngöngu í skóla fyrr en í dag, eftir að fréttir um málið birtust í fjölmiðlum. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda en höfðu ekki fengið inngöngu í skóla þrátt fyrir að Reykjavíkurborg taki á móti börnum sem ekki hafa íslenska kennitölu til að tryggja mannréttindi þeirra. Í ljós kom að Útlendingastofnun hafði ekki sótt um skólavist fyrir börnin, en gerði það eftir að Fréttablaðið greindi frá málinu í dag. Umræður hafa verið um málið inni á íbúahóp Laugarneshverfis í dag, þar sem íbúar vilja bjóða fram aðstoð sína, meðal annars í formi félagslegs stuðnings. Þegar hafa nokkrir haft samband við lögmann fjölskyldunnar sem mun koma skilaboðunum áleiðis. Þá hafa fjölmargir haft samband við fréttastofu í dag og óskað eftir að fá að koma til fjölskyldunnar ýmsum munum; fötum, raftækjum, leikföngum og húsgögnum, en fjölskyldan býr í nærri tómri íbúð. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda, en þeim þarf að koma til Rauða krossins, sem kemur gjöfunum svo áleiðis til fjölskyldunnar. „Það þarf í raun að fara fram eins konar þarfagreining á hvað þau vantar. Ef fólk hefur áhuga á að styðja við fjölskylduna á einhvern hátt er best að hafa samband við Hafnarfjarðardeild Rauða Krossins í gegnum netfangið hafnarfjordur@redcross.is,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða Krossins. „Það er ótrúlega gleðilegt að fólk skuli vilja styðja við þessa fjölskyldu, en auðvitað eru aðrar fjölskyldur í sömu stöðu og þess vegna hvetjum við fólk til að hafa samband,“ bætir hann við. Þá segir hann að þeir sem vilji bjóða fram félagslegan stuðning geti skráð sig sem sjálfboðaliða á heimasíðu Rauða krossins en að beinar peningagjafir þurfi að fara í gegnum fjölskylduna sjálfa.
Flóttamenn Tengdar fréttir Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52 Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Sjá meira
Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52
Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15
Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00